Hlutfall sárafátækra í fyrsta sinn innan við tíu prósent Bjarki Ármannsson skrifar 5. október 2015 23:30 Fátæk börn á götum Manila, höfuðborgar Filippseyja. Vísir/AFP Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030. Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hlutfall heimsbyggðarinnar sem býr við sárafátækt mun á árinu fara niður fyrir tíu prósent í fyrsta sinn í sögunni. Þetta segir Alþjóðabankinn, stofnun sem stuðlar að efnahagslegri og félagslegri uppbyggingu þróunarlanda. „Þetta er besta fréttin í heiminum akkúrat núna,“ hefur fréttastofa CNN eftir Jim Yong Kim, forseta Alþjóðabankans. „Spár okkar sýna að við erum fyrsta kynslóðin frá upphafi sem getur bundið enda á sárafátækt í heiminum.“ Samkvæmt skilgreiningu Alþjóðabankans búa þeir við sárafátækt sem lifa á innan við 240 íslenskum krónum á dag. Bankinn spáir því að árið 2015 muni hlutfall þeirra sem búa við sárafátækt hafa fallið niður í um 9,6 prósent heimsbyggðarinnar, sem gerir um 702 milljónir manna. Til samanburðar má nefna að árið 2012 bjuggu 902 milljónir manna við sárafátækt, um 12,8 prósent heimsbyggðarinnar á þeim tíma. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar segir að fjárfesting í menntakerfi, heilbrigðiskerfi og velferðarþjónustu þróunarlanda sé að skila sér í lægra hlutfalli fátækra. Þó mikið verk sé enn óunnið, þá sérstaklega í suðurhluta Afríku þar sem um helmingur fátækra býr, sé heimurinn að færast nær því háleita markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrýma sárafátækt fyrir árið 2030.
Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira