Slagorð á borð við „Sömu kjarabætur og aðrir“ mátti sjá á borðum félagsmanna.
Boðað var til mótmælanna í gær, en þau voru haldin á sama tíma og ráðherrar settust á ríkisstjórnarfund. Lítið hefur miðað í kjarasamningsviðræðum samninganefnda félaganna en náist ekki samningar er næsta verkfall fyrirhugað á mánudag.


