Golf

Scott Piercy leiðir eftir 18 holur í Malasíu

Piercy á fyrsta hring í nótt.
Piercy á fyrsta hring í nótt. Getty.
CIMB Classic hófst í nótt en PGA-mótaröðin stoppar við í Kuala Lumpur um helgina.

Bandaríkjamaðurinn Scott Piercy lék manna best á fyrsta hring og kom inn á 62 höggum eða tíu undir pari.

Hann er með þriggja högga forystu á næsta mann sem er Japaninn Hideki Matsuyama á sjö undir en nokkrir kylfingar deila þriðja sætinu á sex undir, meðal annars Keegan Bradley.

Nokkur stór nöfn gerðu sér ferð til Malasíu um helgina en þar má helst nefna fyrrum besta kylfing heims, Adam Scott, sem lék á 68 höggum eða fjórum undir.

Þá kom Sergio Garcia inn á tveimur höggum undir, einu betra en Henrik Stenson sem er á einu höggi undir pari.

CIMB Classic er ekki eina stóra mót helgarinnar en einn stærsti viðburður ársins á Evrópumótaröðinni fer einnig fram, Turkish Airlines Open.

Það mót verður í beinni útsendingu alla helgina á Golfstöðinni en útsendingartíma má nálgast hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×