Frumleg Peugeot vatnsrennibraut Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 11:16 Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari. Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent
Sumir eru uppfinningasamari en aðrir og þessir Frakkar eru greinilega hugmyndaríkir er kemur að því að skemmta sér. Þeir byggðu þessa athygliverðu vatnsrennibraut og nota lítinn Peugeot bíl til að skjóta sér langt út í stöðuvatn með aukafelgu sem vindu. Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá hugvitssama smíði brautarinnar og hvernig framdrifið á Peugeot bílnum er notað til að þeyta sprellurunum hálfa leið út í stöðuvatnið. Það er þó eins gott að lenda ekki flatur eða á andlitinu eftir þá löngu flugferð sem Peugeot bílinn er fær að þeyta þeim, en engum virðist þó verða meint af. Vafalaust er það mögnuð skemmtun að svífa svona langt um loftin blá og þeir sem lengst fara eru milli 4 og 5 sekúndur í loftinu og svífa líklega yfir 50 metra á leiðinni. Sem fyrr er sjón sögu ríkari.
Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Erlent