Eigendur Volkswagen dísilbíla í Bandaríkjunum vilja endurgreiðslu frá VW Finnur Thorlacius skrifar 22. september 2015 10:31 Volkswagen dísilbílar. Allt fór í háaloft í síðustu viku í Bandaríkjunum þegar uppgötvaðist að Volkswagen hafði sett hugbúnað í dísilbíla þá sem seldir eru þar vestra sem nam hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og gat minnkað hann á meðan á mælingum stóð. Margir eigendur dísilbíla í Bandaríkjunum þóttust sviknir og vilja að Volkswagen kaupi aftur af þeim bíla sína. Alls seldi Volkswagen 482.000 dísilbíla á nokkrum árum með þessum svikahugbúnaði og ef Volkswagen væri gert að kaupa þá alla aftur yrði það fyrirtækinu dýrt. Við mælingar á þessum bílum kom í ljós að mengun bílanna var 10-40 sinnum meiri ef þessa hugbúnaðar naut ekki við og munar þar ansi miklu. Því eru margir eigendur þessara dísilbíla reiðir Volkswagen að þeir aki nú um á mikið mengandi bílum þvert á fullyrðingar Volkswagen um litla mengun þeirra. Volkswagen hefur verið gert að draga þær bílgerðir sínar úr sölu sem þetta á við um á meðan á rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum stendur. Því er hætt við því að sala Volkswagen í Bandaríkjunum muni minnka allverulega og það gæti reyndar einnig átt við aðrar bílgerðir Volkswagen þar sem vinsældir fyrirtækisins hefur ekki beint aukist við þessar fréttir. Núverandi eigendum þessara dísilbíla í Bandaríkjunum hefur verið ráðlagt að selja ekki bíla sína nú og bíða niðurstöðu í málinu og annaðhvort mega þeir vænta þess að Volkswagen verði gert að kaupa bílana aftur eða breyta þeim svo þeir verði innan lagaramma um mengun í Bandaríkjunum. Hvernig sem þetta endar er víst að þetta svindl verður Volkswagen dýrt. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent
Allt fór í háaloft í síðustu viku í Bandaríkjunum þegar uppgötvaðist að Volkswagen hafði sett hugbúnað í dísilbíla þá sem seldir eru þar vestra sem nam hvort verið væri að mæla útblástur þeirra og gat minnkað hann á meðan á mælingum stóð. Margir eigendur dísilbíla í Bandaríkjunum þóttust sviknir og vilja að Volkswagen kaupi aftur af þeim bíla sína. Alls seldi Volkswagen 482.000 dísilbíla á nokkrum árum með þessum svikahugbúnaði og ef Volkswagen væri gert að kaupa þá alla aftur yrði það fyrirtækinu dýrt. Við mælingar á þessum bílum kom í ljós að mengun bílanna var 10-40 sinnum meiri ef þessa hugbúnaðar naut ekki við og munar þar ansi miklu. Því eru margir eigendur þessara dísilbíla reiðir Volkswagen að þeir aki nú um á mikið mengandi bílum þvert á fullyrðingar Volkswagen um litla mengun þeirra. Volkswagen hefur verið gert að draga þær bílgerðir sínar úr sölu sem þetta á við um á meðan á rannsókn yfirvalda í Bandaríkjunum stendur. Því er hætt við því að sala Volkswagen í Bandaríkjunum muni minnka allverulega og það gæti reyndar einnig átt við aðrar bílgerðir Volkswagen þar sem vinsældir fyrirtækisins hefur ekki beint aukist við þessar fréttir. Núverandi eigendum þessara dísilbíla í Bandaríkjunum hefur verið ráðlagt að selja ekki bíla sína nú og bíða niðurstöðu í málinu og annaðhvort mega þeir vænta þess að Volkswagen verði gert að kaupa bílana aftur eða breyta þeim svo þeir verði innan lagaramma um mengun í Bandaríkjunum. Hvernig sem þetta endar er víst að þetta svindl verður Volkswagen dýrt.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent