„Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Sigga Dögg skrifar 16. október 2015 15:15 "Upphafið að kvikmyndaferlinum var prufa sem ég fór í fyrir bíómyndina Falskur fugl og eftir það þá vissi ég að ég vildi prófa mig áfram í bíómyndum en áður hafði leikhúsið heillað mig meira.“ vísir/stefán Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. Þannig er Rakel Björk. Hún er leikkona og söngkona sem hefur lengi stefnt á að sigra heiminn. Rakel er nýútskrifuð úr Menntaskólanum í Reykjavík en hefur þó afrekað að leika í stórri bíómynd og gengið rauða dregilinn. „Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og söng og hef sóst eftir því frá því að ég var mjög ung að leika,“ segir Rakel sem hóf formlega feril sinn í Sönglist í Borgarleikhúsinu. „Ég byrjaði þar þegar ég var níu ára og var þar í sex ár. Það var þá sem ég uppgötvaði að þetta var eitthvað sem ég vildi gera, bæði að leika og syngja.“ Það hefur hún svo sannarlega gert. Rakel hefur bæði verið með í ýmsum sýningum á vegum Borgarbarna, Herranætur hjá Menntaskólanum í Reykjavík, Götuleikhússins á vegum Reykjavíkurborgar og auðvitað bíómyndunum Falskur fugl og Þrestir.Ásamt Atla Óskari Fjalarssyni, Ingvari E. Sigurðssyni og Rúnari Rúnarssyni leikstjóra við frumsýningu Þrasta í San Sebastian.Tilboðið sem aldrei barst Rakel segist lengi hafa heillast af leikhúsi og að hennar reynsla sé að mestu komin þaðan. „Upphafið að kvikmyndaferlinum var prufa sem ég fór í fyrir bíómyndina Falskur fugl og eftir það þá vissi ég að ég vildi prófa mig áfram í bíómyndum en áður hafði leikhúsið heillað mig meira,“ segir Rakel um nýjan farveg leiklistarinnar. „Þetta er svo spennandi heimur og margir möguleikar og mig langar að fikra mig áfram þar. Það eru einhverjir töfrar sem fylgja því að skapa eitthvað saman og horfa síðan á og njóta afrakstursins saman. Það er alveg sérstök tilfinning,“ segir Rakel. „Það er rosa mikill munur á að leika á sviði og í kvikmyndum. Maður þarf að minnka allt og tóna sig niður, allar hreyfingar eru fíngerðari, það verður meiri leikur í augnaráði frekar en stórum handahreyfingum því nálægðin er miklu meiri. Það var mikil áskorun fyrir mig, að taka þetta allt niður. Það er mikill munur á leiklistartækninni og alls ekki sjálfgefið að maður sé góður bæði á sviði og í kvikmyndaleik. Ég var svo heppin að fá mikla og góða leikstjórn í því að ná þessari nálægð og minnka hreyfingarnar svo það myndi skila sér betur á stóra tjaldinu.“ Það er mikilvægt fyrir unga leikara að koma sér sjálfir á framfæri og sækja prufur þegar þær gefast. „Það var haft samband við mig og mér boðið í prufu og mér fannst það bara ganga vel þó reyndar hafi leikstjóranum þótt ég aðeins of gömul, en svo heyrði ég ekki neitt í fleiri mánuði og var alveg búin að gefa upp alla von og eiginlega bara gleyma þessu. Þegar síminn hringdi hálfu ári seinna, í miðjum stúdentsprófum í MR, þá kveikti ég ekki á því strax hver þessi Rúnar var sem var að hringja,“ segir Rakel og skellihlær. Næst tóku við æfingar og mátun við mótleikara hennar. „Þetta gekk allt bara ótrúlega vel fyrir sig. Ég var alls ekki viðbúin þessu en þegar hlutverkið stóð til boða þá auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög skemmtilegt en krefjandi verkefni og fengum við góðan undirbúning áður en tökur hófust en svo gerast töfrarnir bara á „settinu“.Í hlutverki.Þarf alltaf að sýna brjóst? Bíómyndin Þrestir, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd um síðustu helgi hér á landi. Rakel leikur eitt af aðalhlutverkunum. „Þetta var krefjandi hlutverk, sérstaklega ein sena sem fól í sér að ég sýndi brjóstin en ég verð að segja að ég hræðist ekki nektina ef hún hefur tilgang fyrir söguþráðinn. Ég vil ekki bara sýna brjóst til að sýna brjóst en ef það þjónar tilgangi og á sér sterka tengingu við söguna þá finnst mér það allt í lagi og það var í raun alls ekki það sem var erfiðast við þessa tilteknu senu. Það voru miklar tilfinningar í senunni og hún átakanleg og það var það sem var erfitt frekar en nektin en Rúnar passaði vel upp á okkur leikarana og það voru fáir á setti,“ svarar Rakel þegar hún er innt eftir því hvort hún taki afstöðu með eða á móti nekt í bíómyndum. „Við Atli, mótleikari minn, erum orðin góðir vinir og auðvitað er frábært að leika með Ingvari E. sem er ein af mínum fyrirmyndum í leiklistinni, svo það var vel passað upp á mig,“ segir Rakel um mótleikara sína. Þrestir hefur vakið töluverða athygli, bæði hérlendis og erlendis. Myndin hefur hlotið tilnefningar til ýmissa verðlauna erlendis auk þess að vinna Gullnu skelina á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian sem besta myndin. „Það var rosa sérstakt að fara á hátíðina og svolítið brjálað, eins og Justin Bieber væri mættur eða eitthvað álíka, en ég þurfti að setja mig í karakter og vera svolítið eins og Hollywood-stjarna og vera dama. Svo var voðalega gott að koma aftur heim til Danmerkur og fá að vera bara stelpa sem er klaufi og gerir mistök,“ segir Rakel um upplifunina af rauða dreglinum og athygli fjölmiðla.Rakel útskrifaðist, ásamt kærastanum Árna Beinteini, úr MR í vor.Gömul sál í ungum líkama Þrátt fyrir ungan aldur á Rakel ekki erfitt með að tengja sig tilfinningalega inn í hlutverkin. „Ég veit að ég er ung en ég hef ýmsa lífsreynslu að baki sem ég get sótt í til að ná tilfinningum sem þurfa að koma fram fyrir tiltekið hlutverk og það er mikilvægt að geta það.“ Rakel sækir líka innblástur í tónlist og tekur sem dæmi sína uppáhaldstónlistarmenn. „Ég er mjög hrifin af Phil Collins, pabbi spilaði hann mikið þegar ég var lítil og hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þá lít ég einnig mjög upp til Ragnheiðar Gröndal, hún er svo fjölhæf og ég dáist að því hvernig hún leikur sér með röddina og er óhrædd við að prófa nýja hluti, og svo auðvitað Michael Jackson.“ Um þessar mundir býr Rakel í Kaupmannahöfn þar sem hún er í námi í söngtækni og raddbeitingu í Complete Vocal Institute. „Mig langar að syngja meira og jafnvel semja mína eigin tónlist. Röddin er ótrúlegt hljóðfæri og í þessu námi þá læri ég hvernig ég get beitt henni til að mynda nánast hvaða hljóð sem er á heilbrigðan hátt.“ Rakel hefur sungið bæði á sviði og svo í ýmsum veislum og athöfnum og sér fyrir sér að gera það hluta af sínum ferli. Það liggur því beinlínis við að spyrja dömuna hvort hún hafi ekki hug á að sameina þetta tvennt og vera í söngleikjum. „Ég er hrifin af ýmsum söngleikjum en draumahlutverkið væri í Spamalot, einhverju sem blandar saman húmor og söng.“ Leiklist á hug Rakelar og einnig hjarta því kærasti hennar, Árni Beinteinn, er í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands og stefnir Rakel á að sækja um þar næsta haust. Það má með sanni segja að hér sé á ferðinni upprennandi stórleikkona sem stendur með sér og verður spennandi að fylgjast með henni á stóra tjaldinu í framtíðinni. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira
Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. Þannig er Rakel Björk. Hún er leikkona og söngkona sem hefur lengi stefnt á að sigra heiminn. Rakel er nýútskrifuð úr Menntaskólanum í Reykjavík en hefur þó afrekað að leika í stórri bíómynd og gengið rauða dregilinn. „Ég hef alltaf haft áhuga á leiklist og söng og hef sóst eftir því frá því að ég var mjög ung að leika,“ segir Rakel sem hóf formlega feril sinn í Sönglist í Borgarleikhúsinu. „Ég byrjaði þar þegar ég var níu ára og var þar í sex ár. Það var þá sem ég uppgötvaði að þetta var eitthvað sem ég vildi gera, bæði að leika og syngja.“ Það hefur hún svo sannarlega gert. Rakel hefur bæði verið með í ýmsum sýningum á vegum Borgarbarna, Herranætur hjá Menntaskólanum í Reykjavík, Götuleikhússins á vegum Reykjavíkurborgar og auðvitað bíómyndunum Falskur fugl og Þrestir.Ásamt Atla Óskari Fjalarssyni, Ingvari E. Sigurðssyni og Rúnari Rúnarssyni leikstjóra við frumsýningu Þrasta í San Sebastian.Tilboðið sem aldrei barst Rakel segist lengi hafa heillast af leikhúsi og að hennar reynsla sé að mestu komin þaðan. „Upphafið að kvikmyndaferlinum var prufa sem ég fór í fyrir bíómyndina Falskur fugl og eftir það þá vissi ég að ég vildi prófa mig áfram í bíómyndum en áður hafði leikhúsið heillað mig meira,“ segir Rakel um nýjan farveg leiklistarinnar. „Þetta er svo spennandi heimur og margir möguleikar og mig langar að fikra mig áfram þar. Það eru einhverjir töfrar sem fylgja því að skapa eitthvað saman og horfa síðan á og njóta afrakstursins saman. Það er alveg sérstök tilfinning,“ segir Rakel. „Það er rosa mikill munur á að leika á sviði og í kvikmyndum. Maður þarf að minnka allt og tóna sig niður, allar hreyfingar eru fíngerðari, það verður meiri leikur í augnaráði frekar en stórum handahreyfingum því nálægðin er miklu meiri. Það var mikil áskorun fyrir mig, að taka þetta allt niður. Það er mikill munur á leiklistartækninni og alls ekki sjálfgefið að maður sé góður bæði á sviði og í kvikmyndaleik. Ég var svo heppin að fá mikla og góða leikstjórn í því að ná þessari nálægð og minnka hreyfingarnar svo það myndi skila sér betur á stóra tjaldinu.“ Það er mikilvægt fyrir unga leikara að koma sér sjálfir á framfæri og sækja prufur þegar þær gefast. „Það var haft samband við mig og mér boðið í prufu og mér fannst það bara ganga vel þó reyndar hafi leikstjóranum þótt ég aðeins of gömul, en svo heyrði ég ekki neitt í fleiri mánuði og var alveg búin að gefa upp alla von og eiginlega bara gleyma þessu. Þegar síminn hringdi hálfu ári seinna, í miðjum stúdentsprófum í MR, þá kveikti ég ekki á því strax hver þessi Rúnar var sem var að hringja,“ segir Rakel og skellihlær. Næst tóku við æfingar og mátun við mótleikara hennar. „Þetta gekk allt bara ótrúlega vel fyrir sig. Ég var alls ekki viðbúin þessu en þegar hlutverkið stóð til boða þá auðvitað þáði ég það. Þetta var mjög skemmtilegt en krefjandi verkefni og fengum við góðan undirbúning áður en tökur hófust en svo gerast töfrarnir bara á „settinu“.Í hlutverki.Þarf alltaf að sýna brjóst? Bíómyndin Þrestir, í leikstjórn Rúnars Rúnarssonar, var frumsýnd um síðustu helgi hér á landi. Rakel leikur eitt af aðalhlutverkunum. „Þetta var krefjandi hlutverk, sérstaklega ein sena sem fól í sér að ég sýndi brjóstin en ég verð að segja að ég hræðist ekki nektina ef hún hefur tilgang fyrir söguþráðinn. Ég vil ekki bara sýna brjóst til að sýna brjóst en ef það þjónar tilgangi og á sér sterka tengingu við söguna þá finnst mér það allt í lagi og það var í raun alls ekki það sem var erfiðast við þessa tilteknu senu. Það voru miklar tilfinningar í senunni og hún átakanleg og það var það sem var erfitt frekar en nektin en Rúnar passaði vel upp á okkur leikarana og það voru fáir á setti,“ svarar Rakel þegar hún er innt eftir því hvort hún taki afstöðu með eða á móti nekt í bíómyndum. „Við Atli, mótleikari minn, erum orðin góðir vinir og auðvitað er frábært að leika með Ingvari E. sem er ein af mínum fyrirmyndum í leiklistinni, svo það var vel passað upp á mig,“ segir Rakel um mótleikara sína. Þrestir hefur vakið töluverða athygli, bæði hérlendis og erlendis. Myndin hefur hlotið tilnefningar til ýmissa verðlauna erlendis auk þess að vinna Gullnu skelina á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian sem besta myndin. „Það var rosa sérstakt að fara á hátíðina og svolítið brjálað, eins og Justin Bieber væri mættur eða eitthvað álíka, en ég þurfti að setja mig í karakter og vera svolítið eins og Hollywood-stjarna og vera dama. Svo var voðalega gott að koma aftur heim til Danmerkur og fá að vera bara stelpa sem er klaufi og gerir mistök,“ segir Rakel um upplifunina af rauða dreglinum og athygli fjölmiðla.Rakel útskrifaðist, ásamt kærastanum Árna Beinteini, úr MR í vor.Gömul sál í ungum líkama Þrátt fyrir ungan aldur á Rakel ekki erfitt með að tengja sig tilfinningalega inn í hlutverkin. „Ég veit að ég er ung en ég hef ýmsa lífsreynslu að baki sem ég get sótt í til að ná tilfinningum sem þurfa að koma fram fyrir tiltekið hlutverk og það er mikilvægt að geta það.“ Rakel sækir líka innblástur í tónlist og tekur sem dæmi sína uppáhaldstónlistarmenn. „Ég er mjög hrifin af Phil Collins, pabbi spilaði hann mikið þegar ég var lítil og hann er í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Þá lít ég einnig mjög upp til Ragnheiðar Gröndal, hún er svo fjölhæf og ég dáist að því hvernig hún leikur sér með röddina og er óhrædd við að prófa nýja hluti, og svo auðvitað Michael Jackson.“ Um þessar mundir býr Rakel í Kaupmannahöfn þar sem hún er í námi í söngtækni og raddbeitingu í Complete Vocal Institute. „Mig langar að syngja meira og jafnvel semja mína eigin tónlist. Röddin er ótrúlegt hljóðfæri og í þessu námi þá læri ég hvernig ég get beitt henni til að mynda nánast hvaða hljóð sem er á heilbrigðan hátt.“ Rakel hefur sungið bæði á sviði og svo í ýmsum veislum og athöfnum og sér fyrir sér að gera það hluta af sínum ferli. Það liggur því beinlínis við að spyrja dömuna hvort hún hafi ekki hug á að sameina þetta tvennt og vera í söngleikjum. „Ég er hrifin af ýmsum söngleikjum en draumahlutverkið væri í Spamalot, einhverju sem blandar saman húmor og söng.“ Leiklist á hug Rakelar og einnig hjarta því kærasti hennar, Árni Beinteinn, er í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands og stefnir Rakel á að sækja um þar næsta haust. Það má með sanni segja að hér sé á ferðinni upprennandi stórleikkona sem stendur með sér og verður spennandi að fylgjast með henni á stóra tjaldinu í framtíðinni.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Sjá meira