Verkfall 5500 ríkisstarfsmanna í uppsiglingu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. október 2015 14:54 Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Vísir/Pjetur Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Engin teikn eru á lofti um annað en verkfall 5.500 ríkisstarfsmanna hefjist með fullum þunga á fimmtudag. Framkvæmdastjóri SFR stéttarfélags, segir mikla reiði ríkja hjá hans fólki í garð fjármálaráðherra og það vandi honum ekki kveðjurnar. Sjúkraliðar og SFR félagar sem starfa hjá ríkinu hafa boðað til verkfalls næst fimmtudag ef ekki nást nýir kjarasamningar á milli þeirra og ríkisins fyrir þann tíma. Aðgerðirnar koma til með að hafa áhrif á á annað hundrað ríkisstofnanir þar sem fólkið starfar. Áhrifin verða hvað mest á Landspítalann, sýslumannsembættin um land allt, Tollstjórann og Ríkisskattstjóra. Þar hefja allir starfsmenn í félögunum tveimur strax ótímabundið verkfall á fimmtudaginn. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.vísir/gva Engin önnur teikn á lofti Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, segir kjaradeiluna í algjörum hnút. Engir samningafundir hafa verið boðaðir frá því í síðustu viku og mikið ber á milli deiluaðila. „Miðað við þessa einbeittu þögn sem kemur úr fjármálaráðuneytinu að þá, þá býst ég við því að verkfallið skelli á bara af fullum þunga á fimmtudaginn. Það eru engin önnur teikn á lofti.“ Þórarinn segir ríkið bjóða SFR félögum og sjúkraliðum minna en öðrum ríkisstarfsmönnum sem þegar er búið að semja við. „Þetta er óskiljanleg staða sem upp er komin vegna þess að, að núna í síðustu viku, núna fyrir helgi þá var samið við önnur stéttarfélög, þ.e.a.s. Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið um nákvæmlega sama 30% rammann fram til 2018- 19 eins og við höfum verið að fara fram á. Þetta er nákvæmlega sami rammi og, og gerðardómur setti utan um Félag hjúkrunarfræðinga. Þetta er nákvæmlega sami kostnaðarrammi og ríkið samdi við læknana og þeir eru að semja við nákvæmlega sama kostnaðarramma núna við Starfsgreinasambandið og Flóabandalagið. En svo koma þeir fram við starfsmenn sína sem eru í SFR og, og hérna Sjúkraliðafélaginu með þessum hætti. Þetta er algjörlega óskiljanlegt. En þessi skilaboð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar og ríkisstjórnarinnar til þessa fólks þau skilaboð verða ekkert misskilin sko. Þetta er algjör fyrirlitning sem er verið að sýna þessu fólki og sko ábyrgðin er þeirra, það er verið að keyra, verið að keyra samfélagið allt í verkföll núna.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39 Mest lesið Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Fleiri fréttir Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Sjá meira
Vínbúðirnar lokaðar á fimmtudag og föstudag vegna verkfalls SFR Opið á laugardaginn en lokar aftur á mánudag og þriðjudag komi til verkfalls. 12. október 2015 12:39