Sjálfboðaliðar hjálpuðu til á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 15. október 2015 20:06 Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir. Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Töluverðar tafir urðu á vegabréfaskoðun farþega inn og út af Schengen-svæðinu á Keflavíkurflugvelli í dag vegna verkfalls landamæravarða. Á sama tíma fór fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn sem er nýtt met. Heimir Már Pétursson er á Keflavíkurflugvelli. Um 1.100 farþegar komu frá Norður-Ameríku í morgun ýmist á leið til Íslands eða til að fljúga áfram til áfangastaða WOW air og Icelandair í Evrópu. Landamæraverðir í vegabréfaeftirliti, sem eru í SFR, mættu ekki til vinnu vegna verkfallsins en lögregluþjónar á vakt sinntu eftirlitinu. Því vantaði þrjá starfsmenn á vakt í morgun og síðdegis þegar flugvélarnar frá Evrópu komu til baka og flogið var vestur til Norður-Ameríku. Flug til Evrópu tafðist um 30 til 60 mínútur í morgun en enginn missti af flugi vegna þessa. Þó gætti dálítils taugatitrings meðal farþega.Náðuð þið að róa farþega? „Já, við vorum hérna með starfsfólk þegar að raðirnar voru sem lengstar í morgun. Það voru bæði þjónustuliðarnir okkar og sjálfboðaliðar af skrifstofunni sem að fullvissuðu farþega um að þeir kæmust leiðar sinn,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Hann segir suma hafa verið stressaða en þau hafi róast um leið og þau fengu frekari upplýsingar. Þá hafi biðraðir verið minni seinni partinn. Í dag kom fjórmilljónasti farþeginn um flugvöllinn, sem er nýtt met. „Það var mikil gleðistund þegar Reynir Pedersen, sem var á leið frá Íslandi til Kaupmannahafnar fékk blómvönd og var leystur út með gjöfum frá Fríhöfninni og Nord veitingastað. Icelandair uppfærði hann upp á comfort.“ Haldist spár Isavia gætu farþegar sem fara um Keflavíkurflugvöll á árinu náð 4,8 milljónum. Á næsta ári gætu þeir verið sex milljónir.
Fréttir af flugi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20 Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47 Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Sjá meira
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00
Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Isavía gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á alls konar hliðar- og þjónustustarfsemi við Keflavíkurflugvöll með aukinni umferð um flugvöllinn. 14. október 2015 20:20
Allt að ellefu hundruð farþegar við eftirlitshlið á Leifsstöð Búast má við allt að klukkutíma seinkun. 15. október 2015 10:47
Farþegamet slegið á Keflavíkurflugvelli í dag Í dag fer fjórði milljónasti farþeginn um flugstöð Leifs Eiríkssonar og þar með verður slegið met í farþegafjölda um flugstöðina. 15. október 2015 13:05