CCP-bræður stofna tölvuleikjafyrirtæki Ingvar Haraldsson skrifar 23. september 2015 11:00 Í tölvuleikjabransanum Guðmundur og Ívar Kristjánssynir hafa áralanga reynslu af gerð tölvuleikja enda voru þeir báðir lengi hjá CCP. fréttablaðið/gva Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness. Leikjavísir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bræðurnir Guðmundur og Ívar Kristjánssynir, sem báðir störfuðu um langa hríð hjá CCP, hafa stofnað tölvuleikjafyrirtækið 1939 Games ehf. Ívar var einn stofnenda CCP og Guðmundur starfaði þar í rúman áratug. Fyrsta verkefni fyrirtækisins er að hanna og gefa út tölvuleikinn WWII Kards en sögusvið leiksins er síðari heimsstyrjöldin. Guðmundur segir að um tvö ár séu síðan hugmynd að leiknum kviknaði. Í sumar hafi hann svo fengið sjö milljóna króna styrk frá Rannís til að vinna að þróun leiksins. Þá hafi hann látið slag standa og hætt hjá CCP til að einbeita sér að leiknum. Hann segir WWII Kards vera stafrænan safnkortaleik, raunar hálfgert borðspil á netinu. Aðaláherslan í leiknum verður á að að keppa við leikmenn í gegnum vefinn en einnig verður hægt að keppa við tölvuna. Hann segir að leiknum muni einna helst svipa til hins vinsæla Hearthstone frá tölvuleikjaframleiðandanum Blizzard. Þróun leikins er á frumstigi að sögn Guðmundar, nú sé á stefnuskránni að ráða formlega fyrstu starfsmenn fyrirtækisins. Fyrirtækið hafi þó þegar tryggt fyrsta áfanga fjármögnunar með hlutafjáraukningu. Hann segist vonast til að ekki sé meira en eitt og hálft ár í að leikurinn verði gefinn út. Helst sé horft til snjalltækja, sérstaklega spjaldtölva, við spilun leiksins en ekki sé búið að ákveða með hvaða hætti verði hægt að nálgast leikinn. Guðmundur segir að stefnt sé að því að leikirnir frá 1939 Games verði fleiri í framtíðinni. „Markmiðið er að gefa út þennan leik sem á að standa undir rekstri fyrirtækisins og þróun á fleiri leikjum. Fyrirtækið mun einbeita sér að seinniheimsstyrjaldarleikjum,“ segir Guðmundur. Hann hafi lengi haft áhuga á seinni heimsstyrjöldinni, bæði gegnum mannkynssöguna og tölvuleiki þar sem sögusviðið sé seinni heimsstyrjöldin.Þekktasta tölvuleikjafyrirtæki Íslands Ívar stofnaði CCP árið 1997 með þeim Þórólfi Beck og Reyni Harðarsyni. Þeir byrjuðu á að þróa borðspilið Hættuspil sem þeir seldu í 10 þúsund eintökum. Söluágóðann notuðu þeir til þess að fjármagna stofnun CCP. Þekktasti leikur fyrirtækisins, Eve Online, fór í loftið 2003, og varðaði veginn að þeirri velgengni sem fyrirtækið naut árunum á eftir. Fyrirtækið hefur verið að draga saman seglin undanfarin ár, eftir að hætt var við þróun tölvuleikjarins World of Darkness.
Leikjavísir Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira