Átti aðeins einn „slakan“ leik í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2015 06:45 Kristinn fékk þrívegis níu í einkunn frá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. vísir/valli Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira
Blikinn Kristinn Jónsson er leikmaður ársins í Pepsi-deildinni að mati blaðamanna Fréttablaðsins en hann varð efstur í einkunnagjöf Fréttablaðsins og Vísis í sumar. Kristinn spilaði alla leikina í besta varnarliði deildarinnar og var jafnframt einn af mest ógnandi leikmönnum deildarinnar enda duglegur að gefa stoðsendingar og skapa færi fyrir félaga sína. Frammistaða hans fór ekki framhjá blaðamönnum Fréttablaðsins og Vísis. Kristinn fékk 6,82 í meðaleinkunn í 22 leikjum Breiðabliks en hann var með sjö eða hærra í helmingi leikja sinna, þar af fékk hann níu í þrígang. Lægsta einkunn hans, eina fimman, kom í markalausu jafntefli á móti Leikni í seinni umferðinni. Hann spilaði því bara einn „slakan“ leik í allt sumar að mati blaðamanna Fréttablaðsins og Vísis. Fyrri umferðin (7,00 í meðaleinkunn) var betri en sú síðari (6,3 í meðaleinkunn) en Kristinn sýndi samt mjög stöðugan leik í allt sumar. Blikar setja annars mikinn svip á lista efstu manna og í fyrsta sinn í sögu einkunnagjafar blaðsins eru þrír efstu mennirnir úr sama liðinu. Auk Kristins, sem skipar efsta sætið, þá eru markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson og varnartengiliðurinn Oliver Sigurjónsson einnig meðal þriggja efstu í lokauppgjöri einkunnagjafarinnar. Allir þrír voru að spila sitt besta tímabil á ferlinum og koma þjálfarans Arnars Grétarssonar í Smárann gerði þeim gott. Kristinn komst aftur á skrið eftir fallbaráttutímabil í Svíþjóð, Gunnleifur sýndi að allt er fertugum fært og Oliver sannaði að það er engin tilviljun að strákurinn fór snemma út og er búinn að leika 46 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Gunnleifur og Oliver fá líka tvær aukaviðurkenningar því Gunnleifur er besti „gamli“ leikmaður deildarinnar (34 ára og eldri) og Oliver er besti ungi leikmaðurinn (21 árs og yngri). Daninn Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, var síðan besti erlendi leikmaðurinn Breiðablik fékk á sig langfæst mörk í Pepsi-deildinni í sumar og setti met í tólf liða deild með því að fá aðeins á sig 13 mörk í 22 leikjum. Allir þrír skila stóru varnarhlutverki hjá Breiðabliksliðinu og aðrir leikmenn í vörn Blikanna eru líka meðal efstu manna. Miðvörðurinn Damir Muminovic endaði í sjöunda sæti, hinn miðvörðurinn, Elfar Freyr Helgason, varð í 19. sæti og fyrirliðinn og hægri bakvörðurinn, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, var með 28. bestu meðaleinkunnina í Pepsi-deildinni.Blikar góðir á móti þeim bestu Blikar koma afar vel út úr einkunnagjöf Fréttablaðsins í sumar og ein af ástæðunum liggur í frammistöðu liðsins í leikjunum við FH, KR, Stjörnuna, Val og Fjölni sem eru allt lið sem voru með þeim í efri hluta Pepsi-deildarinnar. Blikarnir voru eina liðið í Pepsi-deildinni í sumar sem tapaði ekki leik í innbyrðisviðureignum sínum á móti hinum liðunum fimm í efri hlutanum. Breiðablik fékk þannig sjö fleiri stig en Íslandsmeistarar FH á móti sex efstu liðunum og markatala Blika í tíu leikjum á móti topp sex var 15-4. Liðið hélt sjö sinnum hreinu í þessum leikjum gegn bestu liðum deildarinnar og það er þessi frammistaða í „stærri“ leikjum sumarsins sem vegur örugglega mjög þungt í einkunnagjöf Fréttablaðsins. Kristinn er aðeins 25 ára gamall og hefur sett stefnuna á það að komast aftur út og frammistaða hans í sumar ætti heldur betur að hjálpa honum þar. Hann þarf að velja vel og komast í lið þar sem hann fær að spila ætli hann sér að halda sæti sínu í íslenska landsliðshópnum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Íslenski boltinn Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Enski boltinn Fullorðnir menn grétu á Ölveri Enski boltinn Mínútu þögn fyrir mann sem reyndist vera á lífi Fótbolti Arnar stýrði sinni fyrstu landsliðsæfingu Fótbolti Hvorki sjálfbært né íslenskum körfubolta til bóta Körfubolti Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Handbolti Aron tekur við landsliði Kúveits Handbolti Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Íslenski boltinn Fær enn morðhótanir daglega Fótbolti Fleiri fréttir Varnargarðahópurinn stendur vörð um fótboltann í Grindavík Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“ Leifur Andri leggur skóna á hilluna Frá Króknum á Hlíðarenda Reynslumikill Svíi á að styrkja miðsvæði Fram Víkingur missir undanúrslitasætið Þriðja þáttaröðin af LUÍH hefst í kvöld: „Mögulega besta móment lífs míns“ Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Sjá meira