Skellt í lás í Háskóla Íslands Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. október 2015 14:56 Ekki verður hægt að komast inn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands komi til verkfalls SFR í næstu viku. vísir/ernir Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands eru félagsmenn í SFR og fara að óbreyttu í skyndiverkfall þann 15. október næstkomandi og ótímabundið verkfall 16. nóvember ef ekki semst áður. Viðræður SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Íslands við samninganefnd ríkisins sigldu í strand í gær og ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Laufey Sigurðardóttir, sem stýrir daglegum rekstri bygginga HÍ, segir að þær byggingar sem ekki opna rafrænt verði lokaðar komi til verkfalls. Þar á meðal eru Aðalbygging, Læknagarður, Eirberg, Skipholt 37, Bolholt 6-8, Nýi Garður og kennsluhús á Laugarvatni. „Kennslustofur verða ekki opnaðar og þar með mun hefðbundin kennsla í raun lamast. Kennarar geta þó kennt annars staðar hafi þeir tök á eða nýtt internetið í kennslu “ segir Laufey í samtali við Vísi.Háskólabíó opið en íþróttahúsið lokað Verkfallið mun þó ekki hafa áhrif á kennslu í Háskólabíói þar sem það er sjálfstæð rekstarareining og umsjónarmaður hússins er ekki félagsmaður í SFR. Kennsla mun því fara fram þar. Þá verða einhverjar rannsóknarstofur mögulega opnar. Það er verkfallsbrot að ganga í störf þeirra sem eru í verkfalli og því verður Aðalbygging háskólans til að mynda læst þar sem umsjónarmaður byggingarinnar sér um að opna hana. Starfsmenn skólans sem eru með aðgangskort eða lykla munu þó komast inn í byggingar en mega ekki opna þær og hleypa öðrum inn. Þá verður íþróttahús HÍ jafnframt lokað. „Við erum að vinna í því að undirbúa okkur undir þetta, ekki síst út frá öryggissjónarmiðum. Umsjónarmenn fasteigna skólans eru gríðarlega mikilvægir öryggisaðilar hér því þeir sjá ekki aðeins um að húsum og kennslustofum sé læst og þær opnaðar á tilskyldum tíma heldur sjá þeir til dæmis um öryggisgæslu í byggingunum.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00 Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00 SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00 Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11 SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október. 7. október 2015 07:00
Aðgerðirnar snúa mest að fjórum stofnunum Verkfallsaðgerðir SRF og SLFÍ hefjast að óbreyttu 15. næsta mánaðar. Hafa mikil áhrif á starfsemi Landspítala, sýslumannsembætta, ríkisskattstjóra og tollsins. Blanda af skærum og allsherjarverkfalli. Kjöri um verkfall lýkur á þriðjudag. 26. september 2015 07:00
SLFÍ og SFR samþykkja verkföll „Fram undan eru verkföll,“ segir í frétt á vef SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, um niðurstöður atkvæðagreiðslu félagsins og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) um verkfallsaðgerðir. 30. september 2015 06:00
Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir langt kominn Undirbúningur fyrir verkfallsaðgerðir á fimmta þúsund ríkisstarfsmanna hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands er langt kominn. Verkfall þeirra hefst eftir rúma viku ef kjarasamningar nást ekki fyrir þann tíma. Samninganefndir félaganna og ríkisins hittast á fundi á morgun eftir vikuhlé. 5. október 2015 13:11
SFR segir stöðu samninga undir frostmarki Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar. 6. október 2015 17:16