Þegar Jürgen Klopp kom til Íslands og vann sögulegan sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2015 12:30 Jürgen Klopp fagnar hér sigri á Laugardalsvelli með leikmönnum sínum. Vísir/EPA Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Jürgen Klopp tók í dag við knattspyrnustjórastöðu Liverpool en hann tók eitt af mörgum stórum skrefum á flottum þjálfaraferli sínum á Íslandi. Jürgen Klopp vann nefnilega sögulegan sigur á Laugardalsvellinum haustið 2005 þegar Keflavík tók á móti þýska liðinu 1. FSV Mainz 05 í 2. umferð forkeppni UEFA-bikarsins.Sjá einnig:„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp Mainz vann leikinn 2-0 og fylgdi þar með eftir 2-0 sigri á heimavelli sínum tveimur vikum fyrr. Þetta var bæði fyrsti útisigur Klopp í Evrópukeppni sem og fyrsti útisigur Mainz í Evrópukeppni. Mainz hafði slegið út armenska félagið Mika Ashtarak í fyrstu umferð forkeppninnar en þá gerði liðið markalaust jafntefli í Armeníu. Jürgen Klopp var þarna á sínu fimmta tímabili með Mainz-liðið en hann hafði áður spilað með félaginu í tólf ár. Undir stjórn Klopp komst Mainz í fyrsta sinn upp í Bundesliguna og í fyrsta sinn í Evrópukeppni. Mainz datt út fyrir spænska liðinu Sevilla í næstu umferð eftir að liðið sló út Keflvíkinga en Sevilla-menn fóru síðan alla leið í úrslit keppninnar. Michael Thurk kom Mainz í 1-0 á 26. mínútu í leiknum á Laugardalsvellinum og varamaðurinn Tom Geissler innsiglaði síðan sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.Sjá einnig:Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband „Það var leiðinlegt að tapa svona. Það er ekki hægt að sætta sig við það að ná ekki skoti á markið allan leikinn. Mainz er sterkt lið en mér fannst mörkin sem liðið skoraði ódýr,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur eftir leikinn í samtali við Magnús Halldórsson, blaðamann Fréttablaðsins. Guðmundur Steinarsson var fyrirliði Keflavíkurliðsins í leiknum og með liðinu spiluðu leikmenn eins og Baldur Sigurðsson, Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Viðar Mete. Bæði Mainz og Keflavík máttu ekki spila á sínum heimavöllum. Keflavík spilaði eins og áður sagði á Laugardalsvellinum og Mainz spilaði á Waldstadion í Frankfurt. Jürgen Klopp stýrði Mainz til ársins 2008 þegar hann tók við liði Borussia Dortmund. Hann hætti síðan með Dortmund síðasta vor og skrifaði í gær undir þriggja ára samning um að þjálfa Liverpool. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá því þegar Jürgen Klopp stýrði Mainz til sigurs í leikjum við Keflavík.Vísir/EPAKlopp fagnaði sigri með leikmönnum sínum eftir fyrri leikinn.Vísir/GettyBaldur Sigurðsson í leiknum úti.Vísir/GettyChristof Babatz skorar fyrir Mainz úr víti framhjá Ómari Jóhannssyni.Vísir/GettyKlopp eftir sigurinn í fyrri leiknum.Vísir/GettyÚr fyrri leiknum.Vísir/GettyBenjamin Auer kemur Mainz í 1-0 í fyrri leiknum.Vísir/Getty
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15 „Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45 Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42 Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30 Mest lesið „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Körfubolti „Við ætlum auðvitað að vinna þetta allt“ Sport Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Körfubolti Donni öflugur í sigri á Spáni Handbolti Fleiri fréttir Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Sjá meira
Þetta er ástríðan sem stuðningsmenn Liverpool eiga von á frá Klopp | Myndband Fáir þjálfarar í heiminum eru jafn litríkir á hliðarlínunni og sýna jafn mikla ástríðu og Jürgen Klopp. 9. október 2015 10:15
„Við með boga og örvar en Bayern með sprengjuvörpu“ | Tólf bestu ummæli Klopp „Sá venjulegi“ hefur áður heillað á blaðamannafundum og í viðtölum með frábærum setningum. 9. október 2015 10:45
Klopp sló í gegn á blaðamannafundi | Ég er sá venjulegi Eins og búast mátti við var fyrsti blaðamannafundur Jürgen Klopp hjá Liverpool líflegur og skemmtilegur. 9. október 2015 09:42
Dortmund bætti sig fyrstu fjögur tímabilin undir stjórn Klopp Jürgen Klopp er nýr knattspyrnustjóri Liverpool en þessi fyrrum þjálfari Borussia Dortmund er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið. 9. október 2015 14:30