Ótrúlegt að fólk úti í heimi sé að hlusta Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. október 2015 08:30 Karólína Jóhannsdóttir vann söngkeppni framhaldsskólanna í apríl síðastliðnum. Vísir/AntonBrink Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson. Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, betur þekkt sem Karó, hefur vakið mikla athygli með laginu Silhouette. Lagið hefur verið í spilun á mörgum af helstu útvarpsstöðvum landsins og hefur auk þess vakið athygli á netinu. Á Soundcloud-vefsíðu útgáfufyrirtækisins Les Fréres Stefson má sjá að hlustað hefur verið á lagið í rúmlega sextán þúsund skipti. Logi Pedro Stefánsson, sem vann með Karó að laginu og er annar eigandi Les Fréres Stefson, segir að flestir þeirra sem hlusta á lagið í gegnum Soundcloud-síðuna séu staðsettir í útlöndum. „Flestir koma frá Bandaríkjunum. Þar á eftir hafa flestar heimsóknirnar komið frá Kanada, þá Bretlandi, Frakklandi, Ástralíu og Þýskalandi. Fjöldi heimsókna frá Íslandi kemur svo þar á eftir.“Ekki froða eftir einhverri uppskrift Þau Karó og Logi eru sammála um að lagið sé vel heppnað. „Þetta virðist hitta á einhverjar taugar hjá fólki,“ segir Logi og Karó bætir við: „Já, þetta er vel heppnað popplag. Það er gott „sánd“ í þessu. Þetta er ekki froða eftir einhverri uppskrift.“ Hægt er að fá ítarlegar upplýsingar um hvaðan heimsóknir koma á Soundcloud-síður og hversu oft stakir hlustendur hlusta á lagið. „Um 50 notendur hafa hlustað á lagið oftar en tuttugu sinnum. Sá sem hefur hlustað á það oftast hefur hlustað á það í sextíu skipti, á einum mánuði. Ég held að ég hafi aldrei hlustað á neitt lag svona oft á svona stuttum tíma,“ útskýrir Logi og hlær. „Manni finnst þetta auðvitað svolítið fjarlægt, að vita að manneskjur einhvers staðar úti í heimi séu að hlusta á lagið. Þetta er eitthvað svo langt frá manni,“ segir Karó.Logi Pedro Stefánsson.Vísir/ErnirGóð samvinna Þau Karó og Logi eru sammála um að samvinna þeirra hafi gengið mjög vel. „Um leið og ég heyrði hana syngja fann ég hvað hún var efnileg og góð. Okkur gekk vel að vinna saman, þetta var ekkert stress.“ Karó segist hafa vitað það í ferlinu að þau voru með gott lag í höndunum. „Ég veit ekki alveg hvort við höfum búist við því að þetta yrði svona vinsælt. Það kom bara skemmtilega á óvart.“ Bæði Karó og Logi eru í skemmtilegum verkefnum þessa dagana. Logi vinnur hörðum höndum að útgáfu EP-plötu Sturlu Atlas sem kemur út síðar í mánuðinum. Karó er byrjuð á verkefni sem hún segir mjög spennandi. „Ég er að vinna með mjög efnilegum tónlistarmanni sem er á hraðri uppleið. Ég get ekki sagt meira um það að svo stöddu, en þetta er mjög spennandi.“ Hægt er að hlusta á lagið Silhouette á Youtube og á Soundcloud-síðu Les Fréres Stefson.
Tónlist Tengdar fréttir MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37 Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
MR vann söngkeppni framhaldsskólanna Karólína Jóhannsdóttir flutti lagið Go Slow með hljómsveitinni HAIM. 11. apríl 2015 22:37