Stefnir í besta bílasöluár frá upphafi í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 2. október 2015 15:05 Sala bíla hefur aldrei gengið eins vel í Bandaríkjunum og í ár. Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu. Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent
Svo vel gekk að selja nýja bíla í Bandaríkjunum í september að nú eru miklar líkur á því að þetta ár muni slá við mesta bílasöluári landsins, síðan árið 2000. Þá seldust 17,395 milljón bílar, en nú gæti salan slegið hátt í 18 milljón bíla. Salan í September jókst frá fyrra ári um 15,8% og verður það að teljast vænn vöxtur því salan í fyrra var einkar góð og endaði í rétt um 17 milljón bílum. Stóru bandarísku framleiðendunum gekk vel í síðasta mánuði og Ford náði 23,4% söluaukningu, Fiat/Chrysler 13,6% aukningu og GM 12,5%. Mestu aukningu allra bílaframleiðenda náði Land Rover með 88,5% meiri sölu, en Mitsubishi náði 36% aukningu og Subaru 28%. Næstum allir bílaframleiðendur náðu reyndar aukningu í sölu og af þýsku framleiðendunum náði Porsche besta árangrinum með 23% aukningu og Audi var með 16% aukningu. Gríðarleg sala er í pallbílum og stórum jeppum frá bandarísku framleiðendunum. Sem dæmi um það seldust í þessum eina septembermánuði 70.000 Ford F-150 pallbílar, en það jafnast á við sexfalda heildarsölu allra bíla á Íslandi allt árið í fyrra. Víst era ð það skaðar ekki söluna í Bandaríkjunum í ár að verð á eldsneyti er afar lágt og hefur l´kkað mikið á árinu. Ennfremur gengur vel í efnahagslífinu.
Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent