Heimir: Lærðum af Blikaleiknum Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 26. september 2015 17:19 Heimir fagnar ásamt aðstoðarmönnum sínum. vísir/þórdís Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Heimir Guðjónsson stýrði FH-ingum til sjöunda Íslandsmeistaratitilsins í sögu félagsins í dag þegar Hafnfirðingar lögðu Fjölni að velli, 2-1, á heimavelli sínum. Heimir hefur tekið þátt í að vinna alla þessa sjö meistaratitla, fyrst sem fyrirliði, svo sem aðstoðarþjálfari og loks sem þjálfari. Hann segir þennan titil sætan þótt hann toppi ekki þann fyrsta sem FH vann árið 2004. "2004-titilinn verður alltaf sá sætasti í mínum huga. Þá var ég fyrirliði og þetta var fyrsti titilinn í sögu FH. Það var stórkostlegt. En þessi kemst nálægt því, þetta er alltaf jafn skemmtilegt," sagði Heimir. Fjölnismenn spiluðu vel í dag og létu FH-inga hafa mikið fyrir hlutunum. "Fjölnir er með frábært lið en mér fannst við vera með undirtökin og fannst þeir ekki skapa mikið," sagði Heimir en Fjölnismenn jöfnuðu metin á 69. mínútu þegar Kennie Chopart skoraði sitt sjötta mark í sumar. En FH-ingar sýndu styrk og komust aftur yfir þegar Emil Pálsson stýrði skoti Jonathan Hendrickx í markið. "Við lærðum af Blikaleiknum og eftir að þeir jöfnuðu komum við sterkir til baka, tókum yfir leikinn og kláruðum dæmið. "Það er frábær karakter í FH-liðinu, við erum búnir að sýna það í allt sumar. Við höfum oft lent undir og við höfum klárað leikina á lokamínútunum," sagði Heimir sem er sáttur með sumarið í heild þótt hann hefði viljað fara einni umferð lengra í forkeppni Evrópudeildarinnar. "Þetta hefur verið frábært sumar. Eina sem ég er svolítið pirraður yfir er að við skyldum ekki komast áfram í Evrópukeppninni og fengið að reyna okkur gegn Athletic Bilbao. Það voru pínu vonbrigði," sagði Heimir áður en lærisveinar hans kipptu honum úr viðtalinu til að tollera hann.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39 Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01 Mest lesið Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Körfubolti Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Fleiri fréttir Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Sjá meira
Davíð Þór: Verður ekki þreytt meðan maður vinnur titla Fyrirliði FH var að vonum kátur í leikslok. 26. september 2015 16:39
Emil um sigurmarkið: Smá blendnar tilfinningar Emil Pálsson var hetja FH-inga þegar þeir tryggðu sér sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil eftir 2-1 sigur á Fjölni í Kaplakrika í dag. 26. september 2015 17:01