Veikindi lögreglumanna: „Menn eru bara að gefast upp á skeytingarleysi stjórnvalda“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. október 2015 13:07 Mótmæli lögreglumanna við stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir/Pjetur Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ástæðu þess að fjöldi lögreglumanna var reiðubúinn að fara á svig við lög og taka þátt í samstöðuveikindum í gær má rekja til áratugalangs skeytingarleysis stjórnvalda gagnvart stéttinni. Þetta segir formaður Landssambands lögreglumanna. Fjölmargir lögreglumenn hringdu sig inn veika í gær. Samstöðupestin náði til flestra umdæma en hafði þó mest áhrif á störf lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem loka þurfti lögreglustöðvum. Þessar skærur lögreglumanna vöktu hörð viðbrögð innanríkisráðherra, sem sagði aðgerðirnar vera óviðunandi. Áður hafði fjármálaráðuneytið sagt þær vera ólöglegar.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Svikin loforð og skeytingarleysi Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir ástæðu aðgerðanna ekki eingöngu snúast um kjaramál en deila lögreglumanna og ríkisins er í hnút. Hann segir lögreglumenn hafa verið verkfallslausa stétt síðan 1986 og að á þeim tæplega þrjátíu árum hafi stéttin staðið í stappi við ríkið um kjör. „Við höfum horft upp á hvert svikið loforðið á fætur öðru,“ segir Snorri. „Í kjaramálum, í búnaðarmálum, í mannfjöldamálum og svo framvegis og svo framvegis. Mælirinn er bara einfaldlega orðinn fullur hjá lögreglumönnum.“Sjá einnig: Segir óraunveruleg veikindi ekki rétta baráttuleið Opinberar tölur sýni að íslenska lögreglan er fáliðuð á sama tíma og álagið eykst. „Lögregla á í erfiðleikum með að ná almennilega utan um glæpaflóruna, ef maður getur notað það orð, sem er í landinu. Þannig að menn eru bara að gefast upp á álaginu og skeytingar- og virðingarleysi stjórnvalda í þeirra garð.“ Að sögn Jóhanns Karls Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjóns var kvöldvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fullmönnuð í gær og hið sama má segja um vaktina í dag. Ekki var hægt að taka á móti öllum kærum í gær og því hvetur Jóhann Karl fólk til að mæta með kærur til lögreglunnar á mánudaginn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41 Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30 Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32 Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Veikindi lögreglumanna: Lögreglan mun ekki geta sinnt öllum verkefnum dagsins Óvenjuleg staða er komin upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 9. október 2015 08:41
Innanríkisráðherra telur aðgerðir lögreglu óviðunandi „Þarna tel ég að menn hafi gengið allt of langt,“ segir Ólöf Nordal. 9. október 2015 12:30
Formanni Landssambands lögreglumanna blöskrar bréf ráðuneytisins Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum vegna hótunar ráðuneytisins um lögsókn. 9. október 2015 10:32
Langar raðir og seinkanir vegna veikinda lögreglumanna "Síðustu farþegarnir voru að fara í gegnum landamærin klukkan 8:15. Venjulega er það um klukkan 7,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. 9. október 2015 12:26
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent