Rúrik um Nürnberg: Eins og að vera kominn aftur í grunnskóla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2015 11:30 Kominn í skólann. Rúrik Gíslason í búningi Nürnberg. Vísir/Getty Rúrik Gíslason er vitanlega ekki sáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá þýska B-deildarliðinu Nürnberg síðustu vikurnar. Hann kom til félagsins í sumar og var í stóru hlutverki framan af tímabili en það breyttist allt eftir síðasta landsliðsverkefni. Rúrik segir að það hafi gengið upp og ofan hjá sér, bæði innan vallar sem utan. Sé líði vel í Þýskalandi en hann hafi rekið sig á ýmislegt - til að mynda hversu miklu máli það skiptir að fara eftir reglum sem hann hefur hingað til ekki átt að venjast. Líkt og að sitja ekki með krosslagða fætur á fundum. Þá hafi komið honum á óvart hversu mikill barningur er í þýsku B-deildinni og þeim mun minni áhersla sé lögð á að spila fótbolta. „Lífið í Þýskalandi er að venjast,“ sagði Rúrik við Vísi í gær og bætir því við að það hafi vissulega verið mikil breyting að flytja frá Danmörku eftir átta ára dvöl þar.Valdi Þýskaland fram yfir önnur lönd Rúrik lék með unglingaliðum Anderlecht og Charlton en spilaði sína fyrstu aðalliðsleiki með Viborg eftir að hann fór þangað árið 2007. Frá Viborg fór hann til OB árið 2009 og svo þremur árum síðan til stórlið FC Kaupmannahafnar. Hann var því reiðubúinn að kynnast nýrri deild, þó svo að honum hafi liðið afar vel í dönsku höfuðborginni.Rúrik fagnar með stuðningsmönnum FCK.Vísir/AFP„Ég gæti vel hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir að ferlinum lýkur,“ segir Rúrik. „Kannski voru átta ár of langur tími en mér leið bara virkileg vel í Danmörku. Mér bauðst að fara til framandi deilda en fótboltinn í Þýskalandi er risastór og ég held að ég gæti bætt mig helling þar.“ Honum gengur ágætlega að aðlagast nýju félagi, þjálfara og liðsfélögum þó svo að það hafi ekki alltaf verið vandræðalaust.Sjá einnig: Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila „Það eru alls konar nýjar reglur sem maður þarf að læra. Kannski hluti sem okkur Íslendingum finnst ekkert sérstakt tiltölumál, líkt og að það megi ekki sitja með krosslagða fæti á fundi og fleira í þeim dúr.“ „Þetta er svolítið eins og að vera kominn til baka í grunnskóla. Stundum finnst mér að það sé litið of mikið til þess hverjir fara mest eftir reglunum. Ég hef ekkert á móti því að fara eftir reglunum, ég þarf bara að læra þær fyrst.“Í æfingaleiknum gegn Belgíu í nóvember í fyrra.Vísir/AFPMeiri barningur en fótbolti Nürnberg leikur í þýsku B-deildinni og er sem stendur í tíunda sæti með fjórtán stig. Liðið byrjaði hægt en komst þó á þokkalegt skrið í september og fékk þá sjö stig af tólf mögulegum. Nürnberg vann einnig sigur á Düsseldorf, 1-0, í lok ágústmánaðar og spilaði Rúrik allan leikinn. En eftir að hann sneri til baka eftir landsliðsverkefnið í byrjun september datt hann úr liðinu og hefur síðan aðeins komið við sögu í alls 26 mínútur í tveimur leikjum.Sjá einnig: Rúrik fékk sínar fyrstu mínútur frá því í ágúst „Þetta er vissulega öðruvísi en ég reiknaði með. Hjá FCK var auðvitað lagt upp með að spila fótbolta en það kemur á óvart hversu lítill fótbolti það er í þessari deild og þeim mun meiri barningur.“ „Sú gagnrýni sem ég hef fengið frá þjálfaranum og ástæður þess að ég er ekki að spila er einfaldlega sú að ég vilji spila of mikinn fótbolta. Ég reyni auðvitað að fara eftir óskum þjálfarans en að sama skapi þá breyti ég mér ekki svo glatt sem knattspyrnumanni - ég reyni að gera þá hluti sem mér finnst ég vera bestur í að gera.“ „Ég hef ekkert á móti því að tækla en mér finnst líka fínt að spila fótbolta.“Á landsliðsæfingu í vikunni.Vísir/VilhelmVerð að vera þolinmóður Það er þó enginn uppgjafartónn í Rúrik og hann segist ekki farinn að hugsa um að koma sér í annað félag. „Ég kom auðvitað til þessa félags til að spila og hef í raun fengið litlar skýringar á því af hverju ég er ekki að spila. Ég spilaði mikið fyrir síðasta landsleikjahlé en svo breyttist allt þegar ég kom aftur út.“ „Það er eins og þetta sé ekki í mínum höndum og það er erfitt að breyta aðstæðum sem maður hefur enga stjórn á. Ég verð bara að vera þolinmóður og halda áfram að berjast í þessu.“ „Það væri ansi léleg saga fyrir börnin manns síðar ef maður færi að gefast upp eftir þrjá mánuði.“ EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Rúrik Gíslason er vitanlega ekki sáttur við hversu fá tækifæri hann hefur fengið hjá þýska B-deildarliðinu Nürnberg síðustu vikurnar. Hann kom til félagsins í sumar og var í stóru hlutverki framan af tímabili en það breyttist allt eftir síðasta landsliðsverkefni. Rúrik segir að það hafi gengið upp og ofan hjá sér, bæði innan vallar sem utan. Sé líði vel í Þýskalandi en hann hafi rekið sig á ýmislegt - til að mynda hversu miklu máli það skiptir að fara eftir reglum sem hann hefur hingað til ekki átt að venjast. Líkt og að sitja ekki með krosslagða fætur á fundum. Þá hafi komið honum á óvart hversu mikill barningur er í þýsku B-deildinni og þeim mun minni áhersla sé lögð á að spila fótbolta. „Lífið í Þýskalandi er að venjast,“ sagði Rúrik við Vísi í gær og bætir því við að það hafi vissulega verið mikil breyting að flytja frá Danmörku eftir átta ára dvöl þar.Valdi Þýskaland fram yfir önnur lönd Rúrik lék með unglingaliðum Anderlecht og Charlton en spilaði sína fyrstu aðalliðsleiki með Viborg eftir að hann fór þangað árið 2007. Frá Viborg fór hann til OB árið 2009 og svo þremur árum síðan til stórlið FC Kaupmannahafnar. Hann var því reiðubúinn að kynnast nýrri deild, þó svo að honum hafi liðið afar vel í dönsku höfuðborginni.Rúrik fagnar með stuðningsmönnum FCK.Vísir/AFP„Ég gæti vel hugsað mér að búa í Kaupmannahöfn eftir að ferlinum lýkur,“ segir Rúrik. „Kannski voru átta ár of langur tími en mér leið bara virkileg vel í Danmörku. Mér bauðst að fara til framandi deilda en fótboltinn í Þýskalandi er risastór og ég held að ég gæti bætt mig helling þar.“ Honum gengur ágætlega að aðlagast nýju félagi, þjálfara og liðsfélögum þó svo að það hafi ekki alltaf verið vandræðalaust.Sjá einnig: Fer ekki í neina fýlu þótt hann fái ekki að spila „Það eru alls konar nýjar reglur sem maður þarf að læra. Kannski hluti sem okkur Íslendingum finnst ekkert sérstakt tiltölumál, líkt og að það megi ekki sitja með krosslagða fæti á fundi og fleira í þeim dúr.“ „Þetta er svolítið eins og að vera kominn til baka í grunnskóla. Stundum finnst mér að það sé litið of mikið til þess hverjir fara mest eftir reglunum. Ég hef ekkert á móti því að fara eftir reglunum, ég þarf bara að læra þær fyrst.“Í æfingaleiknum gegn Belgíu í nóvember í fyrra.Vísir/AFPMeiri barningur en fótbolti Nürnberg leikur í þýsku B-deildinni og er sem stendur í tíunda sæti með fjórtán stig. Liðið byrjaði hægt en komst þó á þokkalegt skrið í september og fékk þá sjö stig af tólf mögulegum. Nürnberg vann einnig sigur á Düsseldorf, 1-0, í lok ágústmánaðar og spilaði Rúrik allan leikinn. En eftir að hann sneri til baka eftir landsliðsverkefnið í byrjun september datt hann úr liðinu og hefur síðan aðeins komið við sögu í alls 26 mínútur í tveimur leikjum.Sjá einnig: Rúrik fékk sínar fyrstu mínútur frá því í ágúst „Þetta er vissulega öðruvísi en ég reiknaði með. Hjá FCK var auðvitað lagt upp með að spila fótbolta en það kemur á óvart hversu lítill fótbolti það er í þessari deild og þeim mun meiri barningur.“ „Sú gagnrýni sem ég hef fengið frá þjálfaranum og ástæður þess að ég er ekki að spila er einfaldlega sú að ég vilji spila of mikinn fótbolta. Ég reyni auðvitað að fara eftir óskum þjálfarans en að sama skapi þá breyti ég mér ekki svo glatt sem knattspyrnumanni - ég reyni að gera þá hluti sem mér finnst ég vera bestur í að gera.“ „Ég hef ekkert á móti því að tækla en mér finnst líka fínt að spila fótbolta.“Á landsliðsæfingu í vikunni.Vísir/VilhelmVerð að vera þolinmóður Það er þó enginn uppgjafartónn í Rúrik og hann segist ekki farinn að hugsa um að koma sér í annað félag. „Ég kom auðvitað til þessa félags til að spila og hef í raun fengið litlar skýringar á því af hverju ég er ekki að spila. Ég spilaði mikið fyrir síðasta landsleikjahlé en svo breyttist allt þegar ég kom aftur út.“ „Það er eins og þetta sé ekki í mínum höndum og það er erfitt að breyta aðstæðum sem maður hefur enga stjórn á. Ég verð bara að vera þolinmóður og halda áfram að berjast í þessu.“ „Það væri ansi léleg saga fyrir börnin manns síðar ef maður færi að gefast upp eftir þrjá mánuði.“
EM 2016 í Frakklandi Þýski boltinn Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira