Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Haukar 24-23 | Birkir hetja Mosfellinga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2015 21:00 Böðvar Páll skoraði sjö mörk í kvöld. vísir/vilhelm Afturelding vann dramatískan eins marks sigur, 24-23, á Haukum í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mosfellingar voru ávallt með yfirhöndina í leiknum en þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Afturelding náði fimm marka forystu í upphafi seinni hálfleiks en Haukarnir hófu þá að saxa á forskotið. Þeim tókst hins vegar ekki að jafna metin fyrr en þrjár mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsilegar. Haukar voru með boltann á lokamínútunni en skot Tjörva Þorgeirssonar, 10 sekúndum fyrir leikslok, hafnaði í slánni. Afturelding tók í kjölfarið leikhlé og Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins, teiknaði upp leikkerfi sem gekk upp. Birkir Benediktsson fékk boltann vinstra megin og þrumaði honum framhjá Giedriusi Morkunas og tryggði Aftureldingu stigin tvö. Mosfellingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Haukar komust reyndar í 0-1 en það var í eina skiptið sem þeir leiddu í öllum leiknum. Sóknarleikur Aftureldingar var góður og heimamönnum tókst það sem fáum tekst, að skjóta Giedrius úr marki Hauka en Litháinn varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik. Grétar Ari Guðjónsson kom í markið á 20. mínútu, varði tvö fyrstu skotin sem hann fékk á sig en síðan ekki söguna meir. Hinum megin var Pálmar Pétursson í góðum gír en hann varði átta skot í fyrri hálfleik, eða 44% þeirra skot sem hann fékk á sig. Í stöðunni 6-5 kom flottur kafli hjá Aftureldingu sem skoraði fjögur mörk í röð og náði fimm marka forskoti, 10-5. Haukum virtust allar bjargir bannaðar en brottvísun Ágústs Birgissonar á 17. mínútu hleypti þeim inn í leikinn á ný. Haukar þéttu vörnina, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 10-8. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa á þessum kafla en Böðvar Páll Ásgeirsson sá til þess að heimamenn færu þrátt fyrir það með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en hann skoraði þrjú síðustu mörk Aftureldingar í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik, 14-10. Mosfellingar náðu tvívegis fimm marka forystu í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 17-12, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum, kom Giedrius aftur í mark Hauka og hann lagði grunninn að endurkomu sinna manna. Haukar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei tókst þeim að jafna. Sóknarleikur Aftureldingar var nokkuð stirður á þessum kafla en Jóhann Jóhannsson hélt sínum mönnum á floti með góðum mörkum. Þegar sex mínútur voru eftir kom Jóhann Aftureldingu í 23-20 og sigurinn virtist í höfn. Janus Daði Smárason var ekki sammála en hann skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Hauka. Hitt markið gerði Þröstur Þráinsson þegar hann jafnaði metin í 23-23. Bæði lið fengu möguleika til að vinna leikinn undir lokin, eins og áður sagði, en Mosfellingar nýttu sitt tækifæri, Haukar ekki. Böðvar Páll var sem áður sagði frábær í fyrri hálfleik hjá Aftureldingu en í þeim seinni dró Jóhann vagninn. Þeir skoruðu báðir sjö mörk en hetjan Birkir kom næstur með fimm mörk. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam kom næstur með sex.Einar Andri: Teiknuðum þetta svona upp Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum í skýjunum eftir dramatískan eins marks sigur sinna manna, 24-23, á Haukum í kvöld. "Það var geggjað að fá sigurmark," sagði Einar en Birkir Benediktsson skoraði 24. mark Aftureldingar á lokasekúndunni og tryggði liðinu þar með sigurinn. "Mér fannst við eiga það skilið, við spiluðum frábærlega í 50 mínútur og mér fannst við vera sterkari aðilinn. Sóknin var frábær í fyrri hálfleik og margt sem gekk upp. "Ég var kannski ekki nógu duglegur að rúlla á liðinu í seinni hálfleik og það var komin smá þreyta í liðið. Haukar jöfnuðu og var farinn að sjá fram á aðra martröð eins og gegn Val í síðustu umferð en sem betur fer gekk þetta." Einar að hann hefði teiknað lokasóknina upp eins og hún endaði: "Já, við teiknuðum þetta. Ég hélt að þeir myndu koma framar á okkur en við ætluðum að fara í langa klippingu eins og við gerum í annarri bylgjunni, þannig að þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp." Varnarleikur Aftureldingar var sérstaklega sterkur í fyrri hálfleik, þar sem Böðvar Páll Ásgeirsson gegndi mikilvægu hlutverki sem fremsti maður í 5-1 vörn. "Ég var ánægður með varnarleikinn lengst af en svo fann Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka) góðar lausnir á honum þannig að við þurftum að breyta í 6-0 og 3-2-1 vörn undir lokin. Við vorum í smá vandræðum síðasta korterið og Janus (Daði Smárason) reyndist okkur erfiður en ég var að mestu leyti ánægður með varnarleikinn," sagði Einar að lokum.Gunnar: Vorum heilalausir í fyrri hálfleik Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna eftir eins marks tap, 24-23, fyrir Aftureldingu á útivelli í kvöld. "Fyrst og fremst er ég hundóánægður með fyrri hálfleikinn," sagði Gunnar eftir leik. "Hann var alls ekki nógu góður og ég óttaðist þetta eftir síðasta leik (sem vannst með 15 marka mun gegn ÍR). Það er hættulegt að vinna svona stórt og koma svo inn í alvöru leik og halda að maður sé betri en maður er. "Við vorum heilalausir í fyrri hálfleik og ákvarðanatakan hjá okkur var úti úr korti, bæði í vörn og sókn. En við náðum að koma til baka og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik," sagði Gunnar sem var óánægður með allt í leik Hauka í fyrri hálfleiknum. "Við vorum á hælunum í vörninni og leystum stöðurnar mjög illa. Við tókum svo rangar ákvarðanir í sókninni og þeir fengu hraðaupphlaup," sagði Gunnar sem segir að Hauka þurfi að læra af þessum leik. "Við lærum af þessu. Þetta er langhlaup og stundum þarf maður að fá spark í rassgatið," sagði Gunnar að endingu. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Afturelding vann dramatískan eins marks sigur, 24-23, á Haukum í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Mosfellingar voru ávallt með yfirhöndina í leiknum en þeir leiddu með fjórum mörkum í hálfleik, 14-10. Afturelding náði fimm marka forystu í upphafi seinni hálfleiks en Haukarnir hófu þá að saxa á forskotið. Þeim tókst hins vegar ekki að jafna metin fyrr en þrjár mínútur voru eftir. Lokamínúturnar voru æsilegar. Haukar voru með boltann á lokamínútunni en skot Tjörva Þorgeirssonar, 10 sekúndum fyrir leikslok, hafnaði í slánni. Afturelding tók í kjölfarið leikhlé og Einar Andri Einarsson, þjálfari liðsins, teiknaði upp leikkerfi sem gekk upp. Birkir Benediktsson fékk boltann vinstra megin og þrumaði honum framhjá Giedriusi Morkunas og tryggði Aftureldingu stigin tvö. Mosfellingar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik. Haukar komust reyndar í 0-1 en það var í eina skiptið sem þeir leiddu í öllum leiknum. Sóknarleikur Aftureldingar var góður og heimamönnum tókst það sem fáum tekst, að skjóta Giedrius úr marki Hauka en Litháinn varði aðeins þrjú skot í fyrri hálfleik. Grétar Ari Guðjónsson kom í markið á 20. mínútu, varði tvö fyrstu skotin sem hann fékk á sig en síðan ekki söguna meir. Hinum megin var Pálmar Pétursson í góðum gír en hann varði átta skot í fyrri hálfleik, eða 44% þeirra skot sem hann fékk á sig. Í stöðunni 6-5 kom flottur kafli hjá Aftureldingu sem skoraði fjögur mörk í röð og náði fimm marka forskoti, 10-5. Haukum virtust allar bjargir bannaðar en brottvísun Ágústs Birgissonar á 17. mínútu hleypti þeim inn í leikinn á ný. Haukar þéttu vörnina, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk, 10-8. Sóknarleikur Aftureldingar gekk illa á þessum kafla en Böðvar Páll Ásgeirsson sá til þess að heimamenn færu þrátt fyrir það með fjögurra marka forskot til búningsherbergja en hann skoraði þrjú síðustu mörk Aftureldingar í fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik, 14-10. Mosfellingar náðu tvívegis fimm marka forystu í byrjun seinni hálfleiks en í stöðunni 17-12, þegar 23 mínútur voru eftir af leiknum, kom Giedrius aftur í mark Hauka og hann lagði grunninn að endurkomu sinna manna. Haukar náðu nokkrum sinnum að minnka muninn í eitt mark en aldrei tókst þeim að jafna. Sóknarleikur Aftureldingar var nokkuð stirður á þessum kafla en Jóhann Jóhannsson hélt sínum mönnum á floti með góðum mörkum. Þegar sex mínútur voru eftir kom Jóhann Aftureldingu í 23-20 og sigurinn virtist í höfn. Janus Daði Smárason var ekki sammála en hann skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum Hauka. Hitt markið gerði Þröstur Þráinsson þegar hann jafnaði metin í 23-23. Bæði lið fengu möguleika til að vinna leikinn undir lokin, eins og áður sagði, en Mosfellingar nýttu sitt tækifæri, Haukar ekki. Böðvar Páll var sem áður sagði frábær í fyrri hálfleik hjá Aftureldingu en í þeim seinni dró Jóhann vagninn. Þeir skoruðu báðir sjö mörk en hetjan Birkir kom næstur með fimm mörk. Janus Daði var markahæstur í liði Hauka með átta mörk en Adam kom næstur með sex.Einar Andri: Teiknuðum þetta svona upp Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var að vonum í skýjunum eftir dramatískan eins marks sigur sinna manna, 24-23, á Haukum í kvöld. "Það var geggjað að fá sigurmark," sagði Einar en Birkir Benediktsson skoraði 24. mark Aftureldingar á lokasekúndunni og tryggði liðinu þar með sigurinn. "Mér fannst við eiga það skilið, við spiluðum frábærlega í 50 mínútur og mér fannst við vera sterkari aðilinn. Sóknin var frábær í fyrri hálfleik og margt sem gekk upp. "Ég var kannski ekki nógu duglegur að rúlla á liðinu í seinni hálfleik og það var komin smá þreyta í liðið. Haukar jöfnuðu og var farinn að sjá fram á aðra martröð eins og gegn Val í síðustu umferð en sem betur fer gekk þetta." Einar að hann hefði teiknað lokasóknina upp eins og hún endaði: "Já, við teiknuðum þetta. Ég hélt að þeir myndu koma framar á okkur en við ætluðum að fara í langa klippingu eins og við gerum í annarri bylgjunni, þannig að þetta var eiginlega nákvæmlega eins og við teiknuðum þetta upp." Varnarleikur Aftureldingar var sérstaklega sterkur í fyrri hálfleik, þar sem Böðvar Páll Ásgeirsson gegndi mikilvægu hlutverki sem fremsti maður í 5-1 vörn. "Ég var ánægður með varnarleikinn lengst af en svo fann Gunni (Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka) góðar lausnir á honum þannig að við þurftum að breyta í 6-0 og 3-2-1 vörn undir lokin. Við vorum í smá vandræðum síðasta korterið og Janus (Daði Smárason) reyndist okkur erfiður en ég var að mestu leyti ánægður með varnarleikinn," sagði Einar að lokum.Gunnar: Vorum heilalausir í fyrri hálfleik Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var allt annað en sáttur með frammistöðu sinna manna eftir eins marks tap, 24-23, fyrir Aftureldingu á útivelli í kvöld. "Fyrst og fremst er ég hundóánægður með fyrri hálfleikinn," sagði Gunnar eftir leik. "Hann var alls ekki nógu góður og ég óttaðist þetta eftir síðasta leik (sem vannst með 15 marka mun gegn ÍR). Það er hættulegt að vinna svona stórt og koma svo inn í alvöru leik og halda að maður sé betri en maður er. "Við vorum heilalausir í fyrri hálfleik og ákvarðanatakan hjá okkur var úti úr korti, bæði í vörn og sókn. En við náðum að koma til baka og sigurinn hefði getað endað hvorum megin sem var en við gerðum okkur þetta erfitt fyrir í fyrri hálfleik," sagði Gunnar sem var óánægður með allt í leik Hauka í fyrri hálfleiknum. "Við vorum á hælunum í vörninni og leystum stöðurnar mjög illa. Við tókum svo rangar ákvarðanir í sókninni og þeir fengu hraðaupphlaup," sagði Gunnar sem segir að Hauka þurfi að læra af þessum leik. "Við lærum af þessu. Þetta er langhlaup og stundum þarf maður að fá spark í rassgatið," sagði Gunnar að endingu.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira