Mitsubishi kynnir nýjan rafmagnsbíl Finnur Thorlacius skrifar 9. október 2015 16:16 Mitsubishi eX Concept. Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað. Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent
Flestir japönsku bílaframleiðendanna munu kynna nýja bíla á komandi bílasýningu í Tokyo. Þar verður Mitshubishi enginn eftirbátur annarra og mun sýna nýjan rafmagnsjeppling, eX Concept, sem komast mun 400 kílómetra á hverri hleðslu. Bíllinn verður fjórhjóladrifinn, mun geta ekið sjálfur, verður afar vel nettengdur og með sjálfvirkum öryggisbúnaði sem stöðvar bílinn við aðsteðjandi hættu. Eins og títt er með tilraunabíla er hann á mjög stórum felgum og hjólum og með einkar litla glugga, en það þýðir alls ekki að endanleg útgáfa bílsins, það er ef hann fer í framleiðslu, verði nákvæmlega svona. Mitsubishi segir að það séu um 5 ár í komu þessa bíls á markað.
Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent