Kærleikssprúttsala ríkisins Jón Gnarr skrifar 3. október 2015 07:00 Hið svokallaða áfengisfrumvarp er nú enn og aftur til umræðu en það gengur útá frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak á Íslandi. Ef ég skil frumvarpið rétt þá mun það hafa í för með sér, ef það verður að lögum, að ÁTVR, sem hingað til hefur haft einkarétt á að selja áfengi, missir einkarétt sinn og fólk getur keypt sér vín útí búð. ÁTVR yrði þá gert að hætta að pæla í víni og einbeita sér meira að sígarettum og tóbaki. ÁTVR framleiðir til dæmis hræðilegan hroðbjóð sem er kallaður neftóbak. ÁTVR skaffar landsmönnum um 30 tonn af því á ári. Líklega eru þó fæstir að taka þetta í nefið, einsog í gamla daga, heldur er það siður, eða jafnvel ósiður, ungra manna að vefja því í klósettpappír og stinga undir vörina. Þessi neysla hefur farið hratt vaxandi og eykst nú um 20-30% á ári. Lítið eftirlit er með þessu og rannsóknir á skaðsemi og afleiðingum engar.Blabla bla Þetta er mikið hitamál. Margir óttast þessar breytingar og telja þær mikið óheillaskref, áfengisneysla muni aukast og þarafleiðandi skaðsemin sem henni fylgi. Menn benda gjarnan á kannanir máli sínu til stuðnings. Ég held reyndar að fjöldi ferðamanna á Íslandi sé orðinn það mikill að þessar neyslukannanir séu löngu orðnar ómarktækar. Flestir sem koma hingað eru í fríi og það er alkunn staðreynd að fólk drekkur yfirleitt meira áfengi þegar það er í fríi heldur en þegar það er ekki í fríi. Það er líka mikið talað um ábyrgð. Þá er ÁTVR-söluaðferðin mjög ábyrg en hin ekki, starfsfólki ÁTVR finnst vænt um okkur og vill passa að við förum okkur ekki að voða. ÁTVR gerir auglýsingar sem hvetja til hóflegrar og ábyrgrar áfengisneyslu. Fólk þar á bæ vill alls ekki að við séum eitthvað að hella í okkur. Margir óttast að verslunarfólk hafi ekki þessa hlýju og umhyggju til að bera. Læknar halda því fram að áfengisneysla geti verið sjúkdómur. Alkóhólismi. Hann er mjög merkilegur sjúkdómur. Til dæmis eru engin lyf til við honum. Hluti af hefðbundinni lækningu er því samtalsmeðferð og helst þátttaka í samtökum sem byggja á kristilegum gildum og trú á æðri mátt og gætu talist nokkurskonar sértrúarsöfnuður. Skilin á milli hóflegrar og óhóflegrar neyslu eru líka óskýr. Með ákveðnum rökum mætti halda því fram að allir sem neyta áfengis yfirhöfuð séu alkóhólistar, bara misjafnlega langt leiddir.Vondu kapítalistarnir Mér er sjálfum alveg sama hvort þetta frumvarp verður að lögum. ÁTVR er fyrir löngu hætt að fara í taugarnar á mér. Enda hefur stofnunin lagt af þá anti-þjónustu sem hún stóð fyrir hér áður og býður nú jafnvel uppá kæld vín og vinsamlega þjónustu. Eina sem vantar uppá er að þeir séu með opið á sunnudögum. Það er hallærislegt og byggir á sömu hugmyndafræði og RÚV þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. Ég held líka að köllunum í Melabúðinni eða fólkinu í Bónus sé alveg treystandi til að selja okkur áfengi. Allt tal um „heft aðgengi“ að áfengi og „íhaldssemi“ finnst mér frekar innihaldslaust tal. Aðgengi að áfengi á Íslandi er ekki heft eða takmarkað. Þú getur keypt þér áfengi á sunnudögum þótt Ríkið sé lokað. Það kostar bara meira. Þetta er í raun bara mismunun. Jákvæðar staðhæfingar á plaggötum hafa lítil eða engin áhrif á þróun sjúkdóma. Ef alkóhólismi er í alvörunni sjúkdómur þá hefur það engin áhrif á sjúklinginn hvort bjórinn hans er kaldur eða ekki eða hvort jákvæðum staðhæfingum er haldið að honum. Sá sem á í verulegum vandræðum með drykkju er ekki að fara í bindindi vegna þess að hann fái hvergi kaldan bjór. Plaggat sem segir „Njótum víns í hófi!“ hefur engin áhrif á sjúkan alkóhólista, ekki frekar en „Verum jákvæð!“ hefur áhrif á þann sem þjáist af þunglyndi. Þessi hugmyndafræði er því næstum því í ætt við skottulækningar. Ef við erum að selja áfengi þá erum við bara að því og í raun aukaatriði hvernig við gerum það. Hugmyndin um einokun ÁTVR á afengissölu er því byggð á blekkingu og gefur falskt öryggi. Sjúkleikinn er áfengið en ekki neysluformið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gnarr Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Hið svokallaða áfengisfrumvarp er nú enn og aftur til umræðu en það gengur útá frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak á Íslandi. Ef ég skil frumvarpið rétt þá mun það hafa í för með sér, ef það verður að lögum, að ÁTVR, sem hingað til hefur haft einkarétt á að selja áfengi, missir einkarétt sinn og fólk getur keypt sér vín útí búð. ÁTVR yrði þá gert að hætta að pæla í víni og einbeita sér meira að sígarettum og tóbaki. ÁTVR framleiðir til dæmis hræðilegan hroðbjóð sem er kallaður neftóbak. ÁTVR skaffar landsmönnum um 30 tonn af því á ári. Líklega eru þó fæstir að taka þetta í nefið, einsog í gamla daga, heldur er það siður, eða jafnvel ósiður, ungra manna að vefja því í klósettpappír og stinga undir vörina. Þessi neysla hefur farið hratt vaxandi og eykst nú um 20-30% á ári. Lítið eftirlit er með þessu og rannsóknir á skaðsemi og afleiðingum engar.Blabla bla Þetta er mikið hitamál. Margir óttast þessar breytingar og telja þær mikið óheillaskref, áfengisneysla muni aukast og þarafleiðandi skaðsemin sem henni fylgi. Menn benda gjarnan á kannanir máli sínu til stuðnings. Ég held reyndar að fjöldi ferðamanna á Íslandi sé orðinn það mikill að þessar neyslukannanir séu löngu orðnar ómarktækar. Flestir sem koma hingað eru í fríi og það er alkunn staðreynd að fólk drekkur yfirleitt meira áfengi þegar það er í fríi heldur en þegar það er ekki í fríi. Það er líka mikið talað um ábyrgð. Þá er ÁTVR-söluaðferðin mjög ábyrg en hin ekki, starfsfólki ÁTVR finnst vænt um okkur og vill passa að við förum okkur ekki að voða. ÁTVR gerir auglýsingar sem hvetja til hóflegrar og ábyrgrar áfengisneyslu. Fólk þar á bæ vill alls ekki að við séum eitthvað að hella í okkur. Margir óttast að verslunarfólk hafi ekki þessa hlýju og umhyggju til að bera. Læknar halda því fram að áfengisneysla geti verið sjúkdómur. Alkóhólismi. Hann er mjög merkilegur sjúkdómur. Til dæmis eru engin lyf til við honum. Hluti af hefðbundinni lækningu er því samtalsmeðferð og helst þátttaka í samtökum sem byggja á kristilegum gildum og trú á æðri mátt og gætu talist nokkurskonar sértrúarsöfnuður. Skilin á milli hóflegrar og óhóflegrar neyslu eru líka óskýr. Með ákveðnum rökum mætti halda því fram að allir sem neyta áfengis yfirhöfuð séu alkóhólistar, bara misjafnlega langt leiddir.Vondu kapítalistarnir Mér er sjálfum alveg sama hvort þetta frumvarp verður að lögum. ÁTVR er fyrir löngu hætt að fara í taugarnar á mér. Enda hefur stofnunin lagt af þá anti-þjónustu sem hún stóð fyrir hér áður og býður nú jafnvel uppá kæld vín og vinsamlega þjónustu. Eina sem vantar uppá er að þeir séu með opið á sunnudögum. Það er hallærislegt og byggir á sömu hugmyndafræði og RÚV þegar ekkert sjónvarp var á fimmtudögum. Ég held líka að köllunum í Melabúðinni eða fólkinu í Bónus sé alveg treystandi til að selja okkur áfengi. Allt tal um „heft aðgengi“ að áfengi og „íhaldssemi“ finnst mér frekar innihaldslaust tal. Aðgengi að áfengi á Íslandi er ekki heft eða takmarkað. Þú getur keypt þér áfengi á sunnudögum þótt Ríkið sé lokað. Það kostar bara meira. Þetta er í raun bara mismunun. Jákvæðar staðhæfingar á plaggötum hafa lítil eða engin áhrif á þróun sjúkdóma. Ef alkóhólismi er í alvörunni sjúkdómur þá hefur það engin áhrif á sjúklinginn hvort bjórinn hans er kaldur eða ekki eða hvort jákvæðum staðhæfingum er haldið að honum. Sá sem á í verulegum vandræðum með drykkju er ekki að fara í bindindi vegna þess að hann fái hvergi kaldan bjór. Plaggat sem segir „Njótum víns í hófi!“ hefur engin áhrif á sjúkan alkóhólista, ekki frekar en „Verum jákvæð!“ hefur áhrif á þann sem þjáist af þunglyndi. Þessi hugmyndafræði er því næstum því í ætt við skottulækningar. Ef við erum að selja áfengi þá erum við bara að því og í raun aukaatriði hvernig við gerum það. Hugmyndin um einokun ÁTVR á afengissölu er því byggð á blekkingu og gefur falskt öryggi. Sjúkleikinn er áfengið en ekki neysluformið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun