Formaður SFR: Allt bendir til að næsta verkfall hefjist á mánudag sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. október 2015 11:38 Árni Stefán Jónsson. vísir/anton brink Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í morgun. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að enn sem komið er sé engin lausn í sjónmáli. Unnið sé að því að útfæra hugmyndir ríkisvaldsins en segir allt benda til að næsta verkfall hefjist á mánudag. „Félagsmenn eru mjög sárir út í ríkið. Það sem er svo merkilegt er að oft reyna stéttarfélög að brjóta sig út úr einhverjum ramma til að reyna að fá meira en aðrir, en við erum að reyna að brjóta okkur inn í rammann. Við erum að reyna að fá það sama og búið er að ganga frá við ansi stóran hóp ríkisstarfsmanna. Það bara er ekki hægt að skilja hluta af ríkisstarfsmönnum fyrir utan,“ segir Árni Stefán. Hann telur líklegt að fundurinn muni standa fram á kvöld, og jafnvel um helgina. „Ég geri fastlega ráð fyrir að næsta verkfall muni skella á. Opinberir starfsmenn nefninlega geta ekki frestað verkfalli. Við búum við lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að við getum frestað verkföllum. Þar er gert ráð fyrir að ef við skrifum undir kjarasamning og förum með hann í atkvæðagreiðslu, að þá getum við frestað.“ Verkfallsfólk kom saman við stjórnarráðið í morgun til að leggja áherslu á kröfur sínar. Árni segir það hafa gengið vel fyrir sig, en aðspurður segist hann engin viðbrögð hafa fengið frá ráðherrunum. Þá segir hann nokkra gremju ríkja á meðal félagsmanna. „Það hefur svolítil reiði sprottið út í verkfallinu. Menn eru mikið að hringja inn og finnst að einhvers staðar séu menn að teygja sig lengra en þeir mega. Til dæmis yfirmenn að fara í störf undirmanna sinna og svoleiðis, en það eru svoleiðis mál sem fara rosalega illa í hópinn,“ útskýrir Árni. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Samninganefndir SFR stéttarfélags, Sjúkraliðafélags Íslands og Landssambands lögreglumanna settust við samningaborðið í húsakynnum ríkissáttasemjara á ellefta tímanum í morgun. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að enn sem komið er sé engin lausn í sjónmáli. Unnið sé að því að útfæra hugmyndir ríkisvaldsins en segir allt benda til að næsta verkfall hefjist á mánudag. „Félagsmenn eru mjög sárir út í ríkið. Það sem er svo merkilegt er að oft reyna stéttarfélög að brjóta sig út úr einhverjum ramma til að reyna að fá meira en aðrir, en við erum að reyna að brjóta okkur inn í rammann. Við erum að reyna að fá það sama og búið er að ganga frá við ansi stóran hóp ríkisstarfsmanna. Það bara er ekki hægt að skilja hluta af ríkisstarfsmönnum fyrir utan,“ segir Árni Stefán. Hann telur líklegt að fundurinn muni standa fram á kvöld, og jafnvel um helgina. „Ég geri fastlega ráð fyrir að næsta verkfall muni skella á. Opinberir starfsmenn nefninlega geta ekki frestað verkfalli. Við búum við lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna þar sem ekki er gert ráð fyrir að við getum frestað verkföllum. Þar er gert ráð fyrir að ef við skrifum undir kjarasamning og förum með hann í atkvæðagreiðslu, að þá getum við frestað.“ Verkfallsfólk kom saman við stjórnarráðið í morgun til að leggja áherslu á kröfur sínar. Árni segir það hafa gengið vel fyrir sig, en aðspurður segist hann engin viðbrögð hafa fengið frá ráðherrunum. Þá segir hann nokkra gremju ríkja á meðal félagsmanna. „Það hefur svolítil reiði sprottið út í verkfallinu. Menn eru mikið að hringja inn og finnst að einhvers staðar séu menn að teygja sig lengra en þeir mega. Til dæmis yfirmenn að fara í störf undirmanna sinna og svoleiðis, en það eru svoleiðis mál sem fara rosalega illa í hópinn,“ útskýrir Árni. Í gær var fyrri dagurinn í tveggja daga verkfallslotu SFR og sjúkraliða sem lýkur á miðnætti í kvöld. Næsta lota er frá mánudegi til þriðjudags. Þar fyrir utan er hafið ótímabundið verkfall á Landspítala, hjá Ríkisskattstjóra, Tollstjóra og sýslumannsembættum landsins. Alls eru fyrirhuguð fimm tveggja daga skæruverkföll fram í miðjan næsta mánuð, en þá tekur við ótímabundið verkfall á öllum vígstöðvum hafi ekki samist. Verkföllin valda röskun á starfsemi nær allra vinnustaða ríkisins, en þeir eru 159 talsins.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15 Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00 Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22 Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03 Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Lögreglumenn hringja sig inn veika í Leifsstöð Búast má við meiri töfum í Leifsstöð í dag en í gær, þar sem nokkrir lögregluþjónar, sem sinna landamæraeftirliti, hafa tilkynnt forföll vegna veikinda. Þetta á við um Ameríkuflugið og flug til Bretlands. 16. október 2015 07:15
Skjótast milli húsa undan verkfallinu Forsvarsmenn ríkisstofnana vöknuðu upp við vondan draum í gær þegar starfsemi fjölda stofnana nær lamaðist vegna verkfalla SFR og sjúkraliða. 16. október 2015 07:00
Lögreglumenn boða forföll vegna veikinda Lögregla telur að ekki verði unnt að sinna öllum verkefnum sem koma á borð hennar í dag. 16. október 2015 08:22
Samstöðufundur verkfallsfólks við Stjórnarráðið Félagsmenn SFR stéttarfélags, sjúkraliðar og lögreglumenn hyggjast fjölmenna fyrir utan stjórnarráðið í dag. 16. október 2015 08:03
Fjölmenni við stjórnarráðið: „Sömu kjarabætur og aðrir“ Hundruð félagsmanna SFR stéttarfélags og Sjúkraliðafélags Íslands komu saman við Stjórnarráðið í morgun og kröfðust sambærilegra kjarabóta og aðrir ríkisstarfsmenn. 16. október 2015 10:14