Keisaraynjan sem hvarf Illugi Jökulsson skrifar 10. október 2015 12:00 Úlpía Severína, Keisari 275. Við erum haldin meinloku, mannkynið allt, þar á meðal bæði ég og þú. Það er ekki gott að segja hver hún er, en þetta er einhver hugsanavilla svo svæsin að í framtíðinni – þegar afkomendur okkar verða búnir að koma auga á hana og losa okkur við hana – þá verða þeir furðu lostnir yfir því að við skulum hafa trúað annarri eins vitleysu, og hagað lífi okkar í samræmi við argasta bull? Ég veit af þessari meinloku, þótt ég viti ekki hver hún er, vegna þess að mannkynið hefur hingað til ævinlega látið stjórnast af einhverri svona hugsanavillu sem menn furða sig á síðar. Sem dæmi væri auðvitað freistandi að nefna guð, en ég ætla samt heldur að nefna stöðu konunnar. Það er ekki vitað hvenær sú meinloka festi rætur í huga okkar að konur hlytu að vera á einhvern hátt undir karla settar. Sumir halda að meinlokan hafi fylgt okkur allt frá því vorum bara mannapar. Karlapar ráða jú ferðinni hjá górillum og simpönsum, frændum vorum. En þetta stenst varla. Það virðast hafa verið til fáein samfélög í fornöld þar sem konur nutu réttinda eins og karlar. Þótt þau væru ekki mörg sýna þau að kynjamisrétti var okkur ekki eðlislægt í einhverjum raunverulegum skilningi. En einhvern tíma, líklega um það bil sem við vorum að mynda fyrstu menningarríkin og aukið skipulag gerði körlum kleift að taka völdin, þá festi þessi meinloka rætur. Og hún varð svo sannarlega skæð. Það urðu – nánast undantekningarlaust – viðtekin sannindi að karlar hefðu meiri hæfileika til að stjórna; því skyldu þeir alltaf ráða ferðinni.Aurelíanus Keisari 270-275Meinloka föst í sinni Meinlokan varð svo ótrúlega föst í sinni að meira að segja hinir grísku heimspekingar fornaldar skrifuðu öll sín verk án þess að taka nokkurn tíma fyrir alvöru eftir því smávægilega vandamáli að hálft mannkynið var í meiri eða minni hlekkjum. Það kviknaði stöku sinnum illur grunur í huga listamanna en jafnvel þeir föttuðu samt ekki til fulls að kynjamisréttið í samfélaginu var meinloka og ekkert annað, meinloka sem meinaði helmingi mannkynsins að þroska hæfileika sína og hugsun. Ein og ein kona náði að skjótast fram í sviðsljós sögunnar – stundum vegna hæfileika, stundum vegna ætternis eða hreinlega heppni, en það breytti engu, fordæmi þeirra varð ekki til þess að kveikja þá hugsun í brjósti hvorki karla né kvenna sjálfra að kannski ætti þetta ekki að vera svona. Meinlokan varð nefnilega svo sterk að menn hættu alveg að koma auga á hana. Rómverjar skrifuðu til dæmis reiðinnar býsn um heimspeki og samfélag, sögu og siði, en þá var hugsanavillan að „svona ætti þetta að vera“ orðin svo sterk að þess finnast engin merki að nokkru sinni hafi verið andað á hana, hvað þá meir. Rómverjar voru reyndar óvenju forstokkaðir á þessu sviði. Enginn karl virðist hafa látið sér detta í hug að þetta væri óeðlilegt. Engin kona virðist hafa hreyft því fyrir alvöru að kannski mætti breyta einhverju. Í nærri þúsund ára sögu Rómaveldis fram til ársins 476 er í raun ekki hægt að finna eitt einasta dæmi um konu sem hafi ráðið einhverju – nema sínu allra nánasta umhverfi og þá yfirleitt í krafti viljastyrks og var úthrópuð frekja fyrir bragðið. Að kona yrði bæjarstjóri, ráðherra, hvað þá keisari, nei, allir þeir hæfileikar sem til staðar voru fóru forgörðum í Rómaveldi rétt eins og þeir hafa farið forgörðum um veröld víða í þúsundir ára. Sannkölluð meinloka, sem engin leið er að vita hve miklum skaða hefur valdið gegnum tíðina. En nú hlýt ég að leiðrétta mig. Líkast til tók ein kona í Rómaveldi sér keisaranafn. Eða ertu búin að gleyma Úlpíu Severínu? Og já, það er líklega mergurinn málsins, þú varst búin að gleyma henni. Eða öllu heldur, þú vissir ekki að Úlpía Severína væri til þótt þú getir eflaust nefnt þó nokkra Rómarkeisara á nafn. Sagan um hana er nefnilega prýðilegt dæmi um meinlokuna margnefndu og hve illmögulegt hefur verið að brjótast gegn henni.Zenóbía Drottning í Palmýru 269-271.Róstur í áratugi Á þriðju öld voru miklar róstur í Rómaveldi og stóðu í áratugi. Sífelldar uppreisnir og valdarán, hver keisarinn tók við af öðrum, sumir náðu aðeins að ríkja í fáeina mánuði, þá voru þeir drepnir af keppinautum. Þá kom til sögunnar karlmaður nokkur, Aurelíanus að nafni. Fátt er vitað með vissu um ævi hans framan af en sennilega var hann af kyni Illyríumanna á Balkanskaga og fæddur þar sem nú er Serbía. Þaðan komu margir hraustir herforingjar sem enduðu á keisarastóli með ýmsum ráðum. Þar á meðal var Aurelíanus sem sennilega var af óbreyttu bændafólki en endaði sem riddaraliðsforingi og æðsti maður hersins undir keisaranum Kládíusi II. Aurelíanus stýrði rómverska hernum í afgerandi sigrum móti hinum germönsku Gotum, og þeir sigrar færðu Aurelíanusi slíkan orðstír að þegar Kládíus II dó úr plágunni árið 270 veittist honum létt að hrifsa til sín tign hans og embætti. Aurelíanus þurfti svo að bregðast við fjölmörgum innrásum germanskra þjóða á rómverskt land næstu misseri og bar ævinlega sigur úr býtum. Hins vegar var hann raunsær og gerði sér grein fyrir að tímarnir væru breyttir. Rómverjar væru ekki lengur öruggir með sig á Ítalíuskaga. Því lét hann reisa múra umhverfis Rómaborg og eru þeir við hann kenndir. Þá voru nærri 600 ár síðan síðast hafði verið talið nauðsynlegt að reisa varnarmúra um höfuðborg heimsveldisins. Aurelíanus lét rómverskar hersveitir yfirgefa Dakíu norðan Dónár, en það er nú partur af Rúmeníu. Hann taldi og vafalaust með réttu að bakkar Dónár væru mun öruggari landamæri Rómar og meiri hindrun fyrir villiþjóðir í norðri, heldur en láglendið norðan árinnar.Endurreisti heiminn En Aurelíanus hugsaði ekki bara um varnir ríkisins, hann endurheimti líka stórt svæði í Gallíu eða Frakklandi sem hafði verið sjálfstætt um skeið og í þakklætisskyni var skírð eftir honum borg þar í landi: Orléans. Þá sigraði keisarinn Zenóbíu drottningu í Palmýru sem hafði náð undir sig stærstum hluta rómverskra landa í Miðausturlöndum. Rómverjar máttu aldrei vita af drottningu á jaðri ríkisins, þá linntu þeir ekki látum fyrr en hún hafði verið kveðin í kútinn. Aurelíanus virtist í alla staði líklegur til að verða atorkusamur og dugmikill keisari. Hann gerði margvíslegar endurbætur á efnahagskerfi og myntsláttu, hann barðist hart gegn spillingu og bjó sig undir að samræma trúarlíf þegna sinna með áherslu á hinn ósigranlega sólarguð, Sol Invictus. Það var ekki að ósekju sem öldungaráðið í Rómaborg sæmdi Aurelíanus hinni vonglöðu nafnbót „Restitor Orbis“ en það er sá sem endurreisir heiminn. Aurelíanus fékk hins vegar ekki tíma til að ljúka endurbyggingu sinni. Haustið 275 hélt hann í austurveg og ætlaði í stríð gegn Persum og hefna stuðnings þeirra við Zenóbíu. Þá brá svo við að spilltur embættismaður, sem óttaðist refsingu keisarans, lét myrða hann. Þetta gerðist sennilega í september og Aurelíanus var um sextugt. Enginn kandídat til keisaratignar kom fram í hernum sem Aurelíanus var að safna saman í Litlu-Asíu og aldrei þessu vant spruttu ekki fram á svipstundu óteljandi hershöfðingjar í hverju krummaskuði og heimtuðu keisaratignina. Líklega var þorri Rómverja nokkuð sleginn yfir hinu óvænta fráfalli Aurelíanusar. En þá gekk fram eiginkona Aurelíanusar, ættuð frá Dakíu, hún Úlpía Severína. Einstaka sinnum höfðu keisaraekkjur tekið sér einskonar ríkisstjóravöld eftir fráfall manna sinna, til að tryggja að ungir synir kæmust síðar til valda, en hér var það ekki á ferðinni. Úlpía átti bara eina dóttur og hún sætti sig ekki við einhver ríkisstjóravöld, heldur tók sér nú keisaratign í eigin nafni og er fyrsta og eina konan sem það gerði í Rómaveldi.Móðir herbúðanna En ástæða fyrir því að þú þekkir ekki betur til hennar, hún er sú að í þessum 2-3 línum hér að ofan er fólgið allt það sem við vitum um Úlpíu Severínu. Meira er það eiginlega ekki, það er reyndar mergurinn málsins. Jú, hún bar titilinn „móðir herbúðanna og öldungaráðsins og föðurlandsins“ og sló mynt með mynd sinni og tign. Þannig vitum við af henni, því í skráðum heimildum segir nánast ekkert. Nú er það allt upp talið. Annað vitum við ekki. Við vitum ekki hvaða þátt hún átti í stjórn eiginmannsins, en auðvitað er eðlilegt að álykta að allar umbætur í stjórnkerfinu kunni að hafa verið hennar verk meðan hann var úti að berjast. Hún hlýtur að hafa haft mikil völd eða áhrif áður en Aurelíanus dó fyrst hún taldi sig þess umkomna að gerast arftaki hans er hann dó. Við vitum það bara ekki. Meinlokan mikla bannaði karlkyns annálariturum að skrá nokkuð um þessa furðu. Við vitum ekki einu sinni hve lengi Úlpía gat kallast eða vildi kallast keisaraynja Rómar. Við vitum ekki hverjir og börðust gegn henni í nafni hefðar og hugsanavillu eða hvernig. Við kunnum ekki þá dramatísku sögu þegar henni var ýtt frá völdum. Í árslok höfðu karlarnir í Róm dubbað upp nýjan keisara, Úlpía hvarf úr sögunni. Náttúrlega vitum við ekkert hvað af henni varð. Ekkert. Flækjusaga Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Við erum haldin meinloku, mannkynið allt, þar á meðal bæði ég og þú. Það er ekki gott að segja hver hún er, en þetta er einhver hugsanavilla svo svæsin að í framtíðinni – þegar afkomendur okkar verða búnir að koma auga á hana og losa okkur við hana – þá verða þeir furðu lostnir yfir því að við skulum hafa trúað annarri eins vitleysu, og hagað lífi okkar í samræmi við argasta bull? Ég veit af þessari meinloku, þótt ég viti ekki hver hún er, vegna þess að mannkynið hefur hingað til ævinlega látið stjórnast af einhverri svona hugsanavillu sem menn furða sig á síðar. Sem dæmi væri auðvitað freistandi að nefna guð, en ég ætla samt heldur að nefna stöðu konunnar. Það er ekki vitað hvenær sú meinloka festi rætur í huga okkar að konur hlytu að vera á einhvern hátt undir karla settar. Sumir halda að meinlokan hafi fylgt okkur allt frá því vorum bara mannapar. Karlapar ráða jú ferðinni hjá górillum og simpönsum, frændum vorum. En þetta stenst varla. Það virðast hafa verið til fáein samfélög í fornöld þar sem konur nutu réttinda eins og karlar. Þótt þau væru ekki mörg sýna þau að kynjamisrétti var okkur ekki eðlislægt í einhverjum raunverulegum skilningi. En einhvern tíma, líklega um það bil sem við vorum að mynda fyrstu menningarríkin og aukið skipulag gerði körlum kleift að taka völdin, þá festi þessi meinloka rætur. Og hún varð svo sannarlega skæð. Það urðu – nánast undantekningarlaust – viðtekin sannindi að karlar hefðu meiri hæfileika til að stjórna; því skyldu þeir alltaf ráða ferðinni.Aurelíanus Keisari 270-275Meinloka föst í sinni Meinlokan varð svo ótrúlega föst í sinni að meira að segja hinir grísku heimspekingar fornaldar skrifuðu öll sín verk án þess að taka nokkurn tíma fyrir alvöru eftir því smávægilega vandamáli að hálft mannkynið var í meiri eða minni hlekkjum. Það kviknaði stöku sinnum illur grunur í huga listamanna en jafnvel þeir föttuðu samt ekki til fulls að kynjamisréttið í samfélaginu var meinloka og ekkert annað, meinloka sem meinaði helmingi mannkynsins að þroska hæfileika sína og hugsun. Ein og ein kona náði að skjótast fram í sviðsljós sögunnar – stundum vegna hæfileika, stundum vegna ætternis eða hreinlega heppni, en það breytti engu, fordæmi þeirra varð ekki til þess að kveikja þá hugsun í brjósti hvorki karla né kvenna sjálfra að kannski ætti þetta ekki að vera svona. Meinlokan varð nefnilega svo sterk að menn hættu alveg að koma auga á hana. Rómverjar skrifuðu til dæmis reiðinnar býsn um heimspeki og samfélag, sögu og siði, en þá var hugsanavillan að „svona ætti þetta að vera“ orðin svo sterk að þess finnast engin merki að nokkru sinni hafi verið andað á hana, hvað þá meir. Rómverjar voru reyndar óvenju forstokkaðir á þessu sviði. Enginn karl virðist hafa látið sér detta í hug að þetta væri óeðlilegt. Engin kona virðist hafa hreyft því fyrir alvöru að kannski mætti breyta einhverju. Í nærri þúsund ára sögu Rómaveldis fram til ársins 476 er í raun ekki hægt að finna eitt einasta dæmi um konu sem hafi ráðið einhverju – nema sínu allra nánasta umhverfi og þá yfirleitt í krafti viljastyrks og var úthrópuð frekja fyrir bragðið. Að kona yrði bæjarstjóri, ráðherra, hvað þá keisari, nei, allir þeir hæfileikar sem til staðar voru fóru forgörðum í Rómaveldi rétt eins og þeir hafa farið forgörðum um veröld víða í þúsundir ára. Sannkölluð meinloka, sem engin leið er að vita hve miklum skaða hefur valdið gegnum tíðina. En nú hlýt ég að leiðrétta mig. Líkast til tók ein kona í Rómaveldi sér keisaranafn. Eða ertu búin að gleyma Úlpíu Severínu? Og já, það er líklega mergurinn málsins, þú varst búin að gleyma henni. Eða öllu heldur, þú vissir ekki að Úlpía Severína væri til þótt þú getir eflaust nefnt þó nokkra Rómarkeisara á nafn. Sagan um hana er nefnilega prýðilegt dæmi um meinlokuna margnefndu og hve illmögulegt hefur verið að brjótast gegn henni.Zenóbía Drottning í Palmýru 269-271.Róstur í áratugi Á þriðju öld voru miklar róstur í Rómaveldi og stóðu í áratugi. Sífelldar uppreisnir og valdarán, hver keisarinn tók við af öðrum, sumir náðu aðeins að ríkja í fáeina mánuði, þá voru þeir drepnir af keppinautum. Þá kom til sögunnar karlmaður nokkur, Aurelíanus að nafni. Fátt er vitað með vissu um ævi hans framan af en sennilega var hann af kyni Illyríumanna á Balkanskaga og fæddur þar sem nú er Serbía. Þaðan komu margir hraustir herforingjar sem enduðu á keisarastóli með ýmsum ráðum. Þar á meðal var Aurelíanus sem sennilega var af óbreyttu bændafólki en endaði sem riddaraliðsforingi og æðsti maður hersins undir keisaranum Kládíusi II. Aurelíanus stýrði rómverska hernum í afgerandi sigrum móti hinum germönsku Gotum, og þeir sigrar færðu Aurelíanusi slíkan orðstír að þegar Kládíus II dó úr plágunni árið 270 veittist honum létt að hrifsa til sín tign hans og embætti. Aurelíanus þurfti svo að bregðast við fjölmörgum innrásum germanskra þjóða á rómverskt land næstu misseri og bar ævinlega sigur úr býtum. Hins vegar var hann raunsær og gerði sér grein fyrir að tímarnir væru breyttir. Rómverjar væru ekki lengur öruggir með sig á Ítalíuskaga. Því lét hann reisa múra umhverfis Rómaborg og eru þeir við hann kenndir. Þá voru nærri 600 ár síðan síðast hafði verið talið nauðsynlegt að reisa varnarmúra um höfuðborg heimsveldisins. Aurelíanus lét rómverskar hersveitir yfirgefa Dakíu norðan Dónár, en það er nú partur af Rúmeníu. Hann taldi og vafalaust með réttu að bakkar Dónár væru mun öruggari landamæri Rómar og meiri hindrun fyrir villiþjóðir í norðri, heldur en láglendið norðan árinnar.Endurreisti heiminn En Aurelíanus hugsaði ekki bara um varnir ríkisins, hann endurheimti líka stórt svæði í Gallíu eða Frakklandi sem hafði verið sjálfstætt um skeið og í þakklætisskyni var skírð eftir honum borg þar í landi: Orléans. Þá sigraði keisarinn Zenóbíu drottningu í Palmýru sem hafði náð undir sig stærstum hluta rómverskra landa í Miðausturlöndum. Rómverjar máttu aldrei vita af drottningu á jaðri ríkisins, þá linntu þeir ekki látum fyrr en hún hafði verið kveðin í kútinn. Aurelíanus virtist í alla staði líklegur til að verða atorkusamur og dugmikill keisari. Hann gerði margvíslegar endurbætur á efnahagskerfi og myntsláttu, hann barðist hart gegn spillingu og bjó sig undir að samræma trúarlíf þegna sinna með áherslu á hinn ósigranlega sólarguð, Sol Invictus. Það var ekki að ósekju sem öldungaráðið í Rómaborg sæmdi Aurelíanus hinni vonglöðu nafnbót „Restitor Orbis“ en það er sá sem endurreisir heiminn. Aurelíanus fékk hins vegar ekki tíma til að ljúka endurbyggingu sinni. Haustið 275 hélt hann í austurveg og ætlaði í stríð gegn Persum og hefna stuðnings þeirra við Zenóbíu. Þá brá svo við að spilltur embættismaður, sem óttaðist refsingu keisarans, lét myrða hann. Þetta gerðist sennilega í september og Aurelíanus var um sextugt. Enginn kandídat til keisaratignar kom fram í hernum sem Aurelíanus var að safna saman í Litlu-Asíu og aldrei þessu vant spruttu ekki fram á svipstundu óteljandi hershöfðingjar í hverju krummaskuði og heimtuðu keisaratignina. Líklega var þorri Rómverja nokkuð sleginn yfir hinu óvænta fráfalli Aurelíanusar. En þá gekk fram eiginkona Aurelíanusar, ættuð frá Dakíu, hún Úlpía Severína. Einstaka sinnum höfðu keisaraekkjur tekið sér einskonar ríkisstjóravöld eftir fráfall manna sinna, til að tryggja að ungir synir kæmust síðar til valda, en hér var það ekki á ferðinni. Úlpía átti bara eina dóttur og hún sætti sig ekki við einhver ríkisstjóravöld, heldur tók sér nú keisaratign í eigin nafni og er fyrsta og eina konan sem það gerði í Rómaveldi.Móðir herbúðanna En ástæða fyrir því að þú þekkir ekki betur til hennar, hún er sú að í þessum 2-3 línum hér að ofan er fólgið allt það sem við vitum um Úlpíu Severínu. Meira er það eiginlega ekki, það er reyndar mergurinn málsins. Jú, hún bar titilinn „móðir herbúðanna og öldungaráðsins og föðurlandsins“ og sló mynt með mynd sinni og tign. Þannig vitum við af henni, því í skráðum heimildum segir nánast ekkert. Nú er það allt upp talið. Annað vitum við ekki. Við vitum ekki hvaða þátt hún átti í stjórn eiginmannsins, en auðvitað er eðlilegt að álykta að allar umbætur í stjórnkerfinu kunni að hafa verið hennar verk meðan hann var úti að berjast. Hún hlýtur að hafa haft mikil völd eða áhrif áður en Aurelíanus dó fyrst hún taldi sig þess umkomna að gerast arftaki hans er hann dó. Við vitum það bara ekki. Meinlokan mikla bannaði karlkyns annálariturum að skrá nokkuð um þessa furðu. Við vitum ekki einu sinni hve lengi Úlpía gat kallast eða vildi kallast keisaraynja Rómar. Við vitum ekki hverjir og börðust gegn henni í nafni hefðar og hugsanavillu eða hvernig. Við kunnum ekki þá dramatísku sögu þegar henni var ýtt frá völdum. Í árslok höfðu karlarnir í Róm dubbað upp nýjan keisara, Úlpía hvarf úr sögunni. Náttúrlega vitum við ekkert hvað af henni varð. Ekkert.
Flækjusaga Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira