Nýr BMW M2 fer Nürburgring á 7:58 Finnur Thorlacius skrifar 15. október 2015 10:14 Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Nýjasta afurð þýska bílaframleiðandans BMW er M2 sportbíllinn. M-lína BMW er stór og mjög margar af bílgerðum BMW eru til í þeirri kraftaútfærslu. BMW er í mun að sýna hve hæfur M2 bíllinn er til hraðaksturs og í því augnamiði var farinn hringur á kappakstursbrautinni Nürburgring og þar mældist bíllinn klára brautina á 7 mínútum og 58 sekúndum, en það er betri tími en BMW M3 bíllinn hefur náð en ekki jafn góður tími og enn öflugri M4 bíll BMW náði. BMW M2 er með 365 hestafla og sex strokka vél með forþjöppu. Það er mikil afl fyrir ekki stærri bíl svo það er von að hann sé snöggur. BMW hefur sagt að hann sé sneggri en Porsche 911 Carrera. Hann er 4,2 sekúndur í hundrað kílómetra hraða og þyngd á hvern öxul bílsins er jafnskipt. BMW M2 fer í sölu á næsta ári og mun kosta í kringum 50.000 dollara í Bandaríkjunum, eða 6,2 milljónir króna.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent