Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 38-23 | Íslandsmeistararnir í miklum ham Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 9. október 2015 15:34 Giedrius Morkunas hefur byrjað tímabilið frábærlega. vísir/vilhelm Haukar unnu ÍR 38-23 í síðasta leik 7. umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar sýndu sparihliðarnar á heimavelli sínum í kvöld. Liðið var mikið sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og þó ÍR hafi verið inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn voru Haukar með öll tök á leiknum. Staðan í hálfleik var 19-15 en hraðaupphlaup og óvenju slök markvarsla í marki Hauka var í raun það sem hélt ÍR inni í leiknum. Haukar löguðu þetta í hálfleik. ÍR fékk nánast engin hraðaupphlaup í seinni hálfleiks. Giedrius Morkunas varði betur fyrir aftan sterka vörn Hauka og Haukar gátu áfram skorað að vild í sókninni. ÍR-ingar réðu ekkert við Tjörva Þorgeirsson og Janus Daða Smárason auk þess sem það virtist ekki skipta máli hver kom inn á hjá Haukum. Allir gátu skorað. Aðall ÍR-inga í vetur hefur verið barátta en í kvöld lenti liðið á vegg. Varnarleikur liðsins var í molum í 60 mínútur og þurfti liðið að hafa mikið fyrir flestum mörkum sínum. Þegar Haukar sigldu fram úr í seinni hálfleik misstu ÍR-ingar svo endanlega sjálfstraustið og fyrir vikið unnu Haukar 15 marka sigur. Haukar lyftu sér á topp deildarinnar með sigrinum en þetta var þriðja tap ÍR í röð sem er nú fjórum stigum frá toppnum. Janus: Verst hvað það er leiðinlegt að spila hægri skyttuJanus Daði Smárason tók að sér að fylla skarð Elíasar Más Halldórssonar í hægri skyttunni hjá Haukum í kvöld og gerði það virkilega vel. „Það er verst hvað það er leiðinlegt en það gleymist í leiknum. Það er ástæða af hverju maður heldur sig frá þessu,“ sagði Janus um að leika hægri skyttu glaðbeittur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta spilaðist skringilega, seinni hálfleikurinn. Eftir að við rifum okkur frá þeim var þetta ekki mesta skemmtunin en það var hægt að hafa gaman að öðrum hlutum á vellinum.“ Haukar voru ekki fullkomlega ánægðir með fyrri hálfleikinn þó liðið hafi verið fjórum mörkum yfir og skorað 19 mörk. „Sóknarleikurinn var góður en við fengum dálítið af hraðaupphlaupum á okkur og svo erum við klaufar. Við stöndum góða vörn en fáum svo frákast í bakið eða við gefum þeim færi. Við hefðum getað haldið þeim í 10 mörkum og verið að vinna með 9 í hálfleik. „Það voru boltar að leka inn í dag sem gerast ekki oft. Þú spilar aldrei fulkominn leik, það er nokkuð ljóst,“ sagði Janus Daði eftir 15 marka sigur á ÍR. Einar: Þeir handrotuðu okkur í kvöldEinar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir slaka frammistöðu gegn Haukum í kvöld og fagnar því að leikið sé hratt þessa dagana. „Sem betur fer er hann strax á mánudaginn. Í kvöld var þetta lélegt frá byrjun. Við vorum alltaf skrefi eða tveimur á eftir,“ sagði Einar en ÍR mætir Fram á mánudaginn. „Þeir setja sex mörk á fyrstu sex mínútunum. Við snertum þá ekki og þar að leiðandi komumst við ekki inn í leikinn með hröðum upphlaupum á móti. „Við skorum eitthvað en sóknin var léleg líka. Morkunas tók ekki sína bolta. Hann missti bolta inn sem hann átti að grípa og það hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik. Það og einstaka hraðaupphlaup sem við týndum upp úr gólfinu,“ sagði Einar. Það munaði aðeins fjórum mörkum í hálfleik en ÍR-ingar náðu ekki að rífa sig upp í seinni hálfleik og gefa Haukum leik. „Það var ótrúlegt að þetta var bara fjögur mörk í hálfleik. Við vorum inni í leiknum en svo byrjum seinni hálfleik með brottvísun og eftir það sáum við aldrei til sólar. Við áttum ekki möguleika. „Þetta var vel spilað hjá Haukum. Þeir eru með gott lið, Íslandsmeistarar en það er sárt að koma hingað og steinliggja. „Við erum ekki fimmtán mörkum lélegri en þeir en þegar við mætum ekki klárir til leiks þá eigum við ekki möguleika í þessi lið. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik. Það gekk allt upp hjá þeim en við skutum í stangirnar. Við misstum þrjú fráköst í fæturna á okkur o.s.frv.,“ sagði Einar sem segist ekki ætla að missa svefn yfir þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við mætum klárir á mánudaginn í Austurbergið gegn Fram. Þeir handrotuðu okkur í kvöld en nú þýðir ekkert annað en að standa upp og taka næstu lotu.“ Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Haukar unnu ÍR 38-23 í síðasta leik 7. umferðar Olís deildar karla í handbolta í kvöld í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. Haukar sýndu sparihliðarnar á heimavelli sínum í kvöld. Liðið var mikið sterkari aðilinn frá fyrstu mínútu og þó ÍR hafi verið inni í leiknum allan fyrri hálfleikinn voru Haukar með öll tök á leiknum. Staðan í hálfleik var 19-15 en hraðaupphlaup og óvenju slök markvarsla í marki Hauka var í raun það sem hélt ÍR inni í leiknum. Haukar löguðu þetta í hálfleik. ÍR fékk nánast engin hraðaupphlaup í seinni hálfleiks. Giedrius Morkunas varði betur fyrir aftan sterka vörn Hauka og Haukar gátu áfram skorað að vild í sókninni. ÍR-ingar réðu ekkert við Tjörva Þorgeirsson og Janus Daða Smárason auk þess sem það virtist ekki skipta máli hver kom inn á hjá Haukum. Allir gátu skorað. Aðall ÍR-inga í vetur hefur verið barátta en í kvöld lenti liðið á vegg. Varnarleikur liðsins var í molum í 60 mínútur og þurfti liðið að hafa mikið fyrir flestum mörkum sínum. Þegar Haukar sigldu fram úr í seinni hálfleik misstu ÍR-ingar svo endanlega sjálfstraustið og fyrir vikið unnu Haukar 15 marka sigur. Haukar lyftu sér á topp deildarinnar með sigrinum en þetta var þriðja tap ÍR í röð sem er nú fjórum stigum frá toppnum. Janus: Verst hvað það er leiðinlegt að spila hægri skyttuJanus Daði Smárason tók að sér að fylla skarð Elíasar Más Halldórssonar í hægri skyttunni hjá Haukum í kvöld og gerði það virkilega vel. „Það er verst hvað það er leiðinlegt en það gleymist í leiknum. Það er ástæða af hverju maður heldur sig frá þessu,“ sagði Janus um að leika hægri skyttu glaðbeittur eftir sigurinn í kvöld. „Þetta spilaðist skringilega, seinni hálfleikurinn. Eftir að við rifum okkur frá þeim var þetta ekki mesta skemmtunin en það var hægt að hafa gaman að öðrum hlutum á vellinum.“ Haukar voru ekki fullkomlega ánægðir með fyrri hálfleikinn þó liðið hafi verið fjórum mörkum yfir og skorað 19 mörk. „Sóknarleikurinn var góður en við fengum dálítið af hraðaupphlaupum á okkur og svo erum við klaufar. Við stöndum góða vörn en fáum svo frákast í bakið eða við gefum þeim færi. Við hefðum getað haldið þeim í 10 mörkum og verið að vinna með 9 í hálfleik. „Það voru boltar að leka inn í dag sem gerast ekki oft. Þú spilar aldrei fulkominn leik, það er nokkuð ljóst,“ sagði Janus Daði eftir 15 marka sigur á ÍR. Einar: Þeir handrotuðu okkur í kvöldEinar Hólmgeirsson annar þjálfari ÍR fór ekki leynt með vonbrigði sín eftir slaka frammistöðu gegn Haukum í kvöld og fagnar því að leikið sé hratt þessa dagana. „Sem betur fer er hann strax á mánudaginn. Í kvöld var þetta lélegt frá byrjun. Við vorum alltaf skrefi eða tveimur á eftir,“ sagði Einar en ÍR mætir Fram á mánudaginn. „Þeir setja sex mörk á fyrstu sex mínútunum. Við snertum þá ekki og þar að leiðandi komumst við ekki inn í leikinn með hröðum upphlaupum á móti. „Við skorum eitthvað en sóknin var léleg líka. Morkunas tók ekki sína bolta. Hann missti bolta inn sem hann átti að grípa og það hélt okkur inni í leiknum í fyrri hálfleik. Það og einstaka hraðaupphlaup sem við týndum upp úr gólfinu,“ sagði Einar. Það munaði aðeins fjórum mörkum í hálfleik en ÍR-ingar náðu ekki að rífa sig upp í seinni hálfleik og gefa Haukum leik. „Það var ótrúlegt að þetta var bara fjögur mörk í hálfleik. Við vorum inni í leiknum en svo byrjum seinni hálfleik með brottvísun og eftir það sáum við aldrei til sólar. Við áttum ekki möguleika. „Þetta var vel spilað hjá Haukum. Þeir eru með gott lið, Íslandsmeistarar en það er sárt að koma hingað og steinliggja. „Við erum ekki fimmtán mörkum lélegri en þeir en þegar við mætum ekki klárir til leiks þá eigum við ekki möguleika í þessi lið. „Þetta var mjög erfitt í seinni hálfleik. Það gekk allt upp hjá þeim en við skutum í stangirnar. Við misstum þrjú fráköst í fæturna á okkur o.s.frv.,“ sagði Einar sem segist ekki ætla að missa svefn yfir þessari frammistöðu í kvöld. „Ég hef engar áhyggjur af þessu. Við mætum klárir á mánudaginn í Austurbergið gegn Fram. Þeir handrotuðu okkur í kvöld en nú þýðir ekkert annað en að standa upp og taka næstu lotu.“
Olís-deild karla Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira