Fín veiði í Varmá Karl Lúðvíksson skrifar 13. október 2015 14:23 Hrafn með vænan urriða úr Varmá. Varmá hefur yfirleitt verið betur þekkt sem vorveiðiá heldur en síðsumarsá þrátt fyrir að vera yfirleitt vel setin af sjóbirting á haustin. Sjóbirtingurinn er yfirleitt mjög tökuglaður á vorin alveg fram að þeim tíma að hann heldur aftur til sjávar eftir vetursetu í ánni en það jafnast samt fátt á við að eiga við nýgenginn sjóbirting að hausti. Varmá er ein af þessum ám sem fáir fara í á haustin þrátt fyrir að það sé besti tíminn í ánni enda er sjóbirtingurinn að koma inn, feitur og pattaralegur eftir sumar í sjó. Þeir sem hafa skroppið dagsferð í ánna hafa yfirleitt veitt vel og algengt er að heyra tölur frá fimm upp í fimmtán fiska yfir daginn. Það er líka svolítið öðruvísi að veiða Varmá á haustin en fiskurinn veiðist mun víðar í henni en á vorin enda er hann þá að koma sér í hrygningarbúning og verður oft mjög grimmur á aðskotahluti í hylnum, eins og flugur. Takan getur verið sérlega góð þó það þurfi stundum að fara yfir nokkra veiðistaði til að finna fisk í töku. Það er mikið af fiski í sumum hyljunum og þar sem veðurspá næstu daga er sérstaklega hagstæð fyrir haustveiðina má alveg skora á þá sem vilja fá eina eða tvær viðureignir til viðbótar áður en vetur hefst að kíkja á lausar stangir hjá SVFR. Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði
Varmá hefur yfirleitt verið betur þekkt sem vorveiðiá heldur en síðsumarsá þrátt fyrir að vera yfirleitt vel setin af sjóbirting á haustin. Sjóbirtingurinn er yfirleitt mjög tökuglaður á vorin alveg fram að þeim tíma að hann heldur aftur til sjávar eftir vetursetu í ánni en það jafnast samt fátt á við að eiga við nýgenginn sjóbirting að hausti. Varmá er ein af þessum ám sem fáir fara í á haustin þrátt fyrir að það sé besti tíminn í ánni enda er sjóbirtingurinn að koma inn, feitur og pattaralegur eftir sumar í sjó. Þeir sem hafa skroppið dagsferð í ánna hafa yfirleitt veitt vel og algengt er að heyra tölur frá fimm upp í fimmtán fiska yfir daginn. Það er líka svolítið öðruvísi að veiða Varmá á haustin en fiskurinn veiðist mun víðar í henni en á vorin enda er hann þá að koma sér í hrygningarbúning og verður oft mjög grimmur á aðskotahluti í hylnum, eins og flugur. Takan getur verið sérlega góð þó það þurfi stundum að fara yfir nokkra veiðistaði til að finna fisk í töku. Það er mikið af fiski í sumum hyljunum og þar sem veðurspá næstu daga er sérstaklega hagstæð fyrir haustveiðina má alveg skora á þá sem vilja fá eina eða tvær viðureignir til viðbótar áður en vetur hefst að kíkja á lausar stangir hjá SVFR.
Mest lesið Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði Norðurá og Blanda bláar af laxi Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði