Fótbolti

Þjóðverjar fjalla um Ísmennina sem eru komnir á EM | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar í hetjuham.
Aron Einar í hetjuham. mynd/skjáskot
Þýskir sjónvarpsmenn voru áberandi hér á landi í síðustu viku fyrir leik Íslands og Lettlands í undankeppni EM 2016.

Þýska sjónvarpstöðin ARD var að taka upp viðtöl fyrir innslag sem má nú sjá á heimasíðu hennar, en þar er fjallað um íslenska fótboltaævintýrið.

Ísland er, eins og allir vita, komið á EM og er minnsta þjóðin í sögunni sem nær þeim áfanga. Met sem erfitt verður að slá.

Rætt er við Eyjólf Sverrisson og Hannes Þór Halldórsson og farið yfir gullkynslóðina sem er undirstaðan í landsliðinu í dag.

Þetta skemmtilega innslag, sem er vitaskuld á þýsku, má sjá hér.


Tengdar fréttir

Alfreð: Ég gerði ekkert rangt

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason náði heldur betur að kveikja í stuðningsmönnum tyrkneska landsliðsins áður en hann hélt til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×