Ekki hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2015 15:42 Bjarni Benediktsson. vísir/pjetur Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum. Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Íslendingar geta ekki tekið út meiri launahækkanir en framleiðniaukning í landinu segir til um. Unnið er að því að koma með lausn á þeim kjaradeilum sem standa yfir á milli ríkisins og SFR í þessum töluðum orðum sem mun vonandi leiða til nýs vinnumarkaðslíkans. Þetta sagði Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag þegar Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, spurði hvernig stæði á því að allar viðræður ríkisins, sem fjármálaráðherra ber ábyrgð á, við aðila á vinnumarkaðnum enda í hnút. Svandís benti á að verkfall félagsmanna SFR, sem nú stendur yfir, sé fjórða verkfallið á einu ári. Félagsmenn SFR hafa verið samningslausir á sjötta mánuð og sagði Svandís að þeir færu fram á sambærilegar kjarabætur og aðrar hærri launaðar stéttir hafa fengið. Spurði Svandís hvort krafa félagsmanna SFR væri ekki sanngjörn, að fara fram á sömu kjarabætur og gerðardómur kvað um í kjaradeilu BHM við ríkið.Svandís Svavarsdóttir, formaður þingflokks VG.Bjarni sagðist vilja meina að Íslendingar hefðu aldrei verið nær því að gera breytingar á vinnumarkaðslíkaninu. Á meðan þessi umræða átti sér stað á Alþingi fór fram samningafundur á milli ríkisins og SFR og sagði Bjarni því samtalið vera lifandi og vonaðist hann til að það bæri ávöxt. Hann sagðist vera orðinn talsvert leiður á því að þessum kjaradeilum væri ávallt stillt upp með jafn einföldum hætti. Hann hafi heyrt sömu rullu í læknaverkfallinu, kennaradeilunni og þegar verkfall hjúkrunarfræðinga stóð yfir. Hann sagði að á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti og að útreikningar sýndu að með þessum hækkunum væru Íslendingar að sigla inn í skeið verðbólgu og hærri vaxta. Hann sagði Íslendinga þurfa að lúta sömu lögmálum og aðrir. Ekki væri hægt að taka út meiri launahækkanir umfram framleiðniaukningu. Hann sagði að unnið væri að lausn í málinu og vonandi myndir nást úr því samtali nýtt vinnumarkaðslíkan. Svandís steig aftur í pontu og spurði ráðherra hvort honum þætti eðlilegt að halda þessum stéttum niðri sem nú eru í kjaraviðræðum. Spurði hún aftur hvort það væri ósanngjarnt að fá jafn miklar hækkanir og í gerðardómi. Bjarni sagði þetta vera sögu deilna á vinnumarkaði, hvers vegna fá ekki allir jafn mikla hækkun og sá sem mest fékk. Þetta sé ástæðan fyrir því að aðilir komi sundraðir að samningaborðinu. „Með því að taka skurðstofur í gíslingu, lama samgöngur til og frá landinu, lama starfsemi mikilvægra stofnanna,“ sagði Bjarni sem sagði ekki þurfa að leita að dæmum í nútímanum því þetta væri saga kjaradeilna undanfarna áratugi á Íslandi. Bjarni sagðist til að mynda hafa verið einn af þeim nemendum Menntaskólans í Reykjavík sem ekki útskrifuðust eftir próf vegna verkfalls og þurfti að gefa kennaraeinkunnir. „Þetta er saga vinnumarkaðarins,“ sagði Bjarni. Hann sagði viðræður í gangi og verið sé að reyna að finna lausn á þessum deilum.
Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira