Fótbolti

Einn sá spilltasti hjá FIFA bannaður frá fótbolta fyrir lífstíð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jack Warner kemur ekki nálægt fótbolta framar.
Jack Warner kemur ekki nálægt fótbolta framar. vísir/gety
Jack Warner, fyrrverandi varaforseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur verið bannaður frá fótbolta að eilífu.

Þessi 72 ára gamli Trínidadi var áður forseti CONCACAF, en hann hætti störfum innan FIFA árið 2011.

FIFA ákvað að banna Warner fyrir lífstíð eftir innri rannsókn sem skoðaði hvernig hann kom að vali á leikstöðum fyrir HM 2018 og 2022.

Eins og vitað er keyptu Rússland og Katar atkvæði innan FIFA og er Warner ásakaður um að hafa tekið mútum fyrir atvkæði. Hann hefur þegið mikið af mútum í gegnum tíðina og var á tíma metinn á 100 milljónir dollara.

Warner var ásamt fleiri núverandi og fyrrverandi forráðamönnum innan FIFA handtekinn af svissneskum yfirvöldum fyrir stórfellda glæpi innan sambandsins; mútuþegn og fjárglæpi, í maí.

Hann berst nú gegn framsali til Bandaríkjanna, en Bandaríkjamenn vilja ólmir rétta yfir Warner.

Það var BBC sem komst að því í rannsókn sinni í janúar á þessu ári að Warner væri sekur um að hafa tekið við mútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×