Bílar að andvirði 4,7 milljarða eyðilagðir við gerð Spectre Finnur Thorlacius skrifar 1. október 2015 10:56 Skildi þessi Aston Martin DB10 hafa verið eyðilagður? Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd. Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent
Rétt eins og það er ómögulegt að búa til ommilettu án þess að brjóta nokkur egg er ekki hægt að gera James Bond mynd án þess að eyðileggja nokkra bíla. Það hljóta þó að vera ansi margir bílar sem voru eyðilagðir við upptökur á myndinni því virði þeirra var 37 milljónir dollar, eða ríflega 4,7 milljarðar króna. Þetta er að sjálfsögðu met í eyðileggingu bíla við gerð kvikmyndar. Tökur myndarinnar í Róm tók mestan tollinn en í Vatikaninu var bílum ekið á allt að 180 kílómetra ferð og endaði ferð þeirra flestra illa, en þetta atriði í myndinni tekur aðeins 4 sekúndur. Einir 10 Aston Martin DB10 bílar voru notaðir við gerð myndarinnar og eyðilögðust 7 þeirra. Það mun svo koma í ljós þann 6. nóvember hvort öll þessi eyðilegging hafi verið þess virði, en þá er Spectre, nýjasta James Bond myndin frumsýnd.
Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent