Lífið

Ísland í dag: Dúllurassgat nú leyfilegt orð í Netskrafli

Margrét Erla Maack skrifar
Á ellefta þúsund íslendinga spila orðaleikinn Netskrafl, sem byggir á orðaspilinu Scrabble. Orðin eru sótt í beygingarlýsingu íslensks nútímamáls, og þar er að finna margar milljónir leyfilegra orða - enda má leggja niður orð í öllum föllum og með greini, í tíðum og stigum. Dæmi um ný leyfileg orð sem voru að detta inn eru dúllurassgat og ælæner já.

Vilhjálmur Þorsteinsson er maðurinn á bakvið Netskraflið, en þrátt fyrir mikinn hita í spilurum er ekki hringt í hann á nóttunni. Ísland í dag hitti hann og líka Sigrúnu Helgu Lund, tölfræðing og stjórnarmann í Skraflfélagi Íslands. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×