Roma hefur gengið frá kaupunum á þremur leikmönnum; Mohamed Salah, Edin Dzeko og Iago Falque.
Allir þessir leikmenn komu til Roma á lánssamningum en félagið hefur nú virkjað kaupákvæði í samningum þeirra.
Salah kemur frá Chelsea en talið er að hann kosti Roma 16 milljónir punda. Dzeko, sem kemur frá Manchester City, kostar ítalska félagið í kringum átta milljónir punda. Falque kemur frá Genoa en hann var áður m.a. á mála hjá Juventus og Tottenham Hotspur.
Salah hefur farið vel af stað með nýja liðinu en hann virðist kunna vel við sig í ítölsku úrvalsdeildinni.
Egyptinn, sem náði ekki að festa sig í sessi hjá Chelsea, var lánaður til Fiorentina seinni hluta síðasta tímabils þar sem hann skoraði sex mörk í 16 deildarleikjum. Salah er þegar kominn með þrjú mörk í sex deildarleikjum fyrir Roma sem er í 6. sæti ítölsku deildarinnar með 11 stig eftir sex umferðir.
Dzeko, sem varð tvívegis enskur meistari með Man City, hefur skorað eitt deildarmark fyrir Roma á tímabilinu sem og Falque.
Roma kaupir þrjá leikmenn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1


Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn


Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti