Pirelli dekk í Formúlu 1 til 2019 Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:38 Formúlu 1 dekk Pirelli. Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips. Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent
Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips.
Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent