Rosberg: Bíllinn er eins og lest Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 26. september 2015 15:00 Hamilton, Rosberg og Bottas voru fljótustu menn dagsins. Vísir/Getty Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Við erum búin að vera mjög upptekin. Bíllinn er eins og lest, sem er sjaldgæft hér á Suzuka. Ég var ánægður með bílinn frá fyrstu beygju í tímatökunni. Það er gott að byrja á ráspól á Suzuka. Það er erfitt að komast fram úr í gegnum þjónustuhlé hér. Keppnin á morgun gæti snúist mikið um að halda dekkjunum í skefjum,“ sagði Rosberg. „Nico átti betri dag. Hringurinn sem ég var byrjaður á var góður en ég veit ekki hvað hefði orðið en rauða flaggið kom áður en ég náði að klára. Ég mun reyna mitt besta á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem ræsir annar á morgun á Mercedes. „Þetta voru bara byrjendamistök. Það er allt í lagi með mig. Ég vil biðja liðið afsökunar það verður nóg að gera i að endurbyggja bílinn. Ég veit ekki hvaðan ég ræsi á morgun,“ sagði Kvyat sem klessti Red Bull bílinn og batt enda tímatökuna.Bíll Daniil Kvyat fór illa í árekstrinum en sjálfur slapp Rússinn með skrekkinn.Vísir/AFP„Við áttum nokkra tíundu úr sekúndu inni en hvort það hefði breytt stöðunni er erfitt að segja. Ég er mjög ánaægður með bílinn en sjöunda sæti endurspeglar það ekki,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir sjöundi á morgun á Red Bull bílnum. „Gott að vera aftur í formi. Það munaði ekki miklu á okkar mönnum, núna munum við aldrei komast að því hvort Lewis (Hamilton) átti nóg inni til að fara hraðar en Nico (Rosberg) en það er gott að vera aftur fremstir á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Mér tókst ekki að ná takti í dag fyrr en undir lok annarrar lotu. Ég var á góðum hring þegar rauðu flöggin komu,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti í dag. Dekkin voru ekki nógu góð í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir hringnum sem ég var á þegar rauða flaggið kom,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir sjötti á morgun á Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg var hæstánægður með ráspól sinn fyrir Mercedes liðið á Suzuka brautinni í morgun. Óhapp Daniil Kvyat undir lok þriðju lotu hafði mikil áhrif á baráttuna. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? „Við erum búin að vera mjög upptekin. Bíllinn er eins og lest, sem er sjaldgæft hér á Suzuka. Ég var ánægður með bílinn frá fyrstu beygju í tímatökunni. Það er gott að byrja á ráspól á Suzuka. Það er erfitt að komast fram úr í gegnum þjónustuhlé hér. Keppnin á morgun gæti snúist mikið um að halda dekkjunum í skefjum,“ sagði Rosberg. „Nico átti betri dag. Hringurinn sem ég var byrjaður á var góður en ég veit ekki hvað hefði orðið en rauða flaggið kom áður en ég náði að klára. Ég mun reyna mitt besta á morgun,“ sagði Lewis Hamilton sem ræsir annar á morgun á Mercedes. „Þetta voru bara byrjendamistök. Það er allt í lagi með mig. Ég vil biðja liðið afsökunar það verður nóg að gera i að endurbyggja bílinn. Ég veit ekki hvaðan ég ræsi á morgun,“ sagði Kvyat sem klessti Red Bull bílinn og batt enda tímatökuna.Bíll Daniil Kvyat fór illa í árekstrinum en sjálfur slapp Rússinn með skrekkinn.Vísir/AFP„Við áttum nokkra tíundu úr sekúndu inni en hvort það hefði breytt stöðunni er erfitt að segja. Ég er mjög ánaægður með bílinn en sjöunda sæti endurspeglar það ekki,“ sagði Daniel Ricciardo sem ræsir sjöundi á morgun á Red Bull bílnum. „Gott að vera aftur í formi. Það munaði ekki miklu á okkar mönnum, núna munum við aldrei komast að því hvort Lewis (Hamilton) átti nóg inni til að fara hraðar en Nico (Rosberg) en það er gott að vera aftur fremstir á ráslínu,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Mér tókst ekki að ná takti í dag fyrr en undir lok annarrar lotu. Ég var á góðum hring þegar rauðu flöggin komu,“ sagði Sebastian Vettel sem ræsir fjórði á morgun á Ferrari bílnum. „Við hefðum átt að geta náð þriðja sæti í dag. Dekkin voru ekki nógu góð í dag. Ég hafði góða tilfinningu fyrir hringnum sem ég var á þegar rauða flaggið kom,“ sagði Kimi Raikkonen sem ræsir sjötti á morgun á Ferrari bílnum.Hér fyrir neðan má finna öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15 Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48 Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15 Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Carlos Sainz og Daniil Kvyat fljótastir á æfingum Carlos Sainz á Toro Rosso var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Daniil Kvyat varð annar á Red Bull á fyrri æfingunni og fljótastur á seinni æfingunni. 25. september 2015 22:15
Nico Rosberg á ráspól í Japan Nico Rosberg á Mercedes náði ráspól í Japan, liðsfélagi hans, Lewis Hamilton varð annar og Valtteri Bottas á Williams var þriðji. 26. september 2015 06:48
Romain Grosjean til Haas F1 Romain Grosjean verður kynntur sem annar ökumanna Haas F1 liðsins á þriðjudaginn. Ákvörðun franska ökumannsins kom liði hans, Lotus á óvart, sagði Federico Gastaldi vara liðsstjóri Lotus. 25. september 2015 16:15