Gólfið í Víkinni eins og skautasvell | Gólfþvottavélin var biluð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. október 2015 11:30 Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson kútveltist hér um á sleipu gólfinu í gær. vísir/pjetur Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Alls meiddust fimm leikmenn í leik Víkings og ÍBV í gær en gólfið í Víkinni var stórhættulegt fyrir leikmenn. Eyjamenn gerðu athugasemdir við gólfið fyrir leik en dómarar leiksins, Magnús Kári Jónsson og Þorleifur Árni Björnsson, blésu leikinn á þrátt fyrir mótbárur. Strax á fyrstu mínútu leiksins meiddist Stephen Nielsen, markvörður ÍBV, og nokkrum mínútum síðar meiddist Víkingurinn Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Hann er núna í gifsi og spilar ekki næstu vikurnar. Fleiri leikmenn meiddust í kjölfarið en þrátt fyrir hættulegar aðstæður létu dómararnir klára leikinn með tilheyrandi fórnarkostnaði. „Gólfþvottavélin var biluð í Víkinni. Vélin sýgur ekki upp vatnið og sápuna og því var gólfið svona sleipt," segir Róbert Gíslason, mótastjóri HSÍ, en hann var þá nýbúinn að skoða aðstæður í Víkinni. En af hverju var leikurinn ekki flautaður af á einhverjum tímapunkti?Úr leiknum í gær.vísir/pjetur„Við erum að bíða eftir skýrslu frá dómurunum um málið og ég get því ekki tjáð mig um það núna. Við eigum líka von á skýrslu frá Víkingum vegna málsins." Samkvæmt þeim upplýsingum sem Róbert hefur undir höndum má rekja meiðsli þriggja leikmanna til aðstæðna í húsinu. „Það fara ekki fram leikir í Víkinni fyrr en búið er að gera við vélina. Þetta mál verður sent mótanefnd til umsagnar þegar allar upplýsingar eru komnar til okkar. Þetta er mjög sérstakt mál. Það uppgötvast ekki fyrr en seint að gólfið sé sleipt og menn vissu í fyrstu ekki hverju var um að kenna."Ágúst Jóhannsson, þjálfari Víkings, slær á létta strengi á Facebook-síðu sinni af þessu tilefni eins og sjá má hér að neðan.Mættur til að redda málunum ...Posted by Ágúst Jóhannsson on Tuesday, October 13, 2015
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45 Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Eyjamenn fara sigurreifir heim til Eyja með tvö stig í farteskinu. 12. október 2015 19:45
Arnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Nokkrir leikmenn meiddust á hálu parketinu í Víkinni þegar ÍBV vann nýliðana í Olís-deildinni í kvöld. 12. október 2015 21:26