Hræsni stuðningsmanna Ísraels Yousef Tamimi skrifar 24. september 2015 08:00 Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Yousef Ingi Tamimi Mest lesið Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frá því að borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu um að sniðganga vörur framleiddar í Ísrael hafa komið fram ofsafengin viðbrögð af hálfu stuðningsmanna Ísraels. Búast mátti við þessum viðbrögðum enda er stór hluti þeirra sem styðja Ísrael algjörlega glórulaus um hvað á sér stað á svæðinu og virðist styðja stefnu Ísraels í málefnum Palestínu sama hvað. Margir virðast heldur ekki skilja af hverju Ísrael ætti að vera sniðgengið en ekki önnur ríki. Það gleymir því þó að Ísland stendur í viðskiptaþvingunum við 29 önnur ríki en Ísrael er ekki eitt af þeim. Það sem er ótrúlegast við það er að Ísrael hefur brotið fleiri samþykktir Sameinuðu þjóðanna heldur en nokkurt annað land í heiminum, meira en Íran og Írak til samans! Neitunarvald Bandaríkjanna í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hefur verndað Ísrael ítrekað gegn öllum tilraunum til að neyða Ísrael til að fara eftir samþykktunum. Vilji allra gyðinga?Staðreyndin er sú að í Ísrael fer fram kerfisbundin og stofnanavædd kynþáttamismunun. Ísrael framkvæmir þjóðernishreinsanir sem það kallar „íbúaflutning“ og framfylgir einnig stefnum sem falla undir alþjóðlega skilgreiningu á aðskilnaðarstefnu (e. apartheid) til að sölsa undir sig meira land. Stjórnvöld í Ísrael halda því fram að stefna þeirra sé í samræmi við vilja allra gyðinga. Að stuðla að aðskilnaði, standa á bak við hernám, þjóðernishreinsun, byggingu ólöglegra landnemabyggða og að víkka út eigið landsvæði er ekki byggt á gyðingdómi heldur pólitískri hugsjón síonisma og hugmyndinni um „Stór-Ísrael“ (Eretz Israel). Þessar hugmyndir eiga ekki rétt á sér samkvæmt alþjóðalögum, stjórnmálasögu eða í flestum afbrigðum gyðingdóms eða menningu gyðinga. Síonismi er pólitísk hreyfing sem er alls ekki studd af öllum gyðingum í heiminum. Raunverulegur and-semítismi er sú tilraun að tileinka öllum gyðingum hugmyndafræði sem margir þeirra telja alls ekki í anda þeirrar félagshyggju og samhygðar sem gyðingdómur boðar. Viljandi viðhaldið atvinnuleysiÞeir Ísraelar sem virkilega eru á móti hernáminu eru líklegir til að styðja sniðgönguhreyfinguna og fjöldi Ísraela gerir það nú þegar. Aftur á móti, því miður, hefur einungis óverulegur fjöldi Ísraela sýnt að þeir séu á móti hernáminu eða árásum á palestínsk yfirráðasvæði af alvöru. Það virðist frekar vera svo að í ísraelsku samfélagi sé viljinn til þess að taka nauðsynleg skref, sem gætu leitt til friðsamlegrar lausnar á deilunni, að minnka. Á þeim áratugum sem alþjóðasamfélagið hefur veigrað sér við að beita Ísrael þrýstingi hefur varanleg lausn á deilunni aðeins orðið fjarlægari, landræningjabyggðir hafa stækkað og ástandið í Palestínu almennt versnað. Margir spyrja sig hvort með sniðgöngu sé verið að skaða Palestínumenn sem starfa í Ísrael á landræningjabyggðum. Sömu rök voru notuð gegn sniðgöngustefnunni í Suður-Afríku. Að lesa yfir þeim sem eru kúgaðir um hvað er best fyrir þá er lítillækkandi og í besta falli vanhugsað. Hvaða kúgaða samfélag sem er getur tekið ákvörðun sjálft um hversu miklu það er til í að fórna til þess að öðlast frelsi, réttlæti og jafnrétti. Suður-Afríkubúar héldu því margoft fram að það að missa starf sitt væri minniháttar fórn fyrir frelsið. Palestínumenn segja hið sama. Ísrael hefur viljandi viðhaldið atvinnuleysi Palestínumanna með því að koma í veg fyrir allar tilraunir til að byggja upp og viðhalda innviðum samfélagsins ásamt því að fyrirbyggja efnahagslega uppbyggingu. Að neyða Ísrael til að breyta stefnu sinni mun án efa gagnast Palestínumönnum til lengri tíma litið. Þeir sem notast helst við þessi rök eru oft óforskammaðir stuðningsmenn Ísraelsríkis sem henda fram þessari staðhæfingu til að reyna að afvegaleiða umræðuna og koma fókusnum yfir á önnur svið. Ef þeim er virkilega svo annt um velferð Palestínumanna, myndu þeir ekki á sama tíma vera tilbúnir til að fordæma á ótvíræðan hátt hernám og aðskilnaðarstefnu Ísraels? Hernámið og aðskilnaðarstefnan er án efa aðalorsök þjáninga Palestínumanna og ætti því baráttan að beinast að því að binda enda á þessar stefnur og ætti enginn að eiga í erfiðleikum með að fordæma þessi brot á alþjóðalögum.
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar