Innlent

Átta dagar á milli ríkisstjórnarfunda árið 2007 – fjórir dagar árið 2009

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ríkisstjórn Geirs Haarde fundaði 44 sinnum árið 2007 en að jafnaði fundar ríkisstjórnin 76 sinnum á ári.
Ríkisstjórn Geirs Haarde fundaði 44 sinnum árið 2007 en að jafnaði fundar ríkisstjórnin 76 sinnum á ári. Vísir/Anton
Frá árinu 2000 hefur engin ríkisstjórn fundað jafn stopult og ríkisstjórn Geirs Haarde, sem var við völd þegar hrunið skall á. Að jafnaði hafa ríkisstjórnir fundað 76 sinnum á ári á þessu tímabili en góðærisárið 2007 fundaði ríkisstjórnin aðeins 44 sinnum. Til samanburðar hefur ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem er nú við völd, fundað 57 sinnum það sem af er þessu ári.

Þetta kemur fram í svörum Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra við fyrirspurn Steingríms J. Sigfússonar, þingmanns Vinstri grænna, á Alþingi.

Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, sem tók við eftir hrunið, er sú stjórn sem fundað hefur oftast, eða samtals 95 sinnum. Aldrei hafa verið haldnir jafn margir ríkisstjórnarfundir og einmitt það ár, en ríkisstjórn Geirs, sem sagði af sér 1. febrúar það ár fundaði fimm sinum. Samtals gerir það því 100 fundi.

Ef tíðni funda er skoðuð kemur í ljós að á valdatíma Jóhönnu liðu að jafnaði 3,9 dagar á milli ríkisstjórnarfunda, miðað við daga í embætti og fjölda funda. Á valdatíma Geirs liðu hins vegar að jafnaði 5,5 dagar á milli funda. Sé þetta greint nánar eftir árum kemur í ljós að árið 2007 fundaði stjórn Geirs að jafnaði á átta daga fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×