Þetta er einfaldlega húsið sem allir eru að tala um Magnús Guðmundsson skrifar 17. október 2015 10:00 Jakub Hrusa hljómsveitarstjóri hlakkar til þess að koma í Hörpu með Philharmonia Orchestra á sunnudag. Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti þannig verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Einleikari á tónleikunum í Hörpu verður hinn rússneski píanósnillingur Daniil Trifonov en tékkneski stjórnandinn Jakub Hruša halda um tónsprotann og hann segir það mikið tilhlökkunarefni að koma til Íslands. „Ég satt best að segja get ekki beðið. Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og öllum ber saman um að það sé einstaklega fallegt land svo ég er mjög spenntur. En einu eiginlegu tengslin sem ég hef við Ísland eru í raun í gegnum Vladimir Ashkenazy, ég aðstoðaði hann þegar hann var að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni, og hann sagði mér að hann hefði búið á Íslandi og talaði alltaf mjög vel um bæði land og þjóð.“Heillaður af Daniil Jakub Hruša segir að það sem hafi dregið hann að þessu verkefni sé fyrst og fremst afar frjótt og ánægjulegt samstarf sem hann hafi átt við Philharmonia Orchestra. „Þeir buðu mér að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hikaði ekki eitt andartak. Var strax mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Málið er að bæði fyrsta og síðasta verkið á tónleikunum eru tékknesk verk, minn þjóðararfur, en það eru samt skemmtilega miklar andstæður á milli þessara verka. Fyrst er það forleikurinn að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana sem er fádæma gleðilegt og létt verk en í lokin flytjum við hina mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvoráks sem er óneitanlega dimm og alvarleg. Þannig að við erum þarna með tvær afar ólíkar stefnur í tékkneskri tónlistarhefð frá þessum tíma; bæði létta og leikhúslega tóna undir ítölskum áhrifum og straumþyngri sinfóníska nálgun sem er undir miklum áhrifum frá Beethoven og Brahms. Þessi tónlist er mér í blóð borin, tónlist sem ég tekst oft á við og er mér alltaf til mikillar ánægju. En svo flytjum við líka annan píanókonsert Rachmaninovs, þar er reyndar á ferðinni eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum, en mér er ekki vel við að flytja of oft þessi aðeins of vinsælu verk. Þetta eru verk sem þarf að flytja með alveg sérstökum hætti á afar skapandi en í senn varfærinn máta og það er það sem Daniil og þessi einstaka hljómsveit hafa að bjóða. Það gleður mig alveg óskaplega mikið. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég starfa með Daniil og ég verð að segja að ég er gjörsamlega heillaður af hans flutningi. Áheyrendur í Hörpu hafa mikið að hlakka til og við erum líka spennt fyrir því að koma í húsið sem allir í okkar heimi eru að tala svo vel um svo þetta verður alveg rosalega gaman.“Fjölskyldumaður Jakub Hruša starfar fyrir margar hljómsveitir eins og títt er með fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og honum finnst slík fjölbreytni fela í sér dásamlega áskorun. „Auðvitað eru ákveðnar sveitir mér dýrmætari en aðrar. En það sem er mér dýrmætast við það sem ég geri er að í því felst í senn fjölbreytni og stöðugleiki. Hið fyrrnefnda kemur í veg fyrir að maður staðni og fari jafnvel að leiðast en hið síðara gerir mér kleift að kafa dýpra og skapa eitthvað sem er langtum varanlegra. Það að koma fram sem gestastjórnandi reglulega veitir mér tilfinningu fyrir því sem ég get helst kallað faglega fjölskyldu og það líkar mér óskaplega vel. En ég skal viðurkenna að þetta er ekki alltaf hentugt starf fyrir fjölskyldumann, mann með konu og unga dóttur, en maður reynir að láta þetta ganga upp. Stundum ferðast fjölskyldan með mér eins og núna en stundum felur það í sér of mikið álag fyrir alla. Þetta er spurning um að finna rétta jafnvægið þarna á milli og það hefur gengið ágætlega hingað til.“ Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Í ár eru liðin 30 ár frá því Philharmonia Orchestra, undir stjórn Vladimirs Ashkenazy, hélt tónleika í Royal Festival Hall í London til þess að safna fyrir tónlistarhúsi Íslendinga. Ári fyrr hafði Philharmonia verið fyrsta breska sinfóníuhljómsveitin til að leika hérlendis, á tvennum tónleikum í Laugardalshöll, en eftir ferðina þótti ljóst að þörf væri á góðu tónleikahúsi á Íslandi. Philharmonia Orchestra átti þannig verulegan þátt í því að af byggingu Hörpu varð og því er mikið fagnaðarefni að bjóða hljómsveitinni heim í Eldborgarsal Hörpu, nú á fimmta starfsári hússins. Einleikari á tónleikunum í Hörpu verður hinn rússneski píanósnillingur Daniil Trifonov en tékkneski stjórnandinn Jakub Hruša halda um tónsprotann og hann segir það mikið tilhlökkunarefni að koma til Íslands. „Ég satt best að segja get ekki beðið. Ég þekki marga sem hafa komið til Íslands og öllum ber saman um að það sé einstaklega fallegt land svo ég er mjög spenntur. En einu eiginlegu tengslin sem ég hef við Ísland eru í raun í gegnum Vladimir Ashkenazy, ég aðstoðaði hann þegar hann var að stjórna Tékknesku fílharmóníusveitinni, og hann sagði mér að hann hefði búið á Íslandi og talaði alltaf mjög vel um bæði land og þjóð.“Heillaður af Daniil Jakub Hruša segir að það sem hafi dregið hann að þessu verkefni sé fyrst og fremst afar frjótt og ánægjulegt samstarf sem hann hafi átt við Philharmonia Orchestra. „Þeir buðu mér að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og ég hikaði ekki eitt andartak. Var strax mjög spenntur fyrir þessu tækifæri. Málið er að bæði fyrsta og síðasta verkið á tónleikunum eru tékknesk verk, minn þjóðararfur, en það eru samt skemmtilega miklar andstæður á milli þessara verka. Fyrst er það forleikurinn að óperunni Selda brúðurin eftir Smetana sem er fádæma gleðilegt og létt verk en í lokin flytjum við hina mögnuðu sjöundu Sinfóníu Dvoráks sem er óneitanlega dimm og alvarleg. Þannig að við erum þarna með tvær afar ólíkar stefnur í tékkneskri tónlistarhefð frá þessum tíma; bæði létta og leikhúslega tóna undir ítölskum áhrifum og straumþyngri sinfóníska nálgun sem er undir miklum áhrifum frá Beethoven og Brahms. Þessi tónlist er mér í blóð borin, tónlist sem ég tekst oft á við og er mér alltaf til mikillar ánægju. En svo flytjum við líka annan píanókonsert Rachmaninovs, þar er reyndar á ferðinni eitt vinsælasta verk sinnar tegundar í heiminum, en mér er ekki vel við að flytja of oft þessi aðeins of vinsælu verk. Þetta eru verk sem þarf að flytja með alveg sérstökum hætti á afar skapandi en í senn varfærinn máta og það er það sem Daniil og þessi einstaka hljómsveit hafa að bjóða. Það gleður mig alveg óskaplega mikið. Þetta er líka í fyrsta skipti sem ég starfa með Daniil og ég verð að segja að ég er gjörsamlega heillaður af hans flutningi. Áheyrendur í Hörpu hafa mikið að hlakka til og við erum líka spennt fyrir því að koma í húsið sem allir í okkar heimi eru að tala svo vel um svo þetta verður alveg rosalega gaman.“Fjölskyldumaður Jakub Hruša starfar fyrir margar hljómsveitir eins og títt er með fyrsta flokks hljómsveitarstjóra og honum finnst slík fjölbreytni fela í sér dásamlega áskorun. „Auðvitað eru ákveðnar sveitir mér dýrmætari en aðrar. En það sem er mér dýrmætast við það sem ég geri er að í því felst í senn fjölbreytni og stöðugleiki. Hið fyrrnefnda kemur í veg fyrir að maður staðni og fari jafnvel að leiðast en hið síðara gerir mér kleift að kafa dýpra og skapa eitthvað sem er langtum varanlegra. Það að koma fram sem gestastjórnandi reglulega veitir mér tilfinningu fyrir því sem ég get helst kallað faglega fjölskyldu og það líkar mér óskaplega vel. En ég skal viðurkenna að þetta er ekki alltaf hentugt starf fyrir fjölskyldumann, mann með konu og unga dóttur, en maður reynir að láta þetta ganga upp. Stundum ferðast fjölskyldan með mér eins og núna en stundum felur það í sér of mikið álag fyrir alla. Þetta er spurning um að finna rétta jafnvægið þarna á milli og það hefur gengið ágætlega hingað til.“
Tónlist Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira