Fiorentina vann frábæran sigur á Inter Milan í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í kvöld en leikurinn fór 4-1.
Lærisveinar Paolo Sousa í Fiorentina hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og hafði liðið sætaskipti við Inter í kvöld og komst á toppinn með sigrinum.
Nikola Kalinic gerði þrennu fyrir Fiorentina í kvöld og átti stórleik.
