FH vann sinn fyrsta sigur í Olís-deild kvenna í handbolta þegar liðið sótti HK heim í dag. Lokatölur 18-23, FH í vil.
Með sigrinum fór FH upp fyrir HK og ÍR og kom sér fyrir í 10. sæti deildarinnar.
Ingibjörg Pálmadóttir skoraði níu mörk fyrir FH en hún er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með 30 mörk í sex leikjum.
Þórhildur Braga Þórðardóttir skoraði mest fyrir HK, eða sex mörk.
Mörk HK:
Þórhildur Braga Þórðardóttir 6, Emma Sardarsdóttir 4, Sóley Ívarsdóttir 2, Eva Hrund Harðardóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Arna Þyrí Ólafsdóttir 1, Aníta Björk Bárðardóttir 1.
Mörk FH:
Ingibjörg Pálmadóttir 9, Elín Anna Baldursdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 3, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Birna Íris Helgadóttir 2, Steinunn Snorradóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1.
Fyrsti sigur FH

Tengdar fréttir

Þriðji sigur Hauka í röð | Eyjakonur með fullt hús stiga
Haukar unnu sinn þriðja leik í röð í Olís-deild kvenna í handbolta þegar Stjörnukonur komu í heimsókn í Schenker-höllina í dag.

Ellefu mörk Hrafnhildar Hönnu dugðu ekki til gegn meisturunum
Íslands- og bikarmeistarar Gróttu gerðu góða ferð á Selfoss í dag unnu heimakonur í 6. umferð Olís-deild kvenna.