Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Svavar Hávarðsson skrifar 2. október 2015 09:00 „Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er að verða gríðarlegt vatn,“ segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur á vatnamælingasviði Veðurstofunnar, en rennslisaukningin við Sveinstind í gær, efstu mælastöð Veðurstofunnar í Skaftá, er hin örasta sem mælst hefur síðan henni var komið á fót árið 1971. Margt bendir til að hlaupið verði hið stærsta, sem komið hefur úr Skaftárkötlum. Skaftárhlaupið var strax í gærdag orðið stærra en önnur flóð úr Eystri-Skaftárkatli frá því að sambærilegar mælingar hófust árið 1984, en þá var rennslið þrefalt rennsli Ölfusár og stanslaust bætti í. Þá var flóðavatnið farið að renna fram hjá mælinum, sem þá sýndi 1.300 rúmmetra á sekúndu, en eftir það er áin byrjuð að flæmast úr farvegi sínum út í Skaftáreldahraun og þá er heildarrennslið meira en mælirinn gefur til kynna. Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýsti yfir hættustigi um miðjan dag í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni hefur hlaupið aukist hraðar en sést hefur í fyrri hlaupum. Veðurfar undanfarinna daga með mikilli úrkomu veldur aukinni óvissu um áhrifasvæði flóðsins.Kristján Már Unnarsson ræddi við bændur, vísindamenn og lögreglumenn við Skaftá í gær. Fréttina má sjá hér að neðan. Snorri bendir á að ísinn, sem er 300 metra þykkur yfir katlinum, hafði sigið um 70 metra í gær, en er líklegur til að síga allt að 150 metra áður en yfir lýkur. Seinni part dags hafði heldur dregið úr sighraðanum sem bendir til að hámarksrennsli út úr katlinum hafi þá verið náð. Enn og aftur sannar búnaður sem tengist stóru evrópsku samstarfsverkefni, FutureVolc, ágæti sitt. Mælar sem tengdust verkefninu voru ómetanlegir í gagnaöflun á meðan jarðhræringarnar í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni stóðu yfir í á sjöunda mánuð. Borað hefur verið niður í Eystri-Skaftárketil sem nú tæmir sig hratt. Þá var staðfest að ísinn er 300 metra þykkur ofan á honum, en vatnsdýpið undir á milli 80 og 90 metrar. „Skálin sjálf er um fjórir ferkílómetrar,“ segir Snorri til að gera grein fyrir þeim öflum í náttúrunni sem nú eru að brjótast fram.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29 Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Skaftárhlaup: Streymi úr eystri Skaftárkatli eykst hratt Hlaupvatnið rennur ennþá undir vestanverðum Vatnajökli að öllum líkindum í átt að farvegi Skaftár þar sem búist er við að fyrstu merki um flóð sjáist á fimmtudagsmorgunn. 30. september 2015 15:29
Skaftárhlaupsins enn ekki orðið vart við Sveinstind Jarðvísindamenn flugu yfir svæðið síðdegis í gær og öfluðu gagna. 30. september 2015 07:43