Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - FH 27-17 | Auðvelt hjá Einari Andra gegn gömlu lærisveinunum Anton Ingi Leifsson skrifar 24. september 2015 21:45 Vísir/vilhelm Afturelding vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið vann tíu marka sigur á FH í Mosfellsbænum í kvöld, en lokatölur urðu 27-17. Slök byrjun FH heldur því áfram.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði betur gegn sínum gömlu félögum, en hann þjálfaði FH á árum áður. FH byrjaði vel, en fljótlega fór að halla undan fæti og því fór sem fór. Gestirnir byrjuðu ágætlega og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Það tók Aftureldingu níu mínútur að skora fyrsta markið, en vörn FH virtist vera vel með á nótunum í upphafi leiks. Heimamenn komust fljótt inn í leikinn og staðan 5-5 eftir stundarfjórðung. Eftir það gjörbreyttist leikurinn. Næstu þrettán mínútur skoraði heimamenn átta mörk gegn einungis einu marki gestanna og staðan skyndilega orðin 13-6. Afturelding spilaði frábæran varnarleik og gestirnir áttu lítil sem engin svör. Þeir nýttu einnig illa þegar þeir voru einum fleiri og fóru illa með þau tækifæri sem þeir fengu. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði sitt annað mark í leiknum á lokamínútu fyrir hálfleiks og minnkaði þá muninn í 13-7. Þá hafði FH ekki skorað mark síðan á nítjándu mínútu. Staðan 13-7 í hálfleik fyrir Aftureldingu sem hafði töggl og haldir á leiknum. FH byrjaði ekki síðari hálfleik vel og það var svipað uppá teningnum í þeim síðari líkt og þeim fyrri. Varnarleikur FH var oft á tíðum ágætur og með smá markvörslu hefðu þeir getað minnkað muninn, en markmenn FH vörðu samtals sex skot í öllum leiknum sem er ekki til útflutnings. Gestirnir skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleike ftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik og þá minnkaði Hlynur Bjarnason muninn í 17-8. Afturelding spilaði rosalega góðan varnarleik og mátti sjá handbragð Einars Andra Einarssonar á liðinu, en hann er að gera flotta hluti í Mosfellsbænum. Afturelding var komið átta mörkum yfir þegar gestirnir rönkuðu eitthvað við sér. FH minnkaði muninn úr 19-11 í 19-14 þegar þeir ákvaðu að keyra aðeins upp hraðann í leiknum, en ekki komust þeir nær og heimamenn sigldu sigrinum heim. Lokatölur 27-17 sigur heimamanna. Þegar Birkir Benediktsson og Böðvar Páll Ásgeirsson fá flugbrautirnar stöðvar þá enginn. Þeir fengu nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari og þegar þeir fá sínar brautir þá skora þeir. Alls skoruðu tíu leikmenn Aftureldingar í leiknum á meðan sex leikmenn skoruðu hjá FH. FH þarf að fara í naflaskoðun. Liðið er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina, en liðið á mikilvægan leik gegn Akureyri á sunnudag. Sá leikur verður einfaldlega bara að vinnast, en varnarleikurinn var fínn í dag á meðan sóknarleikurinn var afleitur öfugt við síðasta leik. Afturelding er hins vegar í flottum málum eftir fjóra leiki - með sex stig af átta og á fínu róli.Halldór Jóhann: Jóhann á nokkuð langt í land „Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.” „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik.Davíð: Skulda Pálmari eitt mark „Þetta var nú ekki auðvelt. Við börðumst eins og ljón, en það kom mér dálítið á óvart hversu erfitt FH-ingunum gekk sóknarlega. Þeir virtust fá svör og mér fannst vanta bara áræðni í þá. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum og þetta var kannski ekki bara þeirra dagur.” Þetta voru fyrstu viðbrögð Davíðs Svanssonar, markvarðar Aftureldingar, eftir sigurinn góða í kvöld. „Var ekki bara 1-0 eftir níu mínútur? Ég veit ekki hvað var í gangi. Eins og þetta er búið að vera í síðustu leikjum; þetta snýst bara um varnarleikinn. Sóknarleikurinn kemur og maður þarf alltaf að finna taktinn í hverjum leik. „Við vorum ekki í neinum blússandi fallegum sóknarbolta í dag, en við fengum góð mörk af línunni og stóru strákarnir okkar fengu að skjóta aðeins.” „Það er ekki nægilega gott. Ég og Palli (innsk. blm. Pálmar Pétursson, annar markvörður Aftureldingar) vorum búnir að ákveða að hafa þau sextán, þannig ég skulda honum eitt mark,” sagði Davíð og hló. FH náði aðeins að saxa á forskot Aftureldingar um miðjan síðari hálfleikinn, en síðan ekki söguna meir. Davíð var tiltölulega rólegur allan tímann í markinu. „Ég var hræddur við það að missa þetta forskotið aðeins niður, en ég var ekki hræddur um að við myndum tapa leiknum. Mér fannst við vera með hann þokkalega í höndunum allan leikinn.” „Það var óþarfi að missa þetta svona niður. Það kom smá taugatitringur í menn um miðjan síðari hálfleikinn, en það er allt í lagi að eiga smá kafla sem er ekki eins góðir og hinir. Það er bara eins og það er.” „Við erum sáttir. Ég er sáttur allaveganna. Ég var hundóánægður með tapið gegn ÍR, en það er fínt að vera kominn með sex stig af átta,” dagði Davíð í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Afturelding vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið vann tíu marka sigur á FH í Mosfellsbænum í kvöld, en lokatölur urðu 27-17. Slök byrjun FH heldur því áfram.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók meðfylgjandi myndir. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði betur gegn sínum gömlu félögum, en hann þjálfaði FH á árum áður. FH byrjaði vel, en fljótlega fór að halla undan fæti og því fór sem fór. Gestirnir byrjuðu ágætlega og skoruðu tvö fyrstu mörkin. Það tók Aftureldingu níu mínútur að skora fyrsta markið, en vörn FH virtist vera vel með á nótunum í upphafi leiks. Heimamenn komust fljótt inn í leikinn og staðan 5-5 eftir stundarfjórðung. Eftir það gjörbreyttist leikurinn. Næstu þrettán mínútur skoraði heimamenn átta mörk gegn einungis einu marki gestanna og staðan skyndilega orðin 13-6. Afturelding spilaði frábæran varnarleik og gestirnir áttu lítil sem engin svör. Þeir nýttu einnig illa þegar þeir voru einum fleiri og fóru illa með þau tækifæri sem þeir fengu. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði sitt annað mark í leiknum á lokamínútu fyrir hálfleiks og minnkaði þá muninn í 13-7. Þá hafði FH ekki skorað mark síðan á nítjándu mínútu. Staðan 13-7 í hálfleik fyrir Aftureldingu sem hafði töggl og haldir á leiknum. FH byrjaði ekki síðari hálfleik vel og það var svipað uppá teningnum í þeim síðari líkt og þeim fyrri. Varnarleikur FH var oft á tíðum ágætur og með smá markvörslu hefðu þeir getað minnkað muninn, en markmenn FH vörðu samtals sex skot í öllum leiknum sem er ekki til útflutnings. Gestirnir skoruðu sitt fyrsta mark í síðari hálfleike ftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik og þá minnkaði Hlynur Bjarnason muninn í 17-8. Afturelding spilaði rosalega góðan varnarleik og mátti sjá handbragð Einars Andra Einarssonar á liðinu, en hann er að gera flotta hluti í Mosfellsbænum. Afturelding var komið átta mörkum yfir þegar gestirnir rönkuðu eitthvað við sér. FH minnkaði muninn úr 19-11 í 19-14 þegar þeir ákvaðu að keyra aðeins upp hraðann í leiknum, en ekki komust þeir nær og heimamenn sigldu sigrinum heim. Lokatölur 27-17 sigur heimamanna. Þegar Birkir Benediktsson og Böðvar Páll Ásgeirsson fá flugbrautirnar stöðvar þá enginn. Þeir fengu nokkur auðveld mörk í fyrri hálfleik og einnig í þeim síðari og þegar þeir fá sínar brautir þá skora þeir. Alls skoruðu tíu leikmenn Aftureldingar í leiknum á meðan sex leikmenn skoruðu hjá FH. FH þarf að fara í naflaskoðun. Liðið er með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina, en liðið á mikilvægan leik gegn Akureyri á sunnudag. Sá leikur verður einfaldlega bara að vinnast, en varnarleikurinn var fínn í dag á meðan sóknarleikurinn var afleitur öfugt við síðasta leik. Afturelding er hins vegar í flottum málum eftir fjóra leiki - með sex stig af átta og á fínu róli.Halldór Jóhann: Jóhann á nokkuð langt í land „Við erum komnir í smá holu og það er smá krísa hjá okkur. Við getum ekki neitað því, en mér fannst við spila virkilega öflugan varnarleik í dag ef við tökum eitthvað jákvætt út úr þessu,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við fjölmiðla eftir tap FH gegn Aftureldingu í Olís-deild karla. „Ég hefði viljað sjá miklu fleiri bolta varða hjá okkar markmönnum. Við erum með fimm eða sex bolta varða í heilum leik þar sem við spiluðum mjög öflugan varnarleik og með mjög góðri markvörslu, sem við eigum að fá með svona varnarleik, hefðu úrslitin getað endað öðruvísi.” „Auðvitað töpum við leiknum í sókninni þar sem við skorum einungis sautján mörk, þar af einungis sjö í fyrri hálfleik. Ég veit ekki hvort það sé verulega mikið að í hugarfari leikmanna. Menn eru bara þannig að þegar þeir lenda í smá krísu þá fer sjálfstraustið frá mönnum og við þurfum að vinna það til baka.” „Við spiluðum frábæran sóknarleik í síðasta leik. Þar skoruðum við 33 mörk og þá var það varnarleikurinn sem klikkaði all svakalega, en nú spiluðum við mjög góðan varnarleik. Sóknarleikurinn bíður afhroð í dag. Verðum við ekki að reyna taka jákvæða hlutina úr þessu í staðinn fyrir að taka endalaust þá neikvæðu?” FH hefur tapað þremur leikjum í röð, en liðið er einungis með tvö stig eftir fyrstu fjóra leikina. Halldór Jóhann segir að liðið þurfi þó að einbeita sér að jákvæðu hlutunum fremur en þeim neikvæðu. „Auðvitað reynum við að finna lausnir í því sem við erum að gera vitlaust, en við þurfum eining að reyna að gera jákvæðu hlutina enn jákvæðari.” „Við erum búnir að spila fjóra leiki og tapa þremur. Það er ekki óskastaða. Spilamennskan hefur ekki verið sérstaklega falleg, en við unnum Fram í fyrsta leik og ég held að menn séu búnir að gleyma því.” „Við erum búnir að spila þrjá leiki þar sem í einum þeirra vorum við virkilega daprir í heilt yfir og í síðustu tveimur hefur þetta verið svart og hvítt sókn og vörn. Ég hefði enn meiri áhyggjur ef það væri allt að klikka, en það er ekki allt að klikka og tímabilið er langt. Við verðum að trúa því að við förum að ná í sigur.” „Í dag vorum við virkilega slakir sóknarlega í fyrri hálfleik þar sem við skorum bara sjö mörk, en við skoruðum tíu mörk í seinni. Við hefðum þurft að skora fimmtán til sextán mörk í þeim síðari til þess að eiga séns á því að vinna leikinn. Það er verkefnið núna að snúa gengi liðsins við og ég sem þjálfari liðsins, það fellur í mitt skaut.” „Við getum ekki breytt því sem er búið að gerast. Við getum breytt spilamennskunni í framhaldinu og við verðum að reyna gera það og hafa trú á því að það sé hægt. Ef við ætlum að vera eins svartsýnir og fjölmiðlar í garð okkar þá gætum við alveg eins farið að gefast upp, en við verðum að reyna vinna þetta okkur í hag og reyna fá smá jákvæða hluti inn í þetta. Ef við myndum bara fylgjast með fjölmiðlum þá myndum við líklega gefast upp eins og staðan er núna.” Jóhann Birgir Ingvarsson spilaði sinn fyrsta leik í FH-búningnum frá því í febrúar, en hann féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslitaleik FH og ÍBV í lok febrúar. Halldór segir að Jóhann gæti reynst FH dýrmætur í vetur. „Hann er búinn að æfa með okkur í einn og hálfan mánuð. Jóhann á nokkuð langt í land; hann spilaði varnarleikinn mjög vel, en var dálítið ragur sóknarlega. Jói er ungur, góður leikmaður og á framtíðina fyrir sér. Hann gæti orðið okkur dýrmætur þegar líður á mótið,” sagi Halldór Jóhann í löngu spjalli við fjölmiðla eftir leik.Davíð: Skulda Pálmari eitt mark „Þetta var nú ekki auðvelt. Við börðumst eins og ljón, en það kom mér dálítið á óvart hversu erfitt FH-ingunum gekk sóknarlega. Þeir virtust fá svör og mér fannst vanta bara áræðni í þá. Þeir eru með fullt af góðum leikmönnum og þetta var kannski ekki bara þeirra dagur.” Þetta voru fyrstu viðbrögð Davíðs Svanssonar, markvarðar Aftureldingar, eftir sigurinn góða í kvöld. „Var ekki bara 1-0 eftir níu mínútur? Ég veit ekki hvað var í gangi. Eins og þetta er búið að vera í síðustu leikjum; þetta snýst bara um varnarleikinn. Sóknarleikurinn kemur og maður þarf alltaf að finna taktinn í hverjum leik. „Við vorum ekki í neinum blússandi fallegum sóknarbolta í dag, en við fengum góð mörk af línunni og stóru strákarnir okkar fengu að skjóta aðeins.” „Það er ekki nægilega gott. Ég og Palli (innsk. blm. Pálmar Pétursson, annar markvörður Aftureldingar) vorum búnir að ákveða að hafa þau sextán, þannig ég skulda honum eitt mark,” sagði Davíð og hló. FH náði aðeins að saxa á forskot Aftureldingar um miðjan síðari hálfleikinn, en síðan ekki söguna meir. Davíð var tiltölulega rólegur allan tímann í markinu. „Ég var hræddur við það að missa þetta forskotið aðeins niður, en ég var ekki hræddur um að við myndum tapa leiknum. Mér fannst við vera með hann þokkalega í höndunum allan leikinn.” „Það var óþarfi að missa þetta svona niður. Það kom smá taugatitringur í menn um miðjan síðari hálfleikinn, en það er allt í lagi að eiga smá kafla sem er ekki eins góðir og hinir. Það er bara eins og það er.” „Við erum sáttir. Ég er sáttur allaveganna. Ég var hundóánægður með tapið gegn ÍR, en það er fínt að vera kominn með sex stig af átta,” dagði Davíð í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira