Gripinn með tölvur og skjávarpa úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. september 2015 15:35 Sex tölvum auk sjávarpa var stolið úr Fjölbrautarskóla Suðurnesja. Þrjár tölvanna auk skjávarpans fundust í fórum mannsins. Mynd af heimasíðu FS 35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira
35 ára gamall karlmaður, Ívar Smári Guðmundsson, hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir hylmingu, fíkniefnalagabrot og líkamsárás. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þrjár fartölvur auk skjávarpa fundust í bifreið Ívars um hádegisbil mánudaginn 25. febrúar árið 2013. Um var að ræða þýfi úr innbroti í Fjölbrautarskóla Suðurnesja nóttina á undan. Bar Ívar því við að hann hefði keypt tækin fyrr um morguninn eftir auglýsingu á Bland.is. Hann mundi þó ekki símanúmerið sem hann hringdi í. Þá hlaut hann einnig dóm fyrir að kasta 40 cm löngum járnbút úr ökumannssæti eigin bíls í gegnum rúðu á öðrum bíl. Búturinn hafnaði í öxl og hálsi annars manns. Járnbúturinn vó 2 kg og hlaut maðurinn mar á öxl, upphandlegg og hálsi.Áður hlotið þriggja ára dóm Þá var Ívar í tvígang gripinn með fíkniefni á þáverandi heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd. Í fyrra skiptið var um að ræða 8,1 g af amfetamíni og 0,05 g af MDMA. Í því síðara voru í vörslu hans 0,61 g af amfetamíni, 0,20 g af maríhúana og 0,78 g af tóbaksblönduðu kannabisefni. Maðurinn játaði við þingfestingu fíkniefnabrot sín og við aðalmeðferð játaði hann líkamsárásinni. Hann var einnig fundinn sekur fyrir vörslu þýfisins. Hann hefur margoft verið dæmdur fyrir brot á fíkniefnalögum og hlaut þriggja ára dóm fyrir líkamsárás auk fjölda annarra brot árið 2007.Var refsing hans ákveðin fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er óskilorðsbundinn. Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Sjá meira