Samtökin 78 vilja fara í mál vegna kirkjunnar Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 24. september 2015 07:00 „Samviskufrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. Engar sérstakar reglur gilda um samviskufrelsi presta. Sem betur fer,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup. Biskupsstofu barst þann 2. júlí síðastliðinn beiðni frá innanríkisráðuneytinu um að svara einni af fimm fyrirspurnum Andrésar Inga Jónssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar sem bornar voru upp við innanríkisráðherra á Alþingi. Í greinargerð með svari Biskupsstofu kemur fram að þjóðkirkjan hafi litið svo á að réttur samkynja para til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þrátt fyrir samviskufrelsi presta. Þá segir í svörum Biskupsstofu að ráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups í þessum efnum og því ekki sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu. Á kirkjulegum vígslumönnum hvíli ekki sama skylda og borgaralegum vígslumönnum. „Þjóðkirkjan fékk með nýjum hjúskaparlögum heimild til að gefa saman pör af sama kyni,“ segir Kristján. „Þjóðkirkjan hefur nýtt sér þann skilning sem fram kemur í greinargerð með hjúskaparlögunum að ekki þurfi að skylda starfandi prest til þess að framkvæma hjónavígslu samkynhneigðra gegn vilja sínum,“ segir hann. Engar reglur eru í gildi um samviskufrelsi presta innan þjóðkirkjunnar sem heimila þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Þetta kemur fram í svari Biskupsstofu til innanríkisráðuneytis. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar geta neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna '78, segir ótækt að prestar mismuni fólki í skjóli trúarsannfæringar. „Fyrst og fremst vegna þess að við erum að ræða um opinbera stofnun og opinbera þjóna. Það er hrein og klár mismunun gagnvart borgurum landsins. Því hljótum við að mótmæla.“ Hann segir engu skipta hvort prestar sem hafna samkynhneigðum um þjónustu séu fáir. „Þó það væri einn, þó þeir væru hundrað. Þetta snýst um ákveðin grundvallarprinsipp.“ Hilmar segist munu skoða niðurstöðuna með lögmönnum. „Við reynum auðvitað að hafa áhrif á þau sem fara með löggjafarvaldið, það er eitt úrræða en við sækjum okkar rétt fyrir dómstólum ef samkynja pör eiga á hættu að verða mismunað.“ „Mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar getur aldrei staðist jafnréttisákvæði stjórnarskrár. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum annarra trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð, þá mun verða látið á það reyna fyrir dómstólum,“ að sögn Bjargar Valgeirsdóttur, hjá DIKA lögmönnum og lögmanni Samtakanna '78. Hið svokallaða „samviskufrelsi presta“ sé aðeins heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna einstaklingum. Aðspurð minnir hún á að starfsmenn þjóðkirkjunnar, þar með taldir prestar, séu opinberir starfsmenn lögum samkvæmt og hafi þeir sem slíkir skyldur gagnvart öllum almenningi. Hún telur alvarlegt að vígslumenn þjóðkirkjunnar beri ekki sömu skyldur gagnvart almenningi lögum samkvæmt líkt og borgaralegir vígslumenn. Björg bendir á að raunar sé í hjúskaparlögum fólgin heimild til handa kirkjunnar mönnum að ákveða að mismuna fólki með þessum hætti. Á meðan lögin standi óhreyfð þá geti prestar þjóðkirkjunnar neitað samkynja pari um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Slíkt geti ekki staðist, ríkisstarfsmönnum sé aldrei heimilt að mismuna einstaklingum á þann hátt. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Björg bendir á að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá ársbyrjun 2013 (Eweida og fleiri gegn Bretlandi) hafi staðfest að óheimilt sé að mismuna samkynja pörum með vísan til trúfrelsis. Dómstóllinn hafi með niðurstöðunni viðurkennt að aðgerðir gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar séu mikilvægar og hafi lögmætan tilgang sem réttlæti takmarkanir á trúfrelsi. Dómurinn hafi í för með sér að bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar gangi framar rétti til iðkunar trúarbragða. Hinsegin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
„Samviskufrelsið er stjórnarskrárvarinn réttur og meðal dýrmætustu mannréttinda. Engar sérstakar reglur gilda um samviskufrelsi presta. Sem betur fer,“ segir Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti og starfandi biskup. Biskupsstofu barst þann 2. júlí síðastliðinn beiðni frá innanríkisráðuneytinu um að svara einni af fimm fyrirspurnum Andrésar Inga Jónssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, um þjónustu presta og mismunun á grundvelli kynhneigðar sem bornar voru upp við innanríkisráðherra á Alþingi. Í greinargerð með svari Biskupsstofu kemur fram að þjóðkirkjan hafi litið svo á að réttur samkynja para til kirkjulegrar hjónavígslu væri tryggður þrátt fyrir samviskufrelsi presta. Þá segir í svörum Biskupsstofu að ráðuneytið hafi ekki kallað eftir tillögum biskups í þessum efnum og því ekki sett reglur um hvenær prestum sé skylt að framkvæma hjónavígslu. Á kirkjulegum vígslumönnum hvíli ekki sama skylda og borgaralegum vígslumönnum. „Þjóðkirkjan fékk með nýjum hjúskaparlögum heimild til að gefa saman pör af sama kyni,“ segir Kristján. „Þjóðkirkjan hefur nýtt sér þann skilning sem fram kemur í greinargerð með hjúskaparlögunum að ekki þurfi að skylda starfandi prest til þess að framkvæma hjónavígslu samkynhneigðra gegn vilja sínum,“ segir hann. Engar reglur eru í gildi um samviskufrelsi presta innan þjóðkirkjunnar sem heimila þeim að neita fólki um þjónustu á grundvelli kynhneigðar. Þetta kemur fram í svari Biskupsstofu til innanríkisráðuneytis. Hart hefur verið tekist á um hjónavígslu hinsegin fólks innan kirkjunnar síðustu ár. Samkynhneigðir hafa ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir innan kirkjunnar því prestar geta neitað að gifta samkynhneigða ef trúarleg sannfæring þeirra leyfir þeim það ekki. Hilmar Hildar Magnúsarson, formaður Samtakanna '78, segir ótækt að prestar mismuni fólki í skjóli trúarsannfæringar. „Fyrst og fremst vegna þess að við erum að ræða um opinbera stofnun og opinbera þjóna. Það er hrein og klár mismunun gagnvart borgurum landsins. Því hljótum við að mótmæla.“ Hann segir engu skipta hvort prestar sem hafna samkynhneigðum um þjónustu séu fáir. „Þó það væri einn, þó þeir væru hundrað. Þetta snýst um ákveðin grundvallarprinsipp.“ Hilmar segist munu skoða niðurstöðuna með lögmönnum. „Við reynum auðvitað að hafa áhrif á þau sem fara með löggjafarvaldið, það er eitt úrræða en við sækjum okkar rétt fyrir dómstólum ef samkynja pör eiga á hættu að verða mismunað.“ „Mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar getur aldrei staðist jafnréttisákvæði stjórnarskrár. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum annarra trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð, þá mun verða látið á það reyna fyrir dómstólum,“ að sögn Bjargar Valgeirsdóttur, hjá DIKA lögmönnum og lögmanni Samtakanna '78. Hið svokallaða „samviskufrelsi presta“ sé aðeins heimatilbúið orðatiltæki yfir heimild til að mismuna einstaklingum. Aðspurð minnir hún á að starfsmenn þjóðkirkjunnar, þar með taldir prestar, séu opinberir starfsmenn lögum samkvæmt og hafi þeir sem slíkir skyldur gagnvart öllum almenningi. Hún telur alvarlegt að vígslumenn þjóðkirkjunnar beri ekki sömu skyldur gagnvart almenningi lögum samkvæmt líkt og borgaralegir vígslumenn. Björg bendir á að raunar sé í hjúskaparlögum fólgin heimild til handa kirkjunnar mönnum að ákveða að mismuna fólki með þessum hætti. Á meðan lögin standi óhreyfð þá geti prestar þjóðkirkjunnar neitað samkynja pari um hjónavígslu á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar. Slíkt geti ekki staðist, ríkisstarfsmönnum sé aldrei heimilt að mismuna einstaklingum á þann hátt. Láti löggjafinn ákvæði sem heimila prestum og vígslumönnum trúfélaga að mismuna einstaklingum með þessum hætti standa óhreyfð verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Björg bendir á að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu frá ársbyrjun 2013 (Eweida og fleiri gegn Bretlandi) hafi staðfest að óheimilt sé að mismuna samkynja pörum með vísan til trúfrelsis. Dómstóllinn hafi með niðurstöðunni viðurkennt að aðgerðir gegn mismunun á grundvelli kynhneigðar séu mikilvægar og hafi lögmætan tilgang sem réttlæti takmarkanir á trúfrelsi. Dómurinn hafi í för með sér að bann við mismunun á grundvelli kynhneigðar eða kynvitundar gangi framar rétti til iðkunar trúarbragða.
Hinsegin Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira