Að sjá sjálfan sig speglast í glerinu Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2015 11:30 Bækur Hendingskast Höfundur: Sigurjón Bergþór Daðason Útgefandi: Veröld Reykjavík 2015 „Ég sé sjálfan mig speglast í glerinu.“ Með þessari einföldu setningu hefst fyrsta skáldsaga Sigurjóns Bergþórs Daðasonar, Hendingskast. Þar segir ungur maður frá lífi sínu, vina sinna og fjölskyldu, yfir nokkurra mánaða skeið í Reykjavík samtímans. Þetta tímabil er um margt viðburðaríkt í lífi unga mannsins sem er nýbúinn að missa vinnuna sama dag og góður vinur vinnur stóra vinninginn í lottó, brestir koma í samband aðalpersónunnar og kærustunnar, foreldrar standa í miðaldurskreppu, hús er málað að næturlagi og svo mætti jafnvel áfram telja. Líf aðalpersónunnar, kærustunnar, vina og fjölskyldu er líf forréttinda þeirra sem hafa í raun flest öll allt til alls en kunna fátt að meta. Aðeins Anton, vinur aðalpersónunnar og ungur lögfræðingur er ekki alinn upp við líf forréttinda enda er hann eina persónan sem hefur í sér dugnað til þess að koma sér áfram í lífinu og standa á eigin fótum. Aðalpersónan hins vegar stundar vinnu fremur með það markmið að reyna að öðlast meira sjálfstæði frá efnuðum foreldrum en þó ekki meir en svo að það er alltaf hægt að biðja um meiri pening þegar á móti blæs. Lífsstíllinn er heilt yfir þannig að það er erfitt fyrir marga að finna til samkenndar með raunum ungs manns sem hefur allt til alls. Þetta er frásögn ungs manns sem lifir sínu sjálfhverfa lífi og leiðist seint að skoða spegilmynd sína. Þarna birtist sjálfhverfa kynslóðin í hnotskurn. Því þrátt fyrir viðburðaríka daga líður sagan og líf aðalpersónunnar áfram í sjálfhverfu tilbreytingarleysi. Það er logn yfir lífi þeirra sem láta sigörlög annarra litlu varða. Sagan er reyndar dálítið lengi að koma sér af stað og ná almennilegum skriðþunga en eftir því sem á líður grípur frásögnin lesandann fastari tökum. Fyrstu persónu frásögn líður dálítið fyrir hversu áhugalaus aðalpersónan er í raun um fólkið í kringum sig því það gerir höfundi erfitt fyrir með að draga upp skýrar og áhugaverðar aukapersónur. En eftir því sem líður á frásögnina eru aukapersónur betur mótaðar og lifna fremur við í framvindu sögunnar. Það er líka sjálfsagt að hafa í huga að hér er á ferðinni fyrsta skáldsaga höfundar og það er ekki laust við honum vaxi ásmegin eftir því sem á líður. Þó svo styrkur Sigurjóns Bergþórs sé enn sem komið er ekki í persónusköpuninni þá er hann ótvírætt til staðar í stílnum. Frásögnin flæðir fallega áfram, orðfærið er breitt og skemmtilegt og setningarnar eru margar hverjar fallega mótaðar. Þá hefur Sigurjón Bergþór einnig einkar gott lag á að lýsa umhverfi, nýta liti og draga upp myndir af húsakosti í örfáum en meitluðum orðum. Táknheimur sögunnar er heildstæður og vel mótaður og þá einkum er varðar sterka litabeitingu og í skýrri rýmisnotkun. Sem fyrsta skáldsaga er Hendingskast vel heppnuð og full ástæða til þess að vonast eftir að Sigurjón Bergþór haldi ótrauður áfram. Gallinn er að persónur Hendingskasts eru sjálfhverfar og spegla sig í sífellu í glerinu og til þess að gera þær aðeins meira spennandi hefði kannski þurft aðeins þéttari framvindu, eins og er að finna í seinni hluta bókarinnar, og aðeins meiri slagkraft í annars kómíska viðburði.Niðurstaða: Vel heppnuð fyrsta skáldsaga hjá góðum stílista um helst til óáhugaverðar persónur. Bókmenntir Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Hendingskast Höfundur: Sigurjón Bergþór Daðason Útgefandi: Veröld Reykjavík 2015 „Ég sé sjálfan mig speglast í glerinu.“ Með þessari einföldu setningu hefst fyrsta skáldsaga Sigurjóns Bergþórs Daðasonar, Hendingskast. Þar segir ungur maður frá lífi sínu, vina sinna og fjölskyldu, yfir nokkurra mánaða skeið í Reykjavík samtímans. Þetta tímabil er um margt viðburðaríkt í lífi unga mannsins sem er nýbúinn að missa vinnuna sama dag og góður vinur vinnur stóra vinninginn í lottó, brestir koma í samband aðalpersónunnar og kærustunnar, foreldrar standa í miðaldurskreppu, hús er málað að næturlagi og svo mætti jafnvel áfram telja. Líf aðalpersónunnar, kærustunnar, vina og fjölskyldu er líf forréttinda þeirra sem hafa í raun flest öll allt til alls en kunna fátt að meta. Aðeins Anton, vinur aðalpersónunnar og ungur lögfræðingur er ekki alinn upp við líf forréttinda enda er hann eina persónan sem hefur í sér dugnað til þess að koma sér áfram í lífinu og standa á eigin fótum. Aðalpersónan hins vegar stundar vinnu fremur með það markmið að reyna að öðlast meira sjálfstæði frá efnuðum foreldrum en þó ekki meir en svo að það er alltaf hægt að biðja um meiri pening þegar á móti blæs. Lífsstíllinn er heilt yfir þannig að það er erfitt fyrir marga að finna til samkenndar með raunum ungs manns sem hefur allt til alls. Þetta er frásögn ungs manns sem lifir sínu sjálfhverfa lífi og leiðist seint að skoða spegilmynd sína. Þarna birtist sjálfhverfa kynslóðin í hnotskurn. Því þrátt fyrir viðburðaríka daga líður sagan og líf aðalpersónunnar áfram í sjálfhverfu tilbreytingarleysi. Það er logn yfir lífi þeirra sem láta sigörlög annarra litlu varða. Sagan er reyndar dálítið lengi að koma sér af stað og ná almennilegum skriðþunga en eftir því sem á líður grípur frásögnin lesandann fastari tökum. Fyrstu persónu frásögn líður dálítið fyrir hversu áhugalaus aðalpersónan er í raun um fólkið í kringum sig því það gerir höfundi erfitt fyrir með að draga upp skýrar og áhugaverðar aukapersónur. En eftir því sem líður á frásögnina eru aukapersónur betur mótaðar og lifna fremur við í framvindu sögunnar. Það er líka sjálfsagt að hafa í huga að hér er á ferðinni fyrsta skáldsaga höfundar og það er ekki laust við honum vaxi ásmegin eftir því sem á líður. Þó svo styrkur Sigurjóns Bergþórs sé enn sem komið er ekki í persónusköpuninni þá er hann ótvírætt til staðar í stílnum. Frásögnin flæðir fallega áfram, orðfærið er breitt og skemmtilegt og setningarnar eru margar hverjar fallega mótaðar. Þá hefur Sigurjón Bergþór einnig einkar gott lag á að lýsa umhverfi, nýta liti og draga upp myndir af húsakosti í örfáum en meitluðum orðum. Táknheimur sögunnar er heildstæður og vel mótaður og þá einkum er varðar sterka litabeitingu og í skýrri rýmisnotkun. Sem fyrsta skáldsaga er Hendingskast vel heppnuð og full ástæða til þess að vonast eftir að Sigurjón Bergþór haldi ótrauður áfram. Gallinn er að persónur Hendingskasts eru sjálfhverfar og spegla sig í sífellu í glerinu og til þess að gera þær aðeins meira spennandi hefði kannski þurft aðeins þéttari framvindu, eins og er að finna í seinni hluta bókarinnar, og aðeins meiri slagkraft í annars kómíska viðburði.Niðurstaða: Vel heppnuð fyrsta skáldsaga hjá góðum stílista um helst til óáhugaverðar persónur.
Bókmenntir Menning Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira