Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“ Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“
Alþingi Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira