Ísland í dag: Opið hjónaband - Hún á betri séns en hann Margrét Erla Maack skrifar 6. október 2015 19:45 Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland í dag Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Þau Erla Margrét Gunnarsdóttir, skipulagsfræðingur, og Logi Bjarnason, listamaður, eru búin að vera saman í ellefu ár. Þau ákváðu í vor að opna sambandið. Þau segja að opin sambönd séu mikið feimnismál og að umræðan sé stundum á þá leið að fólk sé að lengja sambandsslit með þessu móti. Loga og Erlu Margréti fannst mikilvægt að koma fram undir nafni, og ekki sem skuggamyndir til þess að minnka tabúið sem opið samband virðist vera. Erla segir að þetta geri sambandinu gott og að hún sé mun sjálfsöruggari eftir að þetta samkomulag komst á. Þau ákváðu ekki að opna sambandið til að bjarga því, heldur til að gera gott samband betra. „Við vorum orðnir meiri vinir en elskhugar," segir Erla Margrét og segir að henni finnist hún betri vinkona, eiginkona og manneskja eftir að þau opnuðu hjónabandið. Logi segir að hugmyndin sé upphaflega sín, og hafi komið í framhaldi af umræðu um að fara út úr kassanum. Hann segir einnig að karlar séu forvitnir um fyrirkomulagið, en að konur séu minna til í að stofna til sambands við mann sem er í opnu hjónabandi. „ Þetta er lélegasti díll sem ég hef gert á ævi minni,“ segir Logi og vísar til þess að Erla á mun auðveldara með að komast á séns en hann.Samkomulagið sem þau fara eftir er að annar aðilinn getur sagt að nú sé kominn tími til að loka sambandinu aftur. Þau segja að þetta hafi orðið til þess að öll samskipti hafi batnað. Oft er mælt með því að í opnu sambandi sé ekki stofnað til tilfinningasambanda utan hjónabandsins, en Erla segir að kynlíf án tilfinninga virki einfaldlega ekki fyrir hana. Margrét Erla Maack tók viðtalið við Erlu Margréti og Loga fyrir Ísland í dag þar sem þau töluðu af einlægni og hispursleysi um samband sitt. Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Ísland í dag Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira