Íslenski boltinn

Kiddi Magg hittir ekkert nema loft eftir gullfallega sendingu Gumma Ben | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gummi Ben með boltann.
Gummi Ben með boltann. mynd/skjáskot
Meistaraflokkur KR í knattspyrnu karla tók því létt á æfingu liðsins í hádeginu og skellti sér í körfubolta á parketi Íslandsmeistaranna.

Sindri Snær Jenson, tískufrömuður og varamarkvörður KR, var með virkilega skemmtilega beina lýsingu frá leiknum á Twitter eins og sjá má hér.

Í öðru liðinu voru Óskar Örn Hauksson, Gunnar Gunnarsson, Stefán Logi Magnússon, Hólmbert Aron Friðjólsson, Skúli Jón Friðgeirsson og Bjarni Guðjónsson.

Á móti þeim voru Jónas Guðni Sævarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Kristinn Jóhannes Magnússon, Aron Bjarki Jósepsson, Almarr Ormarsson og aðstoðarþjálfarinn Guðmundur Benediktsson.

Óskar Örn Hauksson, framherji KR-inga, kemur úr Njarðvík og kann því ýmislegt fyrir sér í körfubolta. Njarðvík er auðvitað sigursælasta félag íslenska körfuboltans. Hann setti niður silkimjúkan þrist:

Grétar Sigfinnur Sigurðarson hefur svo sannarlega hæðina í að spila körfubolta. Hann jafnaði leikinn með snyrtilegu sniðskoti:

Óskar Örn Hauksson hefur fengið viðurnefnið Air Canada í sumar vegna stökkkraftsins sem hann kom með í handfarangri frá Kanada fyrir tímabilið. Hann varði skot Almarrs Ormarssonar með tilþrifum:

Fyndnasta atvik leiksins var þó klárlega þegar Kristinn Magnússon hitti ekkert nema loft eftir geggjaða sendingu frá aðstoðarþjálfaranum Guðmundi Benediktssyni. Menn verða að minnsta kosti að hitta hringinn eftir svona sendingar!

Gummi Ben virðist kunna sitthvað fyrir sér í körfubolta:

Þrátt fyrir loftboltann hjá Kidda Magg stóð liðið hans uppi sem sigurvegari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×