Faðir Bianchi: Það er of erfitt fyrir mig að horfa á Formúluna Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 09:00 Jules Bianchi var 25 ára þegar hann lést. vísir/getty Philippe Bianchi, faðir Formúlu 1-kappans Jules Bianchi sem lést fyrir tæpu ári síðan í keppni í Japan, segir það of erfitt fyrir sig að horfa á Formúlukeppnir í dag. Formúla 1 snýr aftur til Japan um helgina á Suzuka-brautina þar sem hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lenti í hryllilegum árekstri við kranabíl fyrir ári síðan með þeim afleiðingum að hann lést. Bianchi var fyrsti ökumaðurinn í Formúlu 1 sem lætur lífið vegna árekstur í keppni síðan brasilíska goðsögnin Ayrton Senna féll frá árið 1994.Frá slysstað í Japan fyrir ári síðan.vísir/gettyÍ dái í níu mánuði „Kannski get ég horft á keppni eftir nokkra mánuði eða nokkur ár. Ég veit það ekki. En þessa dagana er það bara of erfitt,“ segir Phillipe Bianchi í viðtali við BBC. „Þetta er sérstaklega erfið stund fyrir mig því nú er að líða eitt ár síðan Jules lenti í slysinu. Þessi vika hefur ekki verið góð fyrir Bianchi-fjölskylduna.“ Jules Bianchi lést ekki samstundis heldur var hann í dái á sjúkrahúsi í Nice í Frakklandi í níu mánuði áður en hann kvaddi. Hann sýndi aldrei ummerki um að hann gæti jafnað sig. „Mánuðurnir liðu og maður sá Jules á hverjum degi. Maður fór fljótt að skilja að hann kæmi ekkert til baka því heilaskaðinn var of mikill. Hann var sterkur strákur og þess vegna lifði hann þetta lengi eftir slysið,“ segir Phillipe Bianchi. „Jules er alltaf með mér núna en þetta er erfitt því hann hringdi í mig og móður sína á hverjum degi. Nú er liðið eitt ár sem við móðir hans höfum aldrei getað talað við hann.“ Formúla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Philippe Bianchi, faðir Formúlu 1-kappans Jules Bianchi sem lést fyrir tæpu ári síðan í keppni í Japan, segir það of erfitt fyrir sig að horfa á Formúlukeppnir í dag. Formúla 1 snýr aftur til Japan um helgina á Suzuka-brautina þar sem hinn 25 ára gamli Jules Bianchi lenti í hryllilegum árekstri við kranabíl fyrir ári síðan með þeim afleiðingum að hann lést. Bianchi var fyrsti ökumaðurinn í Formúlu 1 sem lætur lífið vegna árekstur í keppni síðan brasilíska goðsögnin Ayrton Senna féll frá árið 1994.Frá slysstað í Japan fyrir ári síðan.vísir/gettyÍ dái í níu mánuði „Kannski get ég horft á keppni eftir nokkra mánuði eða nokkur ár. Ég veit það ekki. En þessa dagana er það bara of erfitt,“ segir Phillipe Bianchi í viðtali við BBC. „Þetta er sérstaklega erfið stund fyrir mig því nú er að líða eitt ár síðan Jules lenti í slysinu. Þessi vika hefur ekki verið góð fyrir Bianchi-fjölskylduna.“ Jules Bianchi lést ekki samstundis heldur var hann í dái á sjúkrahúsi í Nice í Frakklandi í níu mánuði áður en hann kvaddi. Hann sýndi aldrei ummerki um að hann gæti jafnað sig. „Mánuðurnir liðu og maður sá Jules á hverjum degi. Maður fór fljótt að skilja að hann kæmi ekkert til baka því heilaskaðinn var of mikill. Hann var sterkur strákur og þess vegna lifði hann þetta lengi eftir slysið,“ segir Phillipe Bianchi. „Jules er alltaf með mér núna en þetta er erfitt því hann hringdi í mig og móður sína á hverjum degi. Nú er liðið eitt ár sem við móðir hans höfum aldrei getað talað við hann.“
Formúla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti