Nærri helmingur félagsmanna SFR hefur greitt atkvæði um verkfall Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. september 2015 18:54 Frá fundi á Landspítalanum í gær þar sem farið var yfir stöðu mála. mynd/sfr Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia. Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Afgreiðsla vegabréfa og ökuskírteina stöðvast og starfsemi Landspítlans og fleiri stofnana skerðist mikið ef til verkfalls félagsmanna SFR og sjúkraliða kemur. Þátttaka í atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun er góð. Félagsráð SFR-stéttarfélags í almannaþjónustu kom saman til fundar í dag þar sem meðal annars voru ræddar fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir. SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn standa saman í kjaraviðræðum við ríkið. Kjaradeilan er í algjörum hnút og á þriðjudaginn hófust atkvæðagreiðslur meðal félagsmanna SFR og sjúkraliða um verkfallsboðun. Nærri 50% félagsmanna hafa kosið á tveimur dögum en atkvæðagreiðslunni líkur á þriðjudaginn í næstu viku. „Annars vegar erum við að fara í allsherjarverkfall með alla ríkisstarfsmenn okkar sem eru svona um 3.700 manns og hins vegar erum við með verkfall á fjórum stofnunum. Sem eru þá í verkfalli alveg frá 15. október og þar til semst. Þetta eru Landspítalinn, þetta eru ríkisskattstjóri, þetta eru sýslumannsembættin út um allt land og tollstjórinn,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Árni segir áhrifin verða einna mest á Landspítalanum þar sem bæði SFR félagar og sjúkraliðar fara í verkfall. SFR félagar sinna fjölda verkefna á Landspítalanum líkt og flutning sjúklinga, öryggisgæslu og móttökustörfum. „Þar fara í verkföll eitthvað um 1.100 manns. Labba þar út svo það hlýtur að hafa veruleg, veruleg áhrif,“ segir Árni Stefán. Á starfsstöð Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu í Kópavogi starfa 25 SFR félagsmenn. Þeir sjá um afgreiðslu vegabréfa og ökuskírteina. „Það er ætlunin að öll sýslumannsembættin á landinu fara í verkfall sem þýðir að það verða ekki gefin út vegabréf. Það verða ekki gefin út ökuskírteini. Ég meina skemmtanaleyfi, framhaldsskólar geta ekki haldið skemmtanir,“ segir Cilia Marianne Úlfsdóttir trúnaðarmaður SFR. Hún segir félagsmenn vilja sambærilegar launahækkanir og BHM-félagar og hjúkrunarfræðingar fengu samkvæmt úrskurði gerðardóms. Þá segir hún þá tilbúna til að fara í verkfall til að knýja á um það en meðallaun starfsmanna á skrifstofunni eru um 260 þúsund krónur. „Þetta er ekki nóg til að lifa af. Ég er með tvö börn og við erum tvær fyrirvinnur en þetta er tæpt hver einustu mánaðarmót,“ segir Cilia.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55 Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12 Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08 Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02 Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
SFR vill sömu launahækkanir og hjúkrunarfræðingar Framkvæmdastjóri félagsins segir félasmenn til í verkfallsaðgerðir og á von á að atkvæðagreiðsla um það fari fram á næstunni. 14. september 2015 13:55
Sjúkraliðar greiða atkvæði um verkfall: „Við erum gjörsamlega nauðbeygð“ „Það er enginn sem vill fara í verkföll,“ segir formaður Sjúkraliðafélags Íslands. 20. september 2015 12:12
Vínbúðir loka og neftóbaksframleiðsla stöðvast fari félagsmenn SFR í verkfall Lítið hefur þokast í kjaradeilu SFR og ríkisins en engir samningafundir hafa verið boðaðir. 18. september 2015 10:08
Félagsmenn SFR greiða atkvæði um verkfallsboðun Verði af verkfalli hefst það 15. október og mun hafa áhrif á flestum vinnustöðum ríkisins. 22. september 2015 16:02
Þúsund starfsmenn Landspítalans gætu lagt niður störf Grafalvarleg staða er uppi í kjarasamningsviðræðum SFR, en ef af verkfalli SFR og Sjúkraliðafélags Íslands, munu um eitt þúsund manns á Landspítalanum leggja niður störf. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir er hafin og lýkur á þriðjudag. 24. september 2015 17:45