Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Lettland 2-2 | Stefndi í veislu en jafntefli niðurstaðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. október 2015 18:00 Ragnar fagnar marki Kolbeins sem var hans átjánda fyrir A-landsliðið. Hann er nú næstmarkahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi. Vísir Lettar kipptu liprum íslenskum landsliðsmönnum niður á jörðina í 2-2 jafntefli liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Laugardalnum í dag. Okkar menn léku við hvurn sinn fingur framan af fyrri hálfleik, komust í 2-0 og stefndi í veislu. Lettar svöruðu fyrir sig með tveimur snyrtilegum mörkum í síðari hálfleik og var jafntefli að líkindum sanngjörn niðurstaða. Tvö stig töpuð og Tékkar geta tekið toppsæti riðilsins í kvöld með sigri gegn Tyrkjum.Sjá einnig:Einkunnir okkar manna gegn LettumLjósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á vellinum og smelltu þessum skemmtilegu myndum sem sjá má hér fyrir ofan sem og fyrir neðan. Það var hrein unun að fylgjast með okkar mönnum fyrri hluta fyrri hálfleiks. Yfirburðirnir voru algjörir og tilþrifin og spil manna á milli til algjörrar fyrirmyndar. Kolbeinn skoraði af stuttu færi eftir aðeins fimm mínútur þegar Andris Vanins, markvörður Letta, hafði fengið að kynnast skottækni Gylfa Þórs Sigurðssonar. Átjánda landsliðsmark Kolbeins sem tók annað sætið af Ríharði Jónssyni á lista yfir markahæstu landsliðsmenn okkar frá upphafi. Jóhann Berg fékk svo dauðafæri skömmu síðar en negldi boltanum með sínum veikari fæti beint í markvörð gestanna. Gylfi á sprettinum í aðdraganda annars marksins.Vísir/Vilhelm Annað mark Íslands var af dýrari gerðinni. Eftir pressu Letta barst boltinn á Gylfa. Aðþrengdur klobbaði hann einn andstæðing á eigin vallarhelmingi og geystist af stað. Spretturinn með boltann á tánum varð um 40 metrar áður en Hafnfirðingurinn lét skotið ríða af rétt utan teigs. Augnabliki síðar söng boltinn í netinu og staðan orðin 2-0. Þegar hér var komið við sögu áttu flestir von á markaregni. Lettar höfðu að litlu að keppa og okkar menn í banastuði. Okkar menn héldu áfram að sækja en það gerðu Lettar líka í leik sem opnaðist upp á gátt. Lettar fengu hvert skotfærið utan teigs og maður þakkaði fyrir að Lettar virtust ekki hafa farið á skotæfingu í lengri tíma. Undir lok fyrri hálfleiks fengu þeir svo dauðafæri sem nýttist sem betur fer ekki. Augnabliki síðar var flautað til hálfleiks, staðan góð en margt í ólagi hjá strákunum okkar. Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali við RÚV í hálfleik að það þyrfti að skerpa á því að menn yrðu að vera skynsamir, ekki fjölmenna um of í sóknir og bjóða hættunni heim í formi skyndisókna Letta. Skilaboðin sem senda átti til strákanna í hálfleik skiluðu sér ekki.Birkir Bjarnason var eins og margir sprækur framan af leik en átti svo erfitt uppdráttar.Vísir/VilhelmÞegar síðari hálfleikur var hálfnaður blasti ískaldur raunveruleikinn við. Strákarnir höfðu ekki lært af aga- og kæruleysinu sem einkenndi seinni hluta fyrri hálfleiksins og Lettar voru skyndilega búnir að jafna metin í 2-2 með snyrtilega útfærðum mörkum. Inni á milli sýndu okkar menn áfram skemmtilega takta með Gylfa í broddi fylkingar en Vanins í markinu hafði þó lítið að gera. Það sem eftir lifði leiks voru Lettar í raun nær því að stela stigunum þremur. Var eins og orka okkar manna væri hreinlega búin og leikskipulagið glatað. Sendingar hættu að rata á samherja og tvö hörkuskot Letta úr þröngum færum innan teigs hefðu vel getað hafnað í netinu. Varamaðurinn Eiður Smári lagði upp dauðafæri fyrir Kolbein og Birkir Már fékk mjög gott færi í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki. 2-2 jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða þegar allt er til tekið.Sölvi Geir og Kolbeinn berjast um skallabolta. Skalli Sölva fór framhjá.Vísir/VilhelmStuðningsmenn Íslands sungu og trölluðu til leiksloka en vonbrigðin þó nokkur enda stefndi í flugeldasýningu í Dalnum. Okkar menn eru vanari því að vera í hlutverki „litla liðsins“, spila þétt og sækja hratt, en í dag voru þeir stóra liðið, líkt og gegn Kasakstan. Aftur tókst ekki að vinna sigur á heimavelli á þjóð sem hefur að engu að keppa sem verður að teljast áhyggjuefni fyrir landsliðsþjálfarana Heimi og Lars. Gylfi Þór var besti maður okkar manna í dag en margir hafa leikið betur. Tenging varnar og miðju stóran hluta leiksins var í molum og Lettar áttu átján skot að marki Íslands. Betri skyttur hefðu skotið okkur í kaf. Liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða sem verður vonandi kominn á sinn stað á miðjuna í lokaleiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag. Þá haltraði Kári Árnason af velli í fyrri hálfleik en hann hafði spilað allar mínúturnar í undankeppninni til dagsins í dag. Sölvi Geir Ottesen kom inn á en náði sér ekki á strik frekar en margir þegar kom að varnarleiknum í dag.Vísir/VilhelmEiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“Vísir/VilhelmGylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“Kolbeinn: Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. Heimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefliHeimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefli „Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“Alfreð: Það er bara á milli okkarAlfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum. Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi „Þetta eru mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, hundsvekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. „Við erum ekki að virka sem lið eins og í byrjun, við vorum miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeim tókst að nýta bæði færin í seinni hálfleik, þetta var ekki bara okkar klúður heldur vel klárað hjá þeim,“ Ragnar sagði að leikmenn liðsins þyrftu að fara yfir hvað fór úrskeiðis í dag. „Við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis, við vorum of værukærir í seinni hálfleik.“Sölvi: Var dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á „Mjög svekkjandi úrslit í ljósi þess að við vorum 2-0 yfir og höfðum tiltölulega góða stjórn á leiknum,” sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Íslands, í samtali við fjölmiðla eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. Kári Árnason meiddist í byrjun leiks og fór af velli á átjándu mínútu og Sölvi leysti hann að hólmi. Hann segir að íslenska liðið hafi gefið því lettneska full mikið pláss í kringum vítateig Íslendinga. „Þeir voru með beittar skyndisóknir í síðari hálfleik. Þeir fengu of mikið svæði til þess að keyra á okkur og voru með erfiða bolta inn í teig. Við gáfum þeim einnig of mikið pláss fyrir utan teiginn hjá okkur,” sem segir þó enga værukærð hafa verið í hópnum fyrir leikinn. „Nei, engan veginn. Við fórum að sækja dálítið og opna okkur í stöðunni 2-0 sem við hefðum ekki átt að gera. Við hefðum átt að halda stöðunni 2-0.” Eins og fyrr segir kom Sölvi snemma inn á. Hann hefur ekki spilað marga leiki í undankeppninni, en segir þó að það hafi ekki verið erfitt að koma inn í leikskipulagið. Hann þekki Ragnar frá tímum sínum hjá FCK í Danmörku þar sem þeir spiluðu saman . „Nei, það var ekki erfitt. Þetta var kannski dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á. Það tekur aðeins á, en það var bara fínt að koma inn í þetta.” „Ég spilaði með Ragga í FCK. Við höfum spilað mikið saman, en það er langt síðan síðast. Mér fannst þetta ganga fínt hjá okkur eftir að ég kom inná, en það hefði verið hægt að gera betur í þessum mörkum,” segir Sölvi sem býst alveg eins við því að byrja í Tyrklandi á þriðjudag: „Ég býst alveg eins við því að byrja ef Kári nær sér ekki heilum,” og aðspurður hvort liðið ætli sér ekki sigur í Tyrklandi svaraði Sölvi kokhraustur að lokum: „Að sjálfsögðu. Við ætlum okkur sigur í öllum leikjum.”Þjálfari Lettlands: "Ég gerði mistök“ Marian Pahars, landsliðsþjálfari Letta, var ánægður með úrslitin í Laugardalnum í dag. Hans menn komu tilbaka eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik og jöfnuðu metin í síðari hálfleik með tveimur góðum mörkum. Pahars sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann hefði gert mistök í því hvernig hann lagði leikinn upp. „Við byrjuðum svo rosalega illa þannig að 2-2 í lokin eru góð úrslit. Strákarnir eiga hrós skilið. Þeir náðu í stig gegn mjög sterku liði,“ sagði Pahars. Aðspurður hvað hann hefði gert í hálfleik, hvort hann hefði látið sína menn heyra það, svaraði Pahars neitandi. „Í fyrri leikjum hef ég þurft að brýna raust mína en það var enginn tilgangur núna. Mistökin voru mín og ég viðurkenndi þau fyrir leikmönnum mínum,“ sagði Pahars. Hann vildi þó ekki upplýsa hver mistökin hefðu verið en þau væru taktísk. „Við spjölluðum og náðum að leysa vandamálin.“Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var að vonum mjög svekktur með að ná aðeins jafntefli gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk í leiknum var hann vel á verði og varð oft á tíðum vel. Hann segir að liðið hafi gefið andstæðingunum fleiri tækifæri en venjulega. „Við vorum opnari en venjulega í dag. Meira að segja í fyrri hálfleik þegar við vorum að spila glimrandi vel fengu þeir nokkra sénsa,“ segir Hannes. „Það var eitthvað við skipulagið á liðinu sem gerði það að verkum að við vorum ekki alveg eins þéttir og við verið í keppninni. Ég hef kannski verið að fá á mig eitt til tvo skot í hverjum leik hingað til en þau voru talsvert fleiri í dag.“ Kári Árnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik auk þess sem Alfreð Finnbogason kom inn í liðið. Einnig vantaði fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem verið hefur eins og klettur á miðjunni. Hannes vill þó ekki meina að þessar breytingar hafi áhrif á varnarleik liðsins. „Þetta er auðvitað sterkir leikmenn og hluti af byrjunarliðinu en hópurinn okkar er sterkur. Þeir leikmenn sem komu inn eru góðir leikmenn þannig að ég veit ekki hvort að það hafi breytt miklu. Við þurfum að leggjast yfir þennan leik og skoða hvað fór úrskeiðis. Við eigum að vinna öll lið þegar við erum 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli.“ Hannes segir að liðið muni nýta sér svekkelsið sem fylgdi þessu jafntefli til þess að ná góðum úrslitum í næsta leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn. „Þetta gírar okkur upp í leikinn geng Tyrkjum. Við notum þetta til þess að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum.“Ari: Þetta var hálf aulalegt Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var svekktur með niðurstöðuna gegn Lettum en íslensku strákarnir töpuðu niður tveggja marka forystu og þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var hálf aulalegt verður maður að segja. Þeir fengu of margar skyndisóknir. Við áttum að klára leikinn eftir þennan fína fyrri hálfleik," sagði Ari. „Ég held að slaka á sé ekki rétta orðið. Þeir fengu bara alltaf margar skyndisóknir á móti okkur og þetta gekk ekki eins og við ætluðum okkur. Við hefðum getað skorað tvö mörk í viðbót. „Við áttum bara að klára þetta og geta svo legið til baka og notið þess að vinna þennan leik." Ari segir að íslenska liðið verði að læra af mistökunum sem það gerði í þessum leik. „Við vildum enda þetta á góðum nótum hér heima, með sigurleik fyrir fólkið, en þetta er mjög svekkjandi," sagði Ari og bætti við að Lettland og Kasakstan, sem Ísland gerði markalaust jafntefli við í síðustu umferð, séu sýnd veiði en ekki gefin. „Mér finnst Kasakar og Lettar vera mjög góðir varnarlega séð og mjög erfitt að brjóta þá niður. Bæði þessi lið eru mjög öguð og þetta eru ekkert léttir leikir," sagði Ari að lokum.Birkir: Get ekki komið með neinar útskýringar núna Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. „Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. „En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0. „Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. „Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. „Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu.Jóhann Berg: Erum hundfúlir „Við erum hundfúlir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann segir að liðið hafi verið of ákaft í að skora mörk og þar með hafi varnarleikur liðsins setið á hakanum. „Jafnvægið í liðinu var ekki rétt, við sóttum á of mörgum mönnum og ætluðum að skora of mörg mörk. Það gleymdist kannski að það þarf líka að spila varnarleik.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins munu líklega læra af þessum leik og Jóhann Berg var strax kominn með einn lærdóm sem liðið gat dregið af þessum leik. „Við áttum kannski að halda þessu verandi komnir í 2-0. Við hefðum átt að sigla þessu heim en við fórum framúr sjálfum okkur. Við ætluðum svoleiðis að jarða þá. Við lærum af þessu og förum í leikinn gegn Tyrkjum til þess að sigra þá.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira
Lettar kipptu liprum íslenskum landsliðsmönnum niður á jörðina í 2-2 jafntefli liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í Laugardalnum í dag. Okkar menn léku við hvurn sinn fingur framan af fyrri hálfleik, komust í 2-0 og stefndi í veislu. Lettar svöruðu fyrir sig með tveimur snyrtilegum mörkum í síðari hálfleik og var jafntefli að líkindum sanngjörn niðurstaða. Tvö stig töpuð og Tékkar geta tekið toppsæti riðilsins í kvöld með sigri gegn Tyrkjum.Sjá einnig:Einkunnir okkar manna gegn LettumLjósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis, voru á vellinum og smelltu þessum skemmtilegu myndum sem sjá má hér fyrir ofan sem og fyrir neðan. Það var hrein unun að fylgjast með okkar mönnum fyrri hluta fyrri hálfleiks. Yfirburðirnir voru algjörir og tilþrifin og spil manna á milli til algjörrar fyrirmyndar. Kolbeinn skoraði af stuttu færi eftir aðeins fimm mínútur þegar Andris Vanins, markvörður Letta, hafði fengið að kynnast skottækni Gylfa Þórs Sigurðssonar. Átjánda landsliðsmark Kolbeins sem tók annað sætið af Ríharði Jónssyni á lista yfir markahæstu landsliðsmenn okkar frá upphafi. Jóhann Berg fékk svo dauðafæri skömmu síðar en negldi boltanum með sínum veikari fæti beint í markvörð gestanna. Gylfi á sprettinum í aðdraganda annars marksins.Vísir/Vilhelm Annað mark Íslands var af dýrari gerðinni. Eftir pressu Letta barst boltinn á Gylfa. Aðþrengdur klobbaði hann einn andstæðing á eigin vallarhelmingi og geystist af stað. Spretturinn með boltann á tánum varð um 40 metrar áður en Hafnfirðingurinn lét skotið ríða af rétt utan teigs. Augnabliki síðar söng boltinn í netinu og staðan orðin 2-0. Þegar hér var komið við sögu áttu flestir von á markaregni. Lettar höfðu að litlu að keppa og okkar menn í banastuði. Okkar menn héldu áfram að sækja en það gerðu Lettar líka í leik sem opnaðist upp á gátt. Lettar fengu hvert skotfærið utan teigs og maður þakkaði fyrir að Lettar virtust ekki hafa farið á skotæfingu í lengri tíma. Undir lok fyrri hálfleiks fengu þeir svo dauðafæri sem nýttist sem betur fer ekki. Augnabliki síðar var flautað til hálfleiks, staðan góð en margt í ólagi hjá strákunum okkar. Heimir Hallgrímsson sagði í viðtali við RÚV í hálfleik að það þyrfti að skerpa á því að menn yrðu að vera skynsamir, ekki fjölmenna um of í sóknir og bjóða hættunni heim í formi skyndisókna Letta. Skilaboðin sem senda átti til strákanna í hálfleik skiluðu sér ekki.Birkir Bjarnason var eins og margir sprækur framan af leik en átti svo erfitt uppdráttar.Vísir/VilhelmÞegar síðari hálfleikur var hálfnaður blasti ískaldur raunveruleikinn við. Strákarnir höfðu ekki lært af aga- og kæruleysinu sem einkenndi seinni hluta fyrri hálfleiksins og Lettar voru skyndilega búnir að jafna metin í 2-2 með snyrtilega útfærðum mörkum. Inni á milli sýndu okkar menn áfram skemmtilega takta með Gylfa í broddi fylkingar en Vanins í markinu hafði þó lítið að gera. Það sem eftir lifði leiks voru Lettar í raun nær því að stela stigunum þremur. Var eins og orka okkar manna væri hreinlega búin og leikskipulagið glatað. Sendingar hættu að rata á samherja og tvö hörkuskot Letta úr þröngum færum innan teigs hefðu vel getað hafnað í netinu. Varamaðurinn Eiður Smári lagði upp dauðafæri fyrir Kolbein og Birkir Már fékk mjög gott færi í uppbótartíma en allt kom fyrir ekki. 2-2 jafntefli var líklega sanngjörn niðurstaða þegar allt er til tekið.Sölvi Geir og Kolbeinn berjast um skallabolta. Skalli Sölva fór framhjá.Vísir/VilhelmStuðningsmenn Íslands sungu og trölluðu til leiksloka en vonbrigðin þó nokkur enda stefndi í flugeldasýningu í Dalnum. Okkar menn eru vanari því að vera í hlutverki „litla liðsins“, spila þétt og sækja hratt, en í dag voru þeir stóra liðið, líkt og gegn Kasakstan. Aftur tókst ekki að vinna sigur á heimavelli á þjóð sem hefur að engu að keppa sem verður að teljast áhyggjuefni fyrir landsliðsþjálfarana Heimi og Lars. Gylfi Þór var besti maður okkar manna í dag en margir hafa leikið betur. Tenging varnar og miðju stóran hluta leiksins var í molum og Lettar áttu átján skot að marki Íslands. Betri skyttur hefðu skotið okkur í kaf. Liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar fyrirliða sem verður vonandi kominn á sinn stað á miðjuna í lokaleiknum gegn Tyrkjum á þriðjudag. Þá haltraði Kári Árnason af velli í fyrri hálfleik en hann hafði spilað allar mínúturnar í undankeppninni til dagsins í dag. Sölvi Geir Ottesen kom inn á en náði sér ekki á strik frekar en margir þegar kom að varnarleiknum í dag.Vísir/VilhelmEiður Smári: Megum ekki halda að við séum of góðir Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikurinn gegn Lettlandi hafi verið ágætisvatnsgusa fyrir Ísland og að það megi læra af honum. Eiður Smári Guðjohnsen segir að það megi ekki gera of mikið úr jafnteflinu gegn Lettlandi í dag þó svo að úrslitin hafi verið vonbrigði. Eftir frábæra byrjun komu Lettarnir til baka og skoruðu tvívegis framhjá Hannesi Þór Halldórssyni, sem var búinn að fá á sig þrjú mörk í síðustu átta mótsleikjum á undan. „Það má eiginlega segja að mér og okkur öllum líði eins og við höfum tapað leiknum miðað við hvernig leikurinn þróaðist,“ sagði Eiður Smári eftir leikinn. „Ég held að þetta sé ágætisvatnsgusa. Við megum ekki halda að við séum orðnir betri en við erum. Það er auðvitað margt sem spilar inn í en seinni hálfleikur var auðvitað engan veginn nógu góður.“ „Ég veit ekki hvort að það hafi verið orkuleysi í okkur eða að við höfum verið aðeins of afslappaðir. Það var greinilegt að við vorum vel á tánum í fyrri hálfleik, unnum alla seinni bolta og vorum djarfari með liðið fram á við.“ „Í seinni hálfleik mynduðust aðeins of stór svæði og þeir fengu að taka boltann aðeins of auðveldlega oft á tíðum. Þá skoruðu þeir tvö mörk á okkur.“ Eftir að Ísland komst í 2-0 leit út fyrir að Ísland myndi vinna stórsigur í leiknum en Eiður segir að það megi ekki missa einbeitinguna. „Það er einmitt sú tilfinning sem kemur í bakið á okkur. En við megum ekki gera of mikið úr þessu. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að líta á. Þetta getur líka verið ágætislærdómur fyrir okkur.“ Stuðningsmenn Íslands voru frábærir í leiknum rétt eins og áður í þessari undankeppni. Eiður segir að það hafi verið synd að hafa ekki kvatt þá með betri hætti en þetta var síðasti heimaleikur Íslands í riðlakeppninni. „Við höfum verið að duglegir að hrósa áhorfendum og þakka fyrir okkur. Við gerum það enn og aftur. Auðvitað erum við endalaust þakklátir fyrir þennan góða stuðning.“Vísir/VilhelmGylfi: Hálfvandræðalegt fyrir okkur Gylfi Þór Sigurðsson skoraði gullfallegt mark gegn Lettlandi í dag en það dugði því miður ekki til sigurs. Ísland mátti sætta sig við 2-2 jafntefli gegn Lettlandi í dag en Gylfi Þór Sigurðsson átti enn einn stórleikinn fyrir íslenska liðið og skoraði síðara mark Íslands eftir glæsilegan sprett frá eigin vallarhelmingi. Lettar komu þó til baka í síðari hálfleik og Gylfi var ekki ánægður með niðurstöðuna. „Við erum drullusvekktir. Það er hálfvandræðalegt að hafa tapað þessu niður svona í seinni hálfleik,“ sagði svekktur Gylfi Þór við Vísi eftir leikinn í kvöld. Hann segir að báðir hálfleikarnir hafi verið svipaðir að hans mati. „Eini munurinn er að Lettarnir nýttu færin sín. Þetta var mjög opinn leikur og kannski eins og körfuboltaleikur á köflum.“ „Það gekk vel að sækja í fyrri hálfleik. Við sköpuðum mikið af færum og nálægt því að komast í dauðafæri. Margir leikmenn tóku sénsinn og fóru fram en þar af leiðandi opnaðist mikið á skyndisóknir fyrir þá. Það er þeirra eini styrkur - að sækja hratt á okkur. Við leyfðum þeim að nýta sér það.“ Hann segir að það hafi ekki verið einbeitingarleysi í hópnum í dag og að strákarnir hafi ætlað sér að vinna leikinn og ekkert annað. „Ég held að það sé gott að fá svona kalda vatnsgusu í andlitið áður en við förum til Frakklands.“ Gylfi skoraði gullfallegt mark sem kom Íslandi í 2-0. „Þetta var gott mark og synd að það telji ekki meira. Ég er auðvitað ánægður með hafa skorað en hefði frekar viljað taka þrjú stig.“ Gylfi fór ítrekað illa með Igors Tarasovs á miðjunni og Gylfi telur réttilega að leikurinn hafi verið erfiður fyrir hann. „Ég held að ég hafi átt fínan leik. Hann var í vandræðum og fékk svo gult spjald í síðari hálfleik - þá bakkaði hann aðeins meira aftur.“ Markið skoraði Gylfa eftir að hafa leikið illa á Tarasovs og eftir góðan sprett lét hann vaða. „Ég tók sénsinn og reyndi að klobba miðjumanninn hjá þeim. Það tókst og þá opnaðist mikið pláss fyrir mig. Kolli og Alfreð hlupu í sína hvora áttina og það gaf mér mikinn tíma til að rekja boltann upp að teig hjá þeim. Ég skaut og boltinn fór sem betur fer inn.“ Þetta var sjötta mark Gylfa í undankeppni EM en það er met hjá íslenska liðinu. „Það er frábært að vera búinn að skora sex mörk og hafa náð að hjálpa liðinu að komast á EM. Við eigum einn leik eftir og vonandi kemur eitt mark í viðbót.“ Gylfi segir að þetta breyti engu fyrir leikinn gegn Tyrklandi. Menn ætli sér sigur þar. „Við byrjuðum leikinn vel í dag og vonandi tekst okkur að byrja jafnvel úti í Tyrklandi. En við verðum að láta boltann ganga betur og hraðar á milli manna - taka bara eina, tvær snertingar og láta boltann vinna hratt á milli kanta. Þá á þetta eftir að ganga betur.“Kolbeinn: Ekkert nema þrjú stig kemur til greina í Tyrklandi „Mér fannst við spila fyrri háfleikinn mjög vel allan tímann og þar vorum við miklu betri,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson eftir jafntefli Íslands á móti Lettlandi. Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson komu Íslandi yfir í fyrri hálfleik en Lettar jöfnuðu í þeim síðari. Kolbeinn bar fyrirliðabandið í dag í fjarveru Arons Einars Gunnarssonar en hann var ekki ánægður með síðari hálfleikinn. „Við töluðum um það að láta það ekki hafa áhrif á okkur að vera komnir á EM og það gekk í upphafi. Við vorum sterkir og og réðum fyrri hálfleiknum frá fyrstu mínútu. Við gáfum þeim að vísu of mörg færi og lögðum upp með það í hálfleik að koma í veg fyrir þau en við vorum eiginlega skelfilegir í seinni og náðum ekki að halda dampi.“ Aðspurður sagði fyrirliðinn að þjálfararnir Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson hafi verið sáttir með fyrir hálfleikinn en þó viljað gefa færri færi á sér. „Við ætluðum að loka á skyndisóknirnar en það virðist hafa verið eitthvað kæruleysi í okkur í síðari hálfleik þar sem við vorum langt frá því að vera nógu skarpir í vörninni.“ Næsti leikur liðsins er útileikur gegn Tyrkjum á þriðjudag. Tyrkir mæta Tékkum í kvöld en þeir eru í harðri baráttu við Hollendinga um þriðja sæti riðilsins og þar sem sæti í umspili um miða til Frakklands næsta sumar. „Það kemur ekkert annað til greina en að fara til Tyrklands og taka þrjú stig. Við viljum halda okkar stöðu á styrkleikalistanum og helst stefna hærra og þetta eru ekki góð úrslit í þeirri vegferð,“ segir Kolbeinn. „Við viljum vinna leikinn og riðilinn líka.“ Kolbeinn skoraði í leiknum sitt átjánda landsliðsmark og fór með því yfir Ríkharð Jónsson á listanum yfir skoruð landsliðsmörk. Kolbeinn er nú næstmarkahæstur á eftir Eið Smára Guðjohnsen en hann hefur skorað 25 mörk. „Ég er sáttur með að geta skorað og það er gott fyrir mig en þegar maður gerir jafntefli þá er rosalega erfitt að vera fullkomlega sáttur,“ sagði Kolbeinn að lokum. Heimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefliHeimir: Óþarfi að missa þetta niður í jafntefli „Það var algjörlega óþarfi að missa þetta niður í jafntefli eftir fyrri hálfleikinn,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar þjálfari íslenska liðsins, svekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis í dag. „Við vorum að skapa okkur fullt af færum og með góð hlaup í fyrri hálfleik og í hálfleik töluðum við um að fá betra jafnvægi á spilamennskuna, stöðva skyndisóknirnar því það eru þeirra sterkustu vopn.“ Lettar minnkuðu muninn strax í upphafi seinni hálfleiks upp úr skyndisókn. „Við byrjuðum að gera hluti sem við erum ekki vanir að gera og spila eins og eitthvað allt annað lið. Þetta var allt annað en við höfum verið að gera og við vorum hreint út sagt óskipulagðir í seinni hálfleik sem er ólíkt okkur.“ Heimir vildi ekki kalla það afsökun að liðið saknaði Arons Einars Gunnarssonar og Kára Árnasonar í dag. „Auðvitað eru þeir báðir tveir andlegir leiðtogar og mikilvægir í taktíkinni en það eiga allir að kunna hana og það átti ekki að hafa svona mikil áhrif. Þessi mörk sem við fengum á okkur í dag voru mörk sem okkur hefur tekist að loka á.“ Heimir vonaðist til þess að þetta myndi vekja leikmennina til lífsins enda yrðu mótherjarnir töluvert sterkari þegar komið verður á lokakeppni EM. „Þetta sýnir okkur það að við erum góðir í því sem við höfum verið að gera en ekki góðir í því sem við höfum ekki verið að gera. Við förum ekki að breyta um leikstíl í miðjum leik og reyna að vera eitthvað annað lið.“ Heimir sagði að undirbúningurinn fyrir leikinn hefði verið sá sami og yrði sá sami fyrir leikinn gegn Tyrklandi. „Undirbúningurinn er alltaf sá sami, sama hvort leikurinn er gegn stórri- eða smáþjóð en við þurfum að skoða hugarfarið hjá öllum í kringum liðið, hvort það sé eins. Við þurfum að skoða það betur, sérstaklega eftir þetta.“Alfreð: Það er bara á milli okkarAlfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins í knattspyrnu, var ánægður með að fá tækifæri í byrjunarliði liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lettum í undankeppni fyrir Evrópumótið í Frakklandi næsta sumar. Alfreð var þó ekki ánægður með spilamennskuna í síðari hálfleik. „Það er erfitt að segja hvað gerist í síðari hálfleik. Við urðum passívari og hefðum átt að fara áfram upp í gegnum miðjuna eins og við vorum að gera vel í fyrri hálfleik,” sagði Alfreð í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Við vorum að opna þá þannig og við hættum að gera það í síðari hálfleik. Það er erfitt að útskýra afhverju,” sagði Alfreð sem var virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá íslenska liðinu, en þá spilaði Ísland fanta vel á köflum. „Þetta var mjög góður fyrri hálfleikur. Það voru mjög góðar skiptingar milli kanta, vorum að skipta vel um stöður og vorum alltaf með þrjá til fjóra valmöguleika þegar við vorum að sækja á vörnina. Sóknarleikurinn var mjög góður í fyrri hálfleik.” Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson hafa myndað framherjapar Íslands lengst um af í keppninni. Jón Daði lék ekki í dag vegna meiðsla og fékk því Alfreð langþráð tækifæri og var hann skiljanlega ánægður með það. „Ég var mjög ánægður með að fá tækifærið. Ég er búinn að bíða lengi eftir því og ég gerði mitt besta. Ég er alltaf ánægður þegar ég fæ að spila, en maður vill alltaf meira,” og aðspurður hvað Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, hafði hvíslað í eyra Alfreðs þegar hann kom af velli svaraði Alfreð: „Það er bara á milli okkar. Nei, nei, hann var ánægður með leikinn hjá mér og það er eitthvað til að byggja á,” sem veit ekki hvort hann byrji í Tyrklandi á þriðjudag. „Það kemur bara í ljós. Það eru enn þrír dagar í þann leik; ferðalag framundan og tvær æfingar. Við svekkjum okkur á tveimur töpuðum stigum í dag og svo sjáum við til hvað gerist.” Þessi 26 ára gamli framherji Olympiakos segir að menn hafi verið súrir og svekktir inn í klefa eftir jafnteflið þrátt fyrir að Ísland hafi tryggt EM sætið í síðustu umferð. „Já, mjög svekktir. Við viljum vinna alla leiki og það er kominn þannig hefð í hópinn þannig við vorum ekki ánægðir,” sagði Alfreð að lokum. Ragnar: Mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi „Þetta eru mikil vonbrigði og hreint út sagt óþolandi,“ sagði Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, hundsvekktur í samtali við Eirík Stefán Ásgeirsson, blaðamann Vísis, eftir leikinn. „Við erum ekki að virka sem lið eins og í byrjun, við vorum miklu betri aðilinn í fyrri hálfleik. Þeim tókst að nýta bæði færin í seinni hálfleik, þetta var ekki bara okkar klúður heldur vel klárað hjá þeim,“ Ragnar sagði að leikmenn liðsins þyrftu að fara yfir hvað fór úrskeiðis í dag. „Við þurfum að skoða betur hvað fór úrskeiðis, við vorum of værukærir í seinni hálfleik.“Sölvi: Var dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á „Mjög svekkjandi úrslit í ljósi þess að við vorum 2-0 yfir og höfðum tiltölulega góða stjórn á leiknum,” sagði Sölvi Geir Ottesen, varnarmaður Íslands, í samtali við fjölmiðla eftir 2-2 jafntefli gegn Lettlandi. Kári Árnason meiddist í byrjun leiks og fór af velli á átjándu mínútu og Sölvi leysti hann að hólmi. Hann segir að íslenska liðið hafi gefið því lettneska full mikið pláss í kringum vítateig Íslendinga. „Þeir voru með beittar skyndisóknir í síðari hálfleik. Þeir fengu of mikið svæði til þess að keyra á okkur og voru með erfiða bolta inn í teig. Við gáfum þeim einnig of mikið pláss fyrir utan teiginn hjá okkur,” sem segir þó enga værukærð hafa verið í hópnum fyrir leikinn. „Nei, engan veginn. Við fórum að sækja dálítið og opna okkur í stöðunni 2-0 sem við hefðum ekki átt að gera. Við hefðum átt að halda stöðunni 2-0.” Eins og fyrr segir kom Sölvi snemma inn á. Hann hefur ekki spilað marga leiki í undankeppninni, en segir þó að það hafi ekki verið erfitt að koma inn í leikskipulagið. Hann þekki Ragnar frá tímum sínum hjá FCK í Danmörku þar sem þeir spiluðu saman . „Nei, það var ekki erfitt. Þetta var kannski dálítið eins og körfubolti eftir að ég kom inn á. Það tekur aðeins á, en það var bara fínt að koma inn í þetta.” „Ég spilaði með Ragga í FCK. Við höfum spilað mikið saman, en það er langt síðan síðast. Mér fannst þetta ganga fínt hjá okkur eftir að ég kom inná, en það hefði verið hægt að gera betur í þessum mörkum,” segir Sölvi sem býst alveg eins við því að byrja í Tyrklandi á þriðjudag: „Ég býst alveg eins við því að byrja ef Kári nær sér ekki heilum,” og aðspurður hvort liðið ætli sér ekki sigur í Tyrklandi svaraði Sölvi kokhraustur að lokum: „Að sjálfsögðu. Við ætlum okkur sigur í öllum leikjum.”Þjálfari Lettlands: "Ég gerði mistök“ Marian Pahars, landsliðsþjálfari Letta, var ánægður með úrslitin í Laugardalnum í dag. Hans menn komu tilbaka eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik og jöfnuðu metin í síðari hálfleik með tveimur góðum mörkum. Pahars sagði á blaðamannafundi eftir leikinn að hann hefði gert mistök í því hvernig hann lagði leikinn upp. „Við byrjuðum svo rosalega illa þannig að 2-2 í lokin eru góð úrslit. Strákarnir eiga hrós skilið. Þeir náðu í stig gegn mjög sterku liði,“ sagði Pahars. Aðspurður hvað hann hefði gert í hálfleik, hvort hann hefði látið sína menn heyra það, svaraði Pahars neitandi. „Í fyrri leikjum hef ég þurft að brýna raust mína en það var enginn tilgangur núna. Mistökin voru mín og ég viðurkenndi þau fyrir leikmönnum mínum,“ sagði Pahars. Hann vildi þó ekki upplýsa hver mistökin hefðu verið en þau væru taktísk. „Við spjölluðum og náðum að leysa vandamálin.“Hannes: Nýtum svekkelsið til að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum Hannes Þór Halldórsson, markmaður íslenska landsliðsins, var að vonum mjög svekktur með að ná aðeins jafntefli gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig tvö mörk í leiknum var hann vel á verði og varð oft á tíðum vel. Hann segir að liðið hafi gefið andstæðingunum fleiri tækifæri en venjulega. „Við vorum opnari en venjulega í dag. Meira að segja í fyrri hálfleik þegar við vorum að spila glimrandi vel fengu þeir nokkra sénsa,“ segir Hannes. „Það var eitthvað við skipulagið á liðinu sem gerði það að verkum að við vorum ekki alveg eins þéttir og við verið í keppninni. Ég hef kannski verið að fá á mig eitt til tvo skot í hverjum leik hingað til en þau voru talsvert fleiri í dag.“ Kári Árnason fór meiddur af velli í fyrri hálfleik auk þess sem Alfreð Finnbogason kom inn í liðið. Einnig vantaði fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson sem verið hefur eins og klettur á miðjunni. Hannes vill þó ekki meina að þessar breytingar hafi áhrif á varnarleik liðsins. „Þetta er auðvitað sterkir leikmenn og hluti af byrjunarliðinu en hópurinn okkar er sterkur. Þeir leikmenn sem komu inn eru góðir leikmenn þannig að ég veit ekki hvort að það hafi breytt miklu. Við þurfum að leggjast yfir þennan leik og skoða hvað fór úrskeiðis. Við eigum að vinna öll lið þegar við erum 2-0 yfir í hálfleik á heimavelli.“ Hannes segir að liðið muni nýta sér svekkelsið sem fylgdi þessu jafntefli til þess að ná góðum úrslitum í næsta leik gegn Tyrkjum á þriðjudaginn. „Þetta gírar okkur upp í leikinn geng Tyrkjum. Við notum þetta til þess að koma okkur á toppinn gegn Tyrkjum.“Ari: Þetta var hálf aulalegt Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður Íslands, var svekktur með niðurstöðuna gegn Lettum en íslensku strákarnir töpuðu niður tveggja marka forystu og þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var hálf aulalegt verður maður að segja. Þeir fengu of margar skyndisóknir. Við áttum að klára leikinn eftir þennan fína fyrri hálfleik," sagði Ari. „Ég held að slaka á sé ekki rétta orðið. Þeir fengu bara alltaf margar skyndisóknir á móti okkur og þetta gekk ekki eins og við ætluðum okkur. Við hefðum getað skorað tvö mörk í viðbót. „Við áttum bara að klára þetta og geta svo legið til baka og notið þess að vinna þennan leik." Ari segir að íslenska liðið verði að læra af mistökunum sem það gerði í þessum leik. „Við vildum enda þetta á góðum nótum hér heima, með sigurleik fyrir fólkið, en þetta er mjög svekkjandi," sagði Ari og bætti við að Lettland og Kasakstan, sem Ísland gerði markalaust jafntefli við í síðustu umferð, séu sýnd veiði en ekki gefin. „Mér finnst Kasakar og Lettar vera mjög góðir varnarlega séð og mjög erfitt að brjóta þá niður. Bæði þessi lið eru mjög öguð og þetta eru ekkert léttir leikir," sagði Ari að lokum.Birkir: Get ekki komið með neinar útskýringar núna Birkir Bjarnason átti ekki skýringu á því hvað hefði gerst hjá íslenska landsliðinu í stöðunni 2-0 gegn Lettlandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Íslenska liðið spilaði fyrri hálfleikinn vel en gaf mikið eftir í seinni hálfleik og þurfti að lokum að sætta sig við 2-2 jafntefli. „Við byrjuðum mjög vel og fyrri hálfleikurinn var mjög fínn. Við spiluðum mjög vel, vorum ákveðnir og sóttum stíft. „En ég veit ekki hvað gerðist í seinni hálfleik. Það er erfitt að segja, við verðum að kíkja á myndbandið og sjá hvað gerðist," sagði Birkir eftir leik. Hann segir að íslenska liðið hafi ekki verið of afslappað í stöðunni 2-0. „Nei, ég held ekki. Eins og ég sagði, þá get ég ekki komið með neinar útskýringar núna. Þetta á ekki að gerast, við vorum alltof slakir í seinni hálfleik," sagði Birkir sem sagði Lettana hafi komið sér aðeins á óvart í seinni hálfleiknum þegar þeir skoruðu tvö mörk og áttu möguleika á að gera sigurmarkið. „Já, þeir voru góðir. Það var engin pressa á þeim og þeir spiluðu góðan bolta og unnu alltof marga seinni bolta." Íslenska liðið lék án fyrirliða síns, Arons Einars Gunnarssonar, í dag. Birkir segir að fjarvera hans hafi ekki haft úrslitaáhrif í leiknum. „Við erum með leikmenn sem eiga að geta komið inn. Við vorum ekkert slakir þótt Aron Einar væri ekki á miðjunni. Svona er þetta bara stundum," sagði Birkir sem segir að íslenska liðið stefni enn á að vinna riðilinn en það mætir Tyrklandi í lokaleik sínum í undankeppninni á þriðjudaginn. „Við viljum vinna þennan riðil og höfum sagt það. Ef það á að gerast þurfum við líklega að vinna leikinn gegn Tyrkjum," sagði Birkir að endingu.Jóhann Berg: Erum hundfúlir „Við erum hundfúlir,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson eftir jafnteflið gegn Lettum á Laugardalsvelli í kvöld. Hann segir að liðið hafi verið of ákaft í að skora mörk og þar með hafi varnarleikur liðsins setið á hakanum. „Jafnvægið í liðinu var ekki rétt, við sóttum á of mörgum mönnum og ætluðum að skora of mörg mörk. Það gleymdist kannski að það þarf líka að spila varnarleik.“ Leikmenn og þjálfarar íslenska landsliðsins munu líklega læra af þessum leik og Jóhann Berg var strax kominn með einn lærdóm sem liðið gat dregið af þessum leik. „Við áttum kannski að halda þessu verandi komnir í 2-0. Við hefðum átt að sigla þessu heim en við fórum framúr sjálfum okkur. Við ætluðum svoleiðis að jarða þá. Við lærum af þessu og förum í leikinn gegn Tyrkjum til þess að sigra þá.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Sjá meira